Bréf til forseta Alþingis um þátttöku ráðherra í glæpum

Með þessu erindi, krefjast 183 einstaklingar þess að Alþingi láti hefja opinbera rannsókn vegna stuðnings Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, við alþjóðleg hryðjuverk, stríðsglæpi og þjóðarmorð gegn almennum borgurum í Írak. Krafan er sett fram af bestu vitund og á grundvelli ákvæða þjóðaréttar sem hafa lagagildi á Íslandi.

Continue reading

Tilkynning um ákæru á hendur Halldór Ásgr. 9.5.1996

Fyrir einu ári skoraði ég á þig að beita þér fyrir því að Ísland hætti tafarlaust þátttöku í viðskiptabanninu gegn Írak, sem hefur þegar leitt til dauða um hálfrar milljónar óbreyttra borgara. Ég hef veitt þér heiðarlegt tækifæri til að takast á við þetta hörmulega mál og hélt mig við þá pólítiskar leikreglur sem fela í sér að einstaklingar mótmæli stefnu yfirvalda og sendi áskoranir. En nú er tími pólítiskra mótmæla útrunninn.

Continue reading

Meint aðild D.O. og H.Á að stríðsglæpum 1999

Snemma þann 23 April 1999 var ráðist úr flugvélum NATÓ-herja á sjónvarpsstöðina Radio Televizija Srbija (RTS) í Belgrad með þeim afleiðingum að 16 manns týndu lífið. Árásin var með því markmiði að eyðileggja þessa stöð og þagga í fréttaflutning hennar sem var NATÓ ekki að skapi. Sama dag og árásin var gerð, þ.e. 23. apríl 1999, var haldinn leiðtogafundur NATÓ-ríkja í Washington, D.C. en fundinn sátu Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Á þeim fundi var sú ákvörðun tekin samhljóða – eins og venjan er á leiðtogafundum NATÓ – að heimila herjum NATÓ að hefja árásir á fjölmiðla í fyrrverandi Júgóslavíu.

Continue reading