Geta borgarar borið traust til ríkissaksóknara?
Geta borgarar borið traust til ríkissaksóknara?
Elías Davíðsson
1. Þann 14.5.96 sendi undirritaður fyrrverandi ríkissaksóknara bréf og erindi um meinta þátttöku fyrrverandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, í alþjóðaglæpum (sjá fskj.1a og 1b). Með erindinu fylgdi ítarleg lagaleg greinargerð um saknæmt eðli viðskiptabannsins gegn írösku þjóðinni (sjá fskj.2).
2. Eins og kemur fram í meðf. fylgiskjölum var það og er rökstudd niðurstaða undirritaðs að í embættisverki hins meinta sakbornings, þ.e. með því að lögbinda með formlegum hætti þáttöku Íslands í viðskiptabanninu gegn almenningi í Írak fólst þátttaka í refsiverðu athæfi, þ.e.a.s. stuðningur við alþjóðleg hryðjuverk og stríðsglæpi. Þessi niðurstaða er í samræmi við niðurstöðu einstaklinga sem njóta virðingar fyrir fræðistörf og sérþekkingu á þjóðarétti. Þar á meðal má nefna Ramsey Clark, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Francis Boyle, professor í þjóðarétti við Illinoisháskólann og sérstakur ráðgjafi Bosníustjórnar gagnvart alþjóðadómstólnum í Haag, Prof. Dr. Hans Koechler, forseti International Progress Organization í Vínarborg og professor í stjórnmálalegri heimspeki við háskólann í Innsbruck, o.fl. Þessir einstaklingar hafa löngum talið viðskiptabannið gegn írösku þjóðinni varða við alþjóðleg refsilög (sjá fskj. 3a og 3b).
3. Samkvæmt 146. gr. IV Genfarsáttmálans er hverju aðildarríki sáttmálans skylt að lögsækja þann eða þá sem framið hafa eða fyrirskipað framkvæmd stríðsglæpa og dveljast innan lögsögu viðkomandi ríkis. Ríkjum er einnig heimilt að framselja sakamenn til annars ríkis (sjá fskj.4) samkvæmt nánari reglum. Samkvæmt íslenskum lögum telst einnig stuðningur við refsivert athæfi til saknæms verknaðar.
4. Í svarbréfi frá embætti ríkissaksóknara dags. 19. júní 1996 (sjá fskj.5) er erindi undirritaðs vísað frá án efnislegra raka. Í bréfi undirritaðs til embættis ríkissaksóknara frá 8.7.96 (sjá fskj. 6) er beðið um "efnislegan rökstuðning fyrir þessa afgreiðslu máls". Í svari embættisins frá 23. ágúst 1996 kemur heldur enginn efnislegur rökstuðningur heldur eingöngu vakin athygli á ákvæðum laga um landsdóm nr. 3,1963. Ríkissaksóknari véfengir ekki þær staðreyndir að hundruð þúsund barna hafi látist í Írak frá því viðskiptabannið var sett á, að viðskiptabannið sé meðvaldandi að þessum dauða og að Ísland sé aðili að þessu viðskiptabanni.
5. Embætti ríkissaksóknara hefur þannig vikið sér undan að fjalla efnislega um kæruatriðin. Embættið hefur ekki sýnt fram á, að því væri óheimilt að taka sér ákæruvald í þessu máli heldur lét við það sitja að "vekja athygli" á önnur lög sem embættið gaf í skyn að gætu átt við. Ríkissaksóknari vék sér jafnframt undan því, í samtali sem undirritaður ásamt Leifi Þórarinssyni, tónskáldi, áttum við hann á skrifstofu embættisins, að staðfesta það skriflega að embætti sínu væri óheimilt að taka sér ákæruvald í máli vegna fyrrverandi ráðherra, þ.e. í framlögðu máli.
6. Með framferði sínu hefur ríkissaksóknari, að dómi undirritaðs, gróflega misbeitt valdi sínu, sem sé skyldu hans til að meta efnislega hvort höfða skuli opinbert mál vegna mannlegra athafna sem leitt hafa, eða talið er að hafa leitt, til dauða hundruð þúsunda barna, og þar sem íslenskir borgarar hafa komið nærri. Ríkissaksóknari verður að gæta sanngirnis og óhlutdrægni í meðferð mála, hver svo sem meintir sakamenn eru. Það er ekki í samræmi við grundvallarreglur réttarríkis né í samræmi við ófrávíkjanlegar reglur þjóðaréttar um mannréttindi að ríkissaksóknari geti að eigin geðþótta komið í veg fyrir réttarfarsaðgerðir vegna alvarlegra brota opinberra embættismanna á ófrávíkjanlegum ákvæðum þjóðaréttar, þ.m.t. ákvæðum alþjóðlegra mannúðarsamninga og þeirra venjureglna sem gilda um virðingu fyrir mannréttindum.
7. Framferði saksóknara er ekki heldur, að áliti undirritaðs, í samræmi við þær vinnureglur sem samþykktar voru á alþjóða ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hlutverk saksóknara (Havana, Cuba, 27.8.1990-7.9.1990). Þar segir m.a.
"Prosecutors shall give due attention to the prosecution of crimes committed by public officials, particularly corruption, abuse of power, grave violations of human rights and other crimes recognized by international law and, where authorized by law or consistent with local practice, the investigation of such offences. (undirstrikun E.D.)
8. Með framferði ríkissaksóknara hefur hann skaðað almenna hagsmuni, þar sem brot á ákvæðum Genfarsáttmálanna og alþjóðasamnings um þjóðarmorð eru talin brot gegn mannkyninu öllu, án tillits til landamæra eða lögsögu.
9. Samkvæmt 1.gr. Genfarsáttmálanna ber öllum aðildarríkjum skylda til þess að tryggja í hvítvetna virðingu fyrir þessum samningum, bæði innan eigin lögsögu og um allan heim. Af því leiðir að þegar vitneskja um dauða hundruð þúsunda óbreyttra borgara af manna völdum ber á borð saksóknara og þar sem grunur leikur á að einstaklingar sem dvelja innan íslenskrar lögsögu hafi átt þátt í því að valda þennan dauða, ber saksóknara að rannsaka málið til hlítar og höfða mál gegn hverjum þeim sem ku hafa átt þátt í því að valda þennan hrylling og dvelst innan íslenskrar lögsögu. Ekkert bendir til þess að ríkissaksóknari, sem gæslumaður þessa sáttmála fyrir hönd Íslands, hefur beitt þessu máli efnislegum tökum eða látið rannsaka málið. Hann hefur í stað þess vísað málið á þeirri forsendu að Íslandi væri skylt að gera það sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi skipað, án tillits til eðli þeirra aðgerða, til afleiðinga þeirra og til annarra skuldbindinga að þjóðarétti. Með framferði sínu hefur hann í raun reynt að koma í veg fyrir því að sakarefnið sjálft (að valda dauða hundruð þúsunda barna) verði metið og leitað sé lagalegrar ábyrgðar í málinu.
10. Með aðgerðaleysi sínu og neitun að framfylgja lagalegum skyldum að þjóðarétti, hefur saksóknari, að áliti undirritaðs, brotið trúnað almennings. Ef hann lætur sig lítt varða um dauða hundruð þúsunda barna, hvernig ættu almennir borgarar á Íslandi treyst að hann muni í framtíðinni framfylgja lögum t.d. í innlendum sakarmálum ? Hann hefur jafnframt bakað Íslandi, sem réttarríki, ómældu tjóni.
Gert í Reykjavík
19. mars 1998 (og lagfært 20 febr. 2002)