Bréf Lögreglustjóra til E.D., 3.12.1998
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Hverfisgötu 115
Reykjavík, 3 desember 1998
Elías Davíðsson
Hörpugötu 14
101 Reykjavík
Varðar: bréf yðar, dags. 26. nóvember s.l.
Miðvikudaginn 4. nóvember s.l. óskaði stjórnstöð verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar eftir aðstoð lögreglu vegna ónæðis (sic) tveggja manna sem neituðu að yfirgefa staðinn þrátt fyrir tilmæli öryggisvarðar þar um þar sem þeir voru að dreifa miðum í verslunarmiðstöðinni. Lögreglan skrifaði skýrslu um þann hluta málsins sem snéri að henni, þ.e. að hún hafi komið á vettvang vegna óskar um aðstoð vegna ónæðis og að umræddir menn hafi neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa staðinn. Málið berst ekki lögreglu sem kæra á hendur yður fyrir ónæði sem refsiverður verknaður heldur sem beiðni um aðstoð. Taldi undirrituð rétt að láta yður vita, þar sem þér voruð handtekinn í kjölfarið, að ekki yrði aðhafst frekar í málinu og var yður því sent bréf þess efnis.
Þær upplýsingar sem þér farið fram á eru ekki fyrir hendi hjá lögreglunni. Er yður því bent á að hafa samband við stjórnstöð verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar.
F.h.l.
(ólæsileg undirskrift)