Bréf E.D. til Matthíasar Johannessen 12.3.1988
12. mars 1988
Hr, ritstjóri
Matthías Jóhannessen,
Morgunblaðið
Aðalstræti 10
101 R.
Að undanförnu hefur Morgunblaðið birt bæði greinar og viðtöl um Palestínu (Ísrael), þar sem ég er fæddur og uppalinn.
Sumt af því, sem birst hefur í Mbl. Um þessi mál, er með því fróðlegasta, sem birst hefur hérlendis um þessi mál. Ég á þar ekki síst við greinar Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanns Mbl. Þær eru hlýjar í garð beggja þjóðanna sem búa í Palestínu og bera vott um staðgóða þekkingu og næman skilning á högum fólksins þar. Ég er henni ekki sammála í öllu, og tel mig jafnvel finna einstakar efnislegar villur í frásögn hennar. En þrátt fyrir lítilsháttar ágreining um efnisatriði og túlkun, tel ég að greinar hennar séu blaði ykkar og okkur Íslendingum til mikils sóma. Ég vona að ritstjórn Mbl. kann (sic) að meta að verðleikum Jóhönnu fyrir það.
Ég vil þó nota tækifærið og lýsa vonbrigðum mínum með skrifum Óla Tynes og Andrésar Magnússonar um þessi sömu mál. Burt séð frá fyrirlitningu (rassísma) þeirra í garð Palestínumanna, þá eru vinnubrögð þeirra sem blaðamenn með ólíkindum óvönduð. Skrif þeirra eru uppfull af efnislegum rangfærslum og haldlausum sögusögnum sem góðir blaðamenn myndu aldrei láta frá sér fara. Slík skrif heiðra ekki Mbl.
Að lokum: Fyrir átta árum eða hérumbil var mér tjáð að ég fengi ekki framar greinar mínar birtar í Mbl. Átti ég að skilja sem svo að bannfæringing stæði til dauðadags eða átti ég að skilja að ég yrðu að bíða þess, að heilög reiði Mbl. í minn garð rynni af ykkur? Mér þætti vænt, ef þú gætir látig mig vita hvort dagskipun um bannfæringu óþokkans Elíasar Davíðssonar er enn í gildi.
Virðingarfyllst,
Elías Davíðsson
(Ekkert svar fengið)