Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður
Sæll Davíð Logi,
Ég las grein þína um Moussaoui í dag, 5. apríl, í Mbl. Því miður segir þú ekki allan sannleikann um mál hans. Það eru reyndar skiptar skoðanir um dóminn, eins og þú réttilega bendir frá, en þú nefnir aðeins tvo hópa: Þá sem eru sáttir við dóminn (lífstíðarfangelsi í einangrun) eða þá sem hefðu kosið dauðadóm. Þriðji hópurinn, sem þú nefnir ekki, eru einnig þeir sem telja réttarhöldin ranglátan skrípaleik frá upphafi til enda og að Moussaoui sé lítið annað en vesæll grobbari sem á frekar heima á geðlækningastofnun en í fangelsi.
Verra er þó með lygina. Þú heldur því fram blygðunarlaust, að "næstum 3,000 manns týndu lífi þegar hryðjuverkamenn rændu fjórum farþegaþotum og flugu þeim á World Trade Center í New York og Pentagon-bygginguna í Washington 11. september 2001." Eins og þú hlýtur að vita frá fyrri samskiptum okkar og vonandi af eigin uppplýsingaleit, þá liggur ekki fyrir sönnun að nokkur af hinum meintu vinum Moussaoui hafi farið upp í þessar flugvélar, hvað þá flogið þeim á viðkomandi mannvirki. Þessi saga er hvorki trúverðug í sjálfu sér né sönnuð. Hér er um meiriháttar blekkingu að ræða, eins og fullsannað er. Það getur verið að margir trúi lygasögu sem er síendurtekin en hlutverk þitt sem blaðamaður er að hafa það sem rétt er og leita bestu heimilda sem völ er á. Ég hef skorað á þig að finna fullyrðingum þínum stað, en þú vékst undan. Ég hef boðið þér peningaverðlaun ef þú getur komið með einhverja sönnun um að meintir hryðjuverkamenn Al Qaeda hafi farið upp í flugvélarnar sem okkur er sagt hafi verið rændar þann 11. september 2001. Þú vékst, eins og gunga, undan áskoruninni.
Hér með gef ég þér síðasta tækifæri til að bæta ráð þitt. Ella verð ég að lýsa þig opinberlega sem lygara og vara aðra við skrifum þínum. Þitt er valið.
Kveðja,
Elías Davíðsson
5. maí 2006
edavid@simnet.is