Bréf E.D. til utanríkisráðuneyisins 11. desember 2005
Ekkert svar enn borist 31. mars 2006
Elías Davíðsson
Hörpugata 14
101 Rekjavík
Reykjavík, 11. desember 2005
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík
Undirritaður hefur móttekið bréf yðar frá 18. febrúar 2005 þar sem fram kemur að ráðuneytið telur sér ófært að leggja fram þær sannanir um hlutdeild Al Qaeda í fjöldamorðunum 11. september 2001, sem ráðuneytið telur sig hafa fengið, vegna ,,skuldbindinga, er leiða af aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varða leynd á gögnum er þaðan stafa.
Á fréttatilkynningu frá aðalritara NATÓ frá 2. október 2001, er haft eftir aðalritara bandalagsins, Robertson Lávarði, að fulltrúar Bandaríkjanna hafi átt fund með fulltrúum NATÓ-ríkja í höfuðstöðvum bandalagsins, þar sem þeir lögðu fram sannanir um hlutdeild Al Qaeda í fjöldamorðunum 11. september 2001. Á grundvelli þessara ,,sannanna hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að styðja árásarstríð gegn Afganistan sem hefur valdið dauða þúsunda óbreyttra borgara, stutt margvíslegar ályktanir um nauðsyn alþjóðlegrar samstöðu gegn hryðjuverkum og gert ráðstafanir á Íslandi gegn alþjóða hryðjuverkum. Eins og ráðuneytinu er kunnugt, hefur Bandaríkjastjórn margoft logið að alþjóðasamfélaginu til að réttlæta árásir á önnur ríki, s.s. um þá ógn af meintum gereyðingarvopnum í Írak eða um virðingu við mannréttindi meintra hryðjuverkamanna.
Í ljósi ofangreindra upplýsinga, óskar undirritaður að fá svör við eftirfarandi spurningum:
1. Hafa fulltrúar Bandaríkjanna átt fund með starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Reykjavík haustið 2001, þar sem lagt hafa verið fram sannanir um hlutdeild Al Qaeda í fjöldamorðunum 11. september 2001 ? Ef svo er, hvenær og hvar var þessi fundur haldinn og hverjir hafa verið fulltrúar Íslands sem tóku þátt á þessum fundi?
2. Fengu fulltrúar ráðuneytisins ráðrúm til að kanna með sjálfstæðum hætti trúverðugleika staðhæfinga bandarískra stjórnvalda um tengsl milli Osama bin Laden og árásanna 11. september 2001 ?
3. Hefur Utanríkisráðuneytið í vörslu sinni hin meintu sönnunargögn sem Bandaríkjamenn kynnu að hafa lagt fram við fulltrúa Íslands?
4. Hefur utanríkisráðuneytið fengið óyggjandi sannanir um að hinir 19 meintu flugræningjar sem bandaríska alríkislögreglan hefur nafngreint hafi farið um borð flugvélanna morguninn 11. september 2001, og ef svo, hvers eðlis eru þessar sannanir?
Það er von undirritaðs að hann verði ekki knúinn aftur til að leita sér aðstoðar Umboðsmanns Alþingis til að fá svar frá ráðuneytinu, enda er hér ekki um neitt er varðar öryggishagsmuni Íslands eða trúnaðarmðál eins eða neins.
Virðingarfyllst,
Elías Davíðsson