Bréf Arnars Jenssonar til E.D. 5.7.2006
Sæll Elías
Kæra þín hefur verið móttekin og skráð í skjalavörslukerfi ríkislögreglustjórans og viðbótarkærur þínar sem bárust í tölvupósti hafa samviskusamlega verið hengdar við upphaflega erindið. Málinu hefur verið úthlutað til hæfra starfsmanna hér og ég hef látið þá vita af viðbótarerindum þínum til að ekkert færi framhjá þeim. Þessir starfsmenn RLS eru hvor um sig mjög hæfir á sínum sviðum, en ég er sannfærður um að telji þeir þörf á muni þeir hafa samband við þig.
Kveðja,
Árni E. Albertsson
5.7.2006