Bréf E.D. til ríkissaksóknara 25. október 2006
Þann 3. júlí s.l. sendi undirritaður og fleiri erindi til ríkislögreglustjóra með kæru gegn George H.W. Bush, sem var staddur hérlendis, vegna meintrar aðildar að stríðsglæpum, alþjóðlegu mannráni og undirbúningi árásarstríðs í trássi við alþjóðasamninga og alþjóðlegan sakarétt. Ríkislögreglustjórinn aðhafðist á engan hátt í framhaldi af kærunni: Hann reyndi ekki, svo vitað sé, að sannreyna þær ásakanir sem fram komu í erindi undirritaðs.
Undirritaður ítrekaði nokkrum sinnum ósk sína að vita hvers vegna ríkislögreglustjórinn hafði ekki aðhafst í málinu. Þar sem þessar óskir báru engan árangur, sneri undirritaður sér til Umboðsmanns Alþingis vegna vanefnda ríkislögreglustjóra. Þá loksins kom svonefnt svarbréf frá embætti ríkislögreglustjóra með ólæsilegra undirritun. Sem rökstuðning fyrir aðgerðaleysi embættisins er sagt að “ekki [hafi þótt] efni til að taka til skoðunar [kæru undirritaðs] á meðan forsetinn fyrrverandi dvaldi hér á landi í boði herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.” Skilja má þennan rökstuðning að meintir erlendi stríðsglæpamenn og þjóðmorðingjar njóta friðhelgi ef þeir koma hingað í boði forseta Íslands.
Vegna vanefnda embættis lögreglustjóra og á grundvelli 1. mgr. 76 gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, fer ég þess á leit við embætti yðar, að það greini undirrituðum frá eftirfarandi:
(a) Hafa einstaklingar á vegum embættis yðar veitt embættismönnum ríkislögreglustjóra ráðgjöf vegna kæru undirritaðs, eða komið með öðrum hætti að málinu?
(b) Hvaða málsmeðferð var notuð til að komast að niðurstöðu ríkislögreglustjóra?
(c) Er nokkur lagagrundvöllur fyrir því að erlendir menn sem eru grunaðir um aðild að alþjóðaglæpum njóti friðhelgi ef þeir koma til lands í boði forseta Íslands eða annarra stofnana ríkisins?
Virðingarfyllst,
Elías Davíðsson
Hjálagt: (1) Kæra undirritaðs og fleiri á hendur George H.W. Bush, dags. 3. júlí 2006; (2) Svar ríkislögreglustjóra til undirritaðs dags. 16. október 2006
Þann 1. nóvember 2006 svaraði ólæsileg undirritun, nefnd “saksóknari” ofangreindu bréfi. Þar skrifaði huldumaðurinn:
Spurning (a): “Erindi það sem var tilefni bréfs yðar hefur ekki komið til ríkissaksóknara og hann ekki fjallað um það efnilega.”
Spurning (b): “Ríkislögreglustjóri er betur til þess fallinn að svara þessari spurningu yðar.”
Spurning (c): “Það verður ekki séð að það sé neinn lagagrundvöllur fyrir slíku. Með þessu er ekki verið að taka undir fullyrðingar yðar um að nefndur maður sé grunaður um aðild að alþjóðaglæpum.