Bréf E.D. til utanríkisráðuneytisins 27. apríl 2005
Elías Davíðsson
Hörpugata 14
101 Reykjavík
Reykjavík, 27. apríl 2005
Utanríkisráðuneytið
Rauðarárstígur 25
150 Reykjavík
Tilvísun: UTN04100056/09.F.020
Ég vil hér með þakka móttöku bréfs yðar frá 18. febrúar 2005 en í því er staðfest að tilvist sannana um tengsl al-Qaeda við fjöldamorðin í Bandaríkjunum 11. september 2001 eru leyndarmál.
Af þessu svari verður sú niðurstaða dregin að umbeðnar sannanir um aðild al-Qaeda að fjöldamorðunum 11. september 2001 (sjá bréf mitt frá 4. okt. s.l.) eru jafn fasnlegar og gegnsæjar og þræðirnir í nýju fötum Keisarans.
Guð blessi skraddara Keisarans og varðveiti hæfileika þeirra til að greina milli lofts og efnis.
Virðingarfyllst,
Elías Davíðsson