Bréf lögreglustjóra til E.D., 19.11.1998
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Hverfisgötu 115
Reykjavík, 19 nóvember 1998
HNN/gij
Mál nr. 010-1998-31105
Elías Davíðsson
Hörpugötu 14
101 Reykjavík
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur haft til meðferðar mál á hendur yður vegna ónæðis í verslunarmiðstöðinni Kringlunni 8-12, Reykjavík, þann 4. nóvember 1998.
Hér með tilkynnist yður að með vísan til 76. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991 þykja rannsóknargögn eigi gefa tilefni til frekari aðgerða í málinu. Er málið því látið niður falla.
F.h.l.
(ólæsileg undirskrift)