Auðunn Arnórsson, blaðamaður
Auðunn Arnórnsson, fréttamaður
Fréttablaðið
Reykjavík
18. ágúst 2006
Sæll Auðunn,
Ég las leiðara þinn í dag í Fréttablaðinu við hlið pistils Hannesar Hólmsteins, en hvorttveggja fjölluðu um hryðjuverkaógnina og vöruðu við henni. Ég hef á liðnum árum kynnt mér ítarlega hina svonefndu hryðjuverkaógn og ekki síst atburðina 11. september 2001, birt greinar þar að lútandi erlendis og rætt um þau mál hérlendis.
Ég tel afstöðu þína til hryðjuverkaógnarinnar byggða á vanþekkingu og tel þig ófæran um að verja skoðanir þínar í opinni umræðu. Sem lesandi Fréttablaðsins og sem almennur borgari tel ég nauðsynlegt að veita skoðunum þínum aðhald, þar sem þú mælir í leiðaraskrifum með fasískum aðgerðum sem myndu skerða almenn borgararéttindi Íslendinga.
Því skora ég á þig hérmeð að mæta mér á opnum vettvangi, t.d. í þætti Silfur Egils eða á NFS, til kappræðna um
(a) Hryðjuverkaógnina
(b) Atburðina 11. september 2001
Ég leyfi mér að senda afrit af þessari áskorun til fjölda einstaklinga sem hafa áhuga á þessu málefni.
Með kærri kveðju,
Elías Davíðsson
Hörpugata 14
101 R
(4. september 2006 hafði ekkert svar borist)