Forseti Íslands: ‘Eigum meiri samleið með Bandaríkjunum en Evrópu’
Forseti Íslands: Eigum meiri samleið með Bandaríkjunum en Evrópu
Úr Blaðinu, 27. júní 2005
Á morgunverðarfundi í Utah Valley háskólann, þar sem forseti [Íslands] ræddi stöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi, ítrekaði hann þá samleið sem Ísland ætti með Bandaríkjunum á margan hátt. Kvað hann Íslendinga eiga meiri samleið með Bandaríkjunum en Evrópu á efnahagssviðinu og taldi samkeppni á bandaríska vísu vænlegri til hagsældar en sameiningarkrafta Evrópusambandsins.
Á þetta minntist forsetinn í umræðu um uppgang í efnahagslífinu hér á landi og minntist á útrásina í því sambandi, enda mönnum tíðrætt um víkingablóðið í þessu ættræknasta samfélagi Bandaríkjanna.