Bréf E.D. til Arnars Jenssonar hjá Ríkislögreglustjóra 24.7.06
Sæll Arnar Jensson,
Mér var tjáð hjá embætti ykkar, að þú hafir fengið til meðferðar kæru okkar gegn fyrrv. forseta Bandaríkjanna, George H.W. Bush, sem lögð var inn 3. júlí s.l. hjá embætti ykkar, Ríkislögreglustjóra.
Okkur hafa ekki borist frá embætti þínu neinar upplýsingar um meðferð kæru okkar. Greinilega hefur embættið ekki aðhafst nokkuð í málinu, enda hefur hinn meinti sakborningur yfirgefið landið án sýnilegrar yfirheyrslu eða ákæru. Mér var því falið að hafa samband við þig og biðja um skýringu á aðgerðarleysi embættisins, þrátt fyrir lagalegri skyldu íslenskra yfirvalda að aðhafast þegar grunur leikur á, að einstaklingur sem hefur framið stríðsglæpi og aðra alþjóðaglæpi, fyrirfinnst innan íslenskrar lögsögu.
Í von um skjótt og fullnægjandi svar,
Virðingarfyllst,
Elías Davíðsson
f.h. ákærenda
24. júlí 2006