HomeFélagslegt réttlætiÍslenska fjármálakerfi40-manna fyrirtæki með 420 milljarða umsvif

40-manna fyrirtæki með 420 milljarða umsvif

Júlíus Þorfinnsson, yfirmaður samskiptasviðs FL Group


„Skoðast sem hlutfall af eignum“


„Við sætum gagnrýni fyrir þennan kostnað, höfum viðurkennt að hann hafi verið hár á síðasta ári og ætlum að lækka hann,“ segir Júlíus Þorfinnsson, yfirmaður samskiptasviðs FL Group. „Það er ýmislegt sem orsakar hann.

„Við sætum gagnrýni fyrir þennan kostnað, höfum viðurkennt að hann hafi verið hár á síðasta ári og ætlum að lækka hann,“ segir Júlíus Þorfinnsson, yfirmaður samskiptasviðs FL Group. „Það er ýmislegt sem orsakar hann. Í fyrsta lagi voru gríðarlega mikil umsvif hjá okkur á síðasta ári. Það er alltaf verið að setja rekstrarkostnaðinn í samhengi við að FL Group sé 40 manna fyrirtæki. Okkur finnst það ekki veita alveg rétta mynd af málinu. Menn gleyma því að heildarumsvifin hjá félaginu eru mjög mikil miðað við þennan starfsmannafjölda.

Það skýrist að einhverju leyti af því að við erum með frekar fátt fast starfsfólk og notum þess í stað mjög mikið aðkeyptan mannafla. Á álagstoppum í stærri verkefnum fer mjög stórt ferli í gang. Hundruð aðila geta komið að því verkefni og því we ákveðið vanmat í gangi á því sem þarf til að halda úti eignasafni upp á 420 milljarða króna líkt og það var hjá okkur í árslok.

Síðan drögum við ekki dul á að umsvif félagsins í Evrópu og Bandaríkjunum kosta rosalega mikið, bæði í ferðakostnað og rekstrarkostnað við að halda úti skrifstofum okkar.

Síðasta ár einkenndist af mikilli sókn og blússandi afkomu fyrri hluta ársins, en svo af mikilli vörn síðustu mánuði ársins. Þetta var mjög annasamt ár og við jukum rekstrarkostnaðinn úr 2,7 milljörðum króna árið 2006 sem var þá eitt prósent af umsvifum félagsins miðað við eignasafnið. Það verður að horfa á heildarkostnaðinn sem hlutfall af umsvifum. Við förum upp í 1,5 prósent sem hlutfall af eignasafninu á síðasta ári þótt það hafi stækkað mjög mikið. Við stefnum síðan að því að lækka rekstrarkostnaðinn um 50 prósent á þessu ári.“ þsj

Comments are closed.