Bréf E.D. til Styrmis Gunnarssonar, 15.2.1990
Elías Davíðsson
Hábrekku 14
355 Ólafsvík
Ólafsvík, 15.2.1990
Hr. Styrmir Gunnarsson,
Ritstjóri
Morgunblaðið
Reykjavík
Þann 27. jan. s.l. sendi ég þér bréf ásamt grein ["Alþingi styður friðaráætlun PLO"] til birtingar í Mbl. Ég læt fylgja ljósrit af þessum gögnum hér með. Ég hef enn ekki heyrt frá þér varðandi erindi mitt. Heyri ég ekki frá þér fyrir lok næstu viku, þá verð ég að álykta að þú vilt ekki birta greinina. Mér þætti það leitt.
Ég vona þó að Morgunblaðið birti greinina í samræmi við stefnu sína að opna blaðið fyrir ýmsum skoðunum.
Virðingarfyllst,
Elías Davíðsson