Al-Qaeda hótar hefndarárásum
Al-Qaeda hótar hefndarárásum
Morgunblaðið, 12. júní 2006 (ótiltgreindur blaðamaður)
Kaíró, Bagdad, AP, AFP
Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin í Írak hótuðu í gær stórkostlegum árásum í Írak og fullyrtu ennfremur, að dauði leiðtoga þeirra, Abu Musab Al-Zarqawis, myndi engin áhrif hafa á styrk þeirra. Ekkert kom fram um það hver tæki við honum.(…)
Komu þessar hótanir fram á vefsíðu, sem íslamistar öfgamenn nota mikið og al-Qaeda hefur áður nýtt.
Engar upplýsingar er að finna hvaða vefsíða það er, og ef slík vefsíða er til, hvers vegna hafi Bandaríkjamenn ekki fyrir löngu auðkennt hana og handtekið þá sem að henni standa.
Allar ofangreindar upplýsingar byggjast á ósannreynanlegum upplýsingum frá leyniþjónustum og bandaríska hernum. Hér er um ómengaðan sálfræðihernað að ræða.