Bréf E.D. til Ríkissaksóknara 13.1.1997
Elías Davíðsson
Öldugata 50
101 Reykjavík
Sími 552-6444
Reykjavík, 13.1.1997
Hr. Hallvarður Einvarðsson
Ríkissaksóknari
Reykjavík
Í framhaldi af frávísun yðar frá 19.6.96 á erindi mínu frá 14.5.96 til yðar varðandi mál Jóns Baldvins Hannibalssonar, óska ég að hafa samband við þá starfsmenn embættisins sem lögðu efnislegt mat á erindi mínu. Ég yrði því þakklátur að fá send nöfn þessara starfsmanna og viðverutíma þeirra, svo ég geti rætt við þá persónulega um afgreiðslu þessa máls. Ég tel mig eiga rétt til að kynnast vinnubrögðum opinberra starfsmanna í máli sem mig varðar.
Jafnframt minni ég yður vinsamlega á, að þér hafið ekki enn svarað beiðni minni um efnislegan rökstuðning á áðurnefnda frávísun yðar. Viðtakendur hljóta að líta á slíka málsmeðferð sem valdníðsla og efast um heilindi þeirra sem ákvörðunina tóku. Slík málsmeðferð brýtur í bága við grundvallarreglur lýðræðisins og réttarríkisins og eru jafnframt brot á Upplýsingalögunum sem tóku gildi um áramótin.
Ég beini því enn einu sinni vinsamlegri ósk til yðar um að greina mér frá efnislegum ástæðum fyrir því að þér hafið vísað erindi mitt frá.
Virðingarfyllst,
Elías Davíðsson, tónskáld