Áróðursaðferðir fjölmiðla (1)
Áróðursaðferðir fjölmiðla (1)
Í þessari greinasyrpu finnur þú sýnishorn úr blaðafréttum sem fela í sér afbökun á staðreyndum, skrauthvörf, órökstuddar ásakanir, slúður, fordóma, áróður eða viðleitni til að fela staðreyndum.
Þess ber að geta að áróðurstækni fjölmiðla takmarkast ekki við ofangreindar aðferðir. Fjölmiðlar eru valdamikil tæki til skoðanamótunar og eru því notaðir til þessa af eigendum og ritstjórum sínum í þágu sérhagsmuna. Þetta á þó aðallega við einkafjölmiðla. Opinbera fjölmiðla má ekki beita í áróðursskyni sbr. 3 grein útvarpslaga, en þar segir: “Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gætu fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.” Að vísu brjóta opinberir fjölmiðla oft þessar reglur. Einkafjölmiðlar þurfa ekki að hlíta slíkum reglum. Allt þetta sýnir að auka þarf eftirlit almennings með fjölmiðlun og ábyrgð fjölmiðlamanna.