Bréf E.D. til ríkisstjórnar Íslands 17.3.1996
Reykjavík, 17.3.1996
Ríkisstjórn Íslands
c/o Davíð Oddsson, forsætisráðherra
Reykjavík
Fyrir tæplega einu ári skoraði undirritaður á utanríkisráðherra Íslands, Halldór Ásgrímsson, að afturkalla með formlegum hætti þátttöku Íslands í refsiaðgerðunum gegn Írak. Þá lá þegar fyrir að um hálf milljón manns hafi látist af völdum refsiaðgerðanna, þar af um 200.000 börn undir 5 ára aldri. Það er mörgum orðið ljóst að þessar refsiaðgerðir eru einn mesti glæpur í nútímasögu og jaðra við þjóðarmorð.
Þar sem hvorki núverandi utanríkisráðherra né ríkisstjórn Íslands hafi brugðist við áskorun undirritaðs og hliðstæðum áskorunum sem aðrir einstaklingar hafa sent frá sér, skorar undirritaður hér með – í síðasta skipti – á ríkisstjórn Íslands að afturkalla aðild Íslands að refsiaðgerðunum gegn Írak, sem birtist í formi Auglýsingar í Stjórnartíðindum.
Verði ekki gengið að þessari kröfu innan 14 daga, mun undirritaður líta svo á, að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi kynnt sér persónulega afleiðingar refsiaðgerðanna sem þeir styðja, hver fyrir sig, og með fullri vitund geri sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna, og þar með áframhaldandi aðild Íslands að þessu glæpsamlegu athæfi gegn óbreyttum borgurum. Undirritaður yrði þá knúinn til að kanna hvort unnt er að saka opinberlega og á grundvelli alþjóðaréttar ráðherra ríkisstjórnarinnar um liðsinni við alþjóðan glæp og áskilar sér allan rétt í því sambandi.
Virðingarfyllst,
Elías Davíðsson, tónskáld