Bréf frá E.D. til Styrmis Gunnarssonar, 27.1.1990
27. janúar 1990
Hr. Ritstjóri
Styrmir Gunnarsson
Morgunblaðið
Aðalstræti 10
101 R.
Ég sendi þér hér með grein til birtingar í Morgunblaðinu. Mér þætti vænt um að hún fáist birt innan skikkanlegs tíma. Ég væri þér þakklátur fyrir að láta mig vita hvort hún fáist birt og þá nokkurn veginn hvenær úr því gæti orðið.
Einnig sendi ég þér áskorun um að birta söguna um þorpið Emwas, sem ísraelski herinn jafnaði við jörðu árið 1967. Sagan er merkileg fyrir þær sakir, að þorpsbúar voru friðsamir ísraelskir borgarar. Um eyðileggingu þorpsins og brottrekstur íbúanna er til átakanleg lýsing ísraelsks hermanns, sem tók þátt í aðgerðunum. Honum blöskraði svo, að hann ákvað að birta frásögn sína í Ísrael. Frásagnir Morgunblaðsins um glæpi kommúnistastjórna hafa verið mikilvægt framlag blaðsins í þágu mannréttinda. Nú ríður á að Morgunblaðið segi umbúðalaust frá þeim glæpum sem stjórnir Ísraelsríkis hafa framið í áraraðir gegn heimafólkinu, Palestínumönnum, einkum og sér í lagi að reka flesta í útlegð og jafna byggðir þeirra við jörðu. Þessir glæpir yfirskyggja öll mannréttindabrot Ísraelsríkis á herteknu svæðunujm, þótt gróf séu.
Virðingarfyllst,
Elías Davíðsson
Hábrekku 14
355 Ólafsvík
Hjálögð grein til birtingar og áskorun um að birta söguna um Emwas.
(Ekkert svar fengið)