Bréf E.D. til Arnars Jenssonar hjá Ríkislögreglustjóra, 12.7.2006
Sæll Árni,
George Bush eldri er farinn úr landi. Greinilega hefur embætti Ríkislögreglustjóra ekki aðhafst vegna kæru okkar. Fyrir hönd kærenda óska ég eftir skýringu á því hvers vegna embættið hefur ekki aðhafst vegna kæru okkar. Nánar tiltekið viljum við vita:
(a) Ef rannsókn embættisins er ekki lokið, hvers vegna var hinum kærða leyft að fara úr landi? Ef rannsókninni er lokið, hvers vegna hefur embættið ekki greint undirrituðum frá niðurstöðu sinni þegar í stað?
(b) Hefur embættið véfengt þær efnislegu upplýsingar um meint brot hins kærða og ef svo, hvaða upplýsingar þóttu embættinu rangar eða ófullkomnar?
(c) Telur embættið að verk hins kærða hafi ekki verið brotleg við ákvæði alþjóðasamninga sem Ísland hefur skuldbundið sig til að framfylgja, og ef svo er, á hvaða lagalegum forsendum byggist rökstuðningur embættisins?
(d) Telur embættið að einstaklingar sem grunaðir eru um alvarleg brot á Genfarsáttmálunum frá 12. ágúst 1949 og Viðaukum þeirra frá 1977, eða brot á Alþjóða samningi um alþjóðlega verndaða einstaklinga, njóti friðhelgi á Íslandi vegna brota íslenskra stjórnvalda á þeirri skyldu sinni að setja innlenda löggjöf gegn þessum alþjóðaglæpum?
Við óskum skýrra svara við ofangreindum spurningum.
Virðingarfyllst,
Elías Davíðsson
f.h. kærenda
12. júlí 2006