Hverjum var Skýrslan send eða erindi vegna hennar ?
Hverjum var Skýrslan send eða erindi vegna hennar ?
Alþingismenn
Skýrslan, sem er dagsett 20. október 1994, var tilbúin úr fjölföldun og bandi föstudaginn 21. október 1994. Þann dag voru tilbúin bréf til allra alþingismanna er þá voru taldir eiga sæti á Alþingi, sextíu og þriggja að tölu. Var sérstílað bréf ásamt eintaki af Skýrslunni til sérhvers alþingismanns afhent í anddyri Alþingishússins síðdegis þennan föstudag. Alþingismennirnir voru:
Jón Baldvin Hannibalsson, Össur Skarphéðinsson, Gísli Einarsson, Sighvatur Björgvinsson, Sigbjörn Gunnarsson, Gunnlaugur Stefánsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Petrína Baldursdóttir, Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Pétur Bjarnason, Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Halldór Ásgrímsson, Jón Kristjánsson, Jón Helgason, Guðni Ágústsson, Jóhann Einvarðsson, Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Björn Bjarnason, Eyjólfur Konráð Jónsson, Ingi Björn Albertsson, Sólveig Pétursdóttir, Geir H. Haarde, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Sturla Böðvarsson, Guðjón Guðmundsson, Matthías Bjarnason, Einar K. Guðfinnsson, Pálmi Jónsson, Vilhjálmur Egilsson, Halldór Blöndal, Tómas Ingi Olrich, Egill Jónsson, Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen, Eggert Haukdal, Ólafur G. Einarsson, Salome Þorkelsdóttir, Árni Mathiesen, Árni Árnason, Sigríður Anna Þórðardóttir, Svavar Gestsson, Guðrún Helgadóttir, Jóhann Ársælsson, Kristinn H. Gunnarsson, Ragnar Arnalds, Steingrímur J. Sigfússon, Hjörleifur Guttormsson, Margrét Frímannsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Kristín Einarsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Anna Ólafsdóttir Björnsson og Jóhanna Sigurðardóttir.
Bréfin voru þannig, öll samhljóða:
- "Virðulegi alþingismaður.
Sendi þér hjálagt skýrslu mína um samfélag, dags. 20. október 1994, sem fjallar um þrjú leyndarbréf, tengd Hæstarétti Íslands, og fleiri opinber skjöl, sem birt eru með skýrslunni. Einnig lýsir skýrslan viðleitni höfundar til að fá umfjöllun og aðgerðir opinberra aðila vegna leyndarbréfanna og viðhorfum hans, einkum til réttarfars í landinu. Leyndarskjölin sem stafa frá Hæstarétti Íslands eru frá febrúar 1994 og þau staðfesta afskipti Hæstaréttar Íslands af héraðsdómstólunum í landinu og Ríkisútvarpinu, en tengjast fleiri aðilum, svo sem stjórn Lögmannafélags Íslands og Dómsmálaráðuneytinu. Afskiptin telur skýrsluhöfundur að feli í sér stjórnarskrárbrot og önnur lögbrot manna sem gegna æðstu embættum lýðveldisins og er nánar greint frá því í skýrslunni. Meginmarkmið bréfs þessa er þó að hvetja þig, virðulegi alþingismaður, til þess að kynna þér leyndarbréfamál Hæstaréttar Íslands rækilega, því að réttarkerfisstofnanir með Hæstarétt Íslands sem höfuðstofnun hafa á hendi hina virku og endanlegu framkvæmd laga í landinu. Hún á að byggjast á lögum, settum af Alþingi, en ekki leyndartilskipunum. Einnig leyfi ég mér að skora á þig að hlutast til um að leyndarbréfamálið verði kannað af hlutlausum kunnáttumönnum, og verður þá væntanlega að leita til erlendra sérfræðinga auk íslenskra, vegna smæðar samfélagsins. Tel höfuðatriði að leyndarbréfamálið verði rækilega upplýst og almenningi verði gerð grein fyrir niðurstöðum. Einnig að leyndarbréf, sem ekki hafa verið ómerkt, verði ógilt formlega og að Alþingi geri ráðstafanir til að hætta á slysum og eða lögbrotum af þessu tagi verði sem minnst í framtíðinni."
Opinberar stofnanir og félög
Hinn 24. október 1994 var ýmsum opinberum stofnunum og félögum, hverju um sig, sent eintak af Skýrslunni ásamt bréfi. Stofnanirnar og félögin voru: Embætti forseta Íslands, Forsætisráðuneyti, Dómsmálaráðuneyti, Hæstiréttur Íslands, Ríkissaksóknaraembætti, Umboðsmaður Alþingis, Héraðsdómur Reykjavíkur, Héraðsdómur Vesturlands, Héraðsdómur Vestfjarða, Héraðsdómur Norðurlands vestra, Héraðsdómur Norðurlands eystra, Héraðsdómur Austurlands, Héraðsdómur Suðurlands, Héraðsdómur Reykjaness, Rannsóknarlögregla ríkisins, Lagadeild Háskóla Íslands, Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samtök um kvennalista, Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands, Orator, félag laganema og Dómarafélag Íslands.
Efni bréfsins var þetta:
- "Opinberu stofnanir og félög.
Ég leyfi mér að senda ykkur rit mitt, Skýrslu um samfélag, út gefið 20. október 1994, sem fjallar einkum um þrjú leyndarbréf, tengd Hæstarétti Íslands, en vísa einnig til áður sendra gagna minna, sem allir viðtakendur fengu á síðast liðnu vori, þegar undan er skilin Rannsóknarlögregla ríkisins og héraðsdómstólarnir átta. - Leyfi ég mér að óska eftir að stuðlað verði að ítarlegri könnun leyndarbréfamálsins með tilliti til meintra réttarbrota sem því geta tengst, en tel þó höfuðatriði, að leyndarbréfin verði afturkölluð eða ómerkt að því leyti sem þau mætti tengja Hæstarétti Íslands og öðrum opinberum stofnunum, Lögmannafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands. Þá hlýt ég einnig að óska eftir að almenningi verði kynnt sem fyrst viðhorf viðtakendanna, stofnananna og félaganna, um það hvort þær leggi til að málið verði rannsakað. Þar sem að því er stefnt að ritið Skýrsla um samfélag verði uppistaða í bók sem ráðgert er að gefa út á þessu ári, tel ég mikilsvert að viðhorf opinberra aðila, sem tengjast réttarkerfinu, um leyndarbréfin, komi þar fram að því leyti sem þær telja það réttmætt. Sérstaklega er óskað eftir að Hæstiréttur Íslands upplýsi skriflega og sannanlega um tilurð leyndarbréfanna og forsendur. Einnig er mögulegt að koma athugasemdum, leiðréttingum, eða skýringum annarra viðtakenda, vegna efnis rits míns, í ráðgerðri bók ef talin verða tilefni til þess, enda berist þær fyrir 10. nóvember 1994."
Sambönd og félög
Bréf, dags. 25. okt. 1994, ásamt eintaki af Skýrslunni, var sent nokkrum samböndum og félögum, hverju fyrir sig. Þau voru: Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja,
Sjómannasamband Íslands, Landsamband smábátaeigenda, Landsamband íslenskra útvegsmanna, Bandalag háskólamenntaðra manna, Félag íslenskra iðnrekenda, Stéttarsamband bænda, Búnaðarfélag Íslands, Verkamannasamband Íslands, Kennarasamband Íslands og Lögreglufélag Reykjavíkur. Efni bréfsins var þetta:
- "Virðulegu sambönd og félög.
Ég leyfi mér að senda ykkur rit mitt, Skýrslu um samfélag, dags. 20. október 1994, sem fjallar um þrjú leyndarbréf, tengd Hæstarétti Íslands, sem rituð voru í febrúar 1994. Ég tel að með ritun leyndarbréfanna hafi forseti Hæstaréttar Íslands brotið gegn lögum og starfsskyldum sínum, reyndar einnig stjórnarskrárákvæðum. Skýrslan greinir frá tilraunum mínum til að fá staðfestar upplýsingar um leyndarbréfin, viðbrögðum opinberra aðila við þeim tilraunum og ýmsum viðhorfum mínum. - Ég leyfi mér að vænta að þið, virðulegu sambönd og félög, kynnið ykkur leyndarbréfin og efni skýrslunnar eftir því sem aðstæður leyfa og ástæður þykja til. En ég skora á ykkur, vegna þeirra miklu hagsmuna, sem þið hafið tekist á hendur að gæta, að þið, virðulegu sambönd og félög, gangið sjálf fram í því að fá upplýsingar um leyndarbréfin og þýðingu þeirra hjá opinberum aðilum sem um þetta hafa að segja. Til upplýsinga er sérstaklega bent á Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, sem fer með yfirstjórn dómsmála í landinu, Hæstarétt Íslands, en forseti Réttarins hefur undirritað þessi þrjú leyndarbréf, héraðsdómstólana í landinu, sem hafa móttekið tvö leyndarbréfanna og Ríkisútvarpið, sem hefur móttekið eitt leyndarbréfanna. Það leyndarbréf var lagt fram á fundi útvarpsráðs 25. febrúar 1994, en útvarpsstjóri svaraði síðan forseta Hæstaréttar 7. mars 1994. Ritun og sending leyndarbréfanna í tengslum við Hæstarétt Íslands felur í sér byltingarkennda nýjung í stjórnarháttum landsins, utan við lög og rétt, sem mjög erfitt hefur verið að fá upplýsingar um, bæði hvað varðar lagalegar forsendur og formlegar staðfestingar. En ljóst má vera að alla Islendinga varðar þetta miklu. Það er aldrei að vita hvenær menn þurfa eða vilja fá staðfestan rétt sinn fyrir dómi. Og svo getur hitt líka gerst að mönnum sé stefnt fyrir dóm út af einkamáli eða þeir sóttir til saka vegna meintra refsiverðra brota. Dómar verða því verr viðsættanlegri sem meiri efasemdir sækja á um réttarfarið."
Afrit af bréfinu voru send Dóms- og kirkjumálaráðuneyti, Hæstarétti Íslands og Ríkisútvarpinu.
Blaðamannafélag, fjölmiðlar og Rithöfundasamband
Bréf, dags. 26. október 1994, var ásamt eintaki af Skýrslunni, sent til fjölmiðla og fleiri, sem eru:
Blaðamannafélag Íslands, Dagblaðið Vísir, Dagur, Morgunblaðið, Morgunpósturinn, Rithöfundasamband Íslands, Ríkisútvarpið - Fréttastofa Hljóðvarps, Ríkisútvarpið - Fréttastofa Sjónvarps, Ríkisútvarpið - útvarpsráð, Ríkisútvarpið - útvarpsstjóri, Stöð 2 og Bylgjan fréttastofa, Tíminn.
Bréfið er svo hljóðandi:
- "Virðulega Blaðamannafélag, fjölmiðlar og Rithöfundasamband. Ég leita til ykkar, vegna rits míns, Skýrsla um samfélag, sem út kom 20. október 1994, í nokkurs konar bráðabirgðaútgáfu, sem fylgir hjálagt. Ritið fjallar um þrjú leyndarbréf, tengd Hæstarétti Íslands, sem rituð voru í febrúar 1994, og send héraðsdómstólunum, Lögmannafélagi Íslands, Dómsmálaráðuneyti og Ríkisútvarpinu. Ritið greinir frá tilraunum mínum til að fá staðfestar upplýsingar um leyndarbréfin, viðbrögðum opinberra aðila við þeim tilraunum og viðhorfum mínum, m.a. um meint lögbrot, sem ég tel felast í ritun og sendingu bréfanna.
Markmið mitt með sendingu ritsins, Skýrsla um samfélag, til fjölmiðla, Blaðamannafélagsins og Rithöfundasambandsins, er að vekja athygli á aðgerðaleysi og þögn opinberra stjórnvalda og stjórnmálamanna um leyndarbréfin. Einnig óska ég eftir að fjölmiðlar upplýsi almenning um málið og fái og birti opinberlega afstöður þeirra embættismanna, sem leyndarbréfunum tengjast, svo sem dómsmálaráðherra, forseta Hæstaréttar Íslands, forstöðumanna héraðsdómstólanna og forsvarsmanna Ríkisútvarpsins. Í endanlegri útgáfu bókar um leyndarbréfin, sem að er stefnt mun verða leitast við að upplýsa um atvik eftir 20. október 1994, sem tengjast leyndarbréfunum og frásagnarverð kunna að teljast."
Við afhendingu bréfsins og Skýrslunnar á einn fjölmiðilinn spurði starfsmaður mig hvort sendingin varðaði mál mitt, sem fyrr á árinu hefði verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, sem ég játti. Starfsmaðurinn sagði þá eitthvað á þá leið að það mætti víst ekkert fjalla um þetta mál í fjölmiðlum. Athugasemd sem ég skildi á sama hátt fékk ég um málið frá starfsmanni annars fjölmiðils í maí 1994.
Dómendur í Byggungmáli
Hinn 27. október 1994 sendi höfundur dómendunum þremur í málinu nr. E-4677/1992 í Héraðsdómi Reykjavíkur erindi út af rekstri málsins, sem einnig tengdist málinu nr. E – 13502/1991 og lét fylgja eintak af Skýrslunni til hvers og eins, en þeir voru Hjördís Hákonardóttir, héraðsdómari og löggiltu endurskoðendurnir Þórdís K. Guðmundsdóttir og Stefán Svavarsson. Meginefni þessa bréfs var að gefa dómendunum kost á að koma að þeim athugasemdum sem þeir vildu koma að og óska upplýsinga um hvenær Hjördís Hákonardóttir, héraðsdómari, hefði fengið ódagsetta leyndarbréfið í hendur.
Forsvarsmenn Dagsljóss
Að morgni 27. október 1994 hringdi Fjalar Sigurðarson, einn starfsmanna Dagsljóss Ríkissjónvarpsins til mín sem leiddi til samtals okkar Sigurðar Valgeirssonar, forsvarsmanns Dagsljóss og bréfs míns til Dagsljóss Sjónvarpsins þann dag, sem berast átti til Sigurðar.
- "Vísa til samtals okkar í morgun og sendi hjálagt minnisatriði mín vegna samtals okkar Fjalars Sigurðarsonar og þín. Vegna yfirlýsingar Fjalars um að ekkert yrði fjallað um "leyndarbréfamál" í Dagsljósi, nema ég kæmi í viðtal, vil ég láta í ljós það viðhorf að ég vona að það hafi verið yfirlýsing sem átti við kvöldið í kvöld, þótt Fjalar hafi ekki tekið það glögglega fram. Sé svo ekki óskast upplýst á hverju þessi afstaða hafi verið byggð og hvort hún sé varanleg og ótímabundin. Ég vil einnig árétta þau sjónarmið sem ég lét í ljós í viðtalinu, sem sagt þau að það væri margfalt fréttnæmara að fá þá opinberu aðila, sem stóðu að leyndarbréfaskrifunum, þ.e. forseta Hæstaréttar Íslands, og einn viðtakenda eins bréfanna, dómsmálaráðherrann, til að fjalla um málið í fjölmiðlum. Að auki er dómsmálaráðherrann það stjórnvald sem fer með dómsmál og hefur skyldur til að upplýsa almenning um megintíðindi af þeim vettvangi. Ég tel algera nauðsyn og lögbundið að auki, að Ríkisútvarpið, Fréttastofur Hljóðvarps og Sjónvarps, sinni upplýsingaskyldum sínum hvað varðar "leyndarbréfamálið".
Eg vil einnig bæta því við að ég er reiðubúinn til að koma í viðtal hjá Dagsljósi, þegar forseti Hæstaréttar Íslands og dómsmálaráðherrann eru búnir að upplýsa opinberlega það sem þeir geta um "leyndarbréfamálið" eða búnir að yfirlýsa opinberlega að þeir vilji ekki fjalla um "leyndarbréfamálið" í fjölmiðlum.
Eg vil bæta því við að gefi dómsmálaráðherrann og eða forseti Hæstaréttar Íslands kost á því að ræða þetta mál í Dagsljósi í beinni útsendingu þá stendur ekki á mér að taka þátt í þeim umræðum eigi ég kost á því. Vænti skriflegs svars Dagsljóss við hentugleika eftir helgina."
Erlend sendiráð á Íslandi
Málþing Barnaheilla, sem höfundur frétti af í fjölmiðlum á haustmánuðum varð tilefni til hugleiðinga. Sérstaklega sú óvænta uppákoma að utanríkisráðherra landsins, Jón Baldvin Hannibalsson, skyldi vera þar meðal ræðumanna. Almennur áhugi hans á uppeldismálum og velferð barna gat vissulega verið ástæða fyrir erindi hans á þinginu. Fyrri störf hans staðfestu það. Efagirni höfundar greip samt önnur haldreipi. Yfirleitt leiða starfandi ráðherrar í ríkisstjórn hjá sér á opinberum vettvangi málefni sem heyra undir aðra ráðherra og barnaverndarmál hafa ekki verið talin meðal sérsviða Utanríkisráðuneytisins. Miðað við fjölmiðlafréttir virtist ráðherrann ekki vera að fjalla um barnaverndarmál almennt og heldur ekki að fjalla um mál Soffíu Hansen og dætra hennar og var það þó sérstakt viðfangsefni Utanríkisráðuneytisins. Ræða ráðherrans virtist helst snúast um réttleysi foreldris til að hafa samband og samneyti við barn sitt. Og hann mun hafa nefnt annan mann sérstaklega, James Grayson, Bandaríkjamann, sem hindraður hefði verið í að hafa símasamband við dóttur sína. Gat verið að óformlegt og þægilegt diplómatiskt spjall hefði að einhverju leyti verið hvati að ræðu ráðherrans?
Fréttin af ræðu ráðherrans varð tilefni til hugleiðinga höfundar um réttarstöðu erlendra manna á Íslandi. Ef til vill voru þeir enn lakar settir en Íslendingar sem eiga oft stuðning í frænd- og vinagarði og innhlaup hjá pólitískum samherjum og jafnvel andstæðingum? Var ekki ástæða til að reyna að upplýsa erlend sendiráð á Íslandi um stöðuna í réttarkerfinu? Mikilvægi hagsmunanna sem í húfi gátu verið svipti burt efasemdum um þetta alvarlega skref, en rétt þótti að gera opinberum aðilum grein fyrir þessum aðgerðum fyrirfram.
Hinn 1. nóvember 1994 var svohljóðandi bréf sent Utanríkisráðuneytinu, en afrit af því voru send Dómsmálaráðuneyti, embætti forseta Íslands, Hæstarétti Íslands, Forsætisráðuneyti, Ríkissaksóknaraembætti, Rannsóknarlögreglu ríkisins, Lögmannafélagi Íslands og héraðsdómstólunum:
- "Ég leyfi mér að senda Utanríkisráðuneytinu hjálagt rit mitt: "Skýrsla um samfélag", dags. 20. október 1994, sem ég hef áður sent flestum réttarkerfisstofnunum lýðveldisins, alþingismönnum, stórum hagsmunasamtökum og stærstu fjölmiðlum.
Jafnframt óska ég eftir að Utanríkisráðuneytið upplýsi mig skriflega um hvaða erlendu ríki hafa sendiráð eða aðalræðismenn hér á landi. Óskast upplýst hvar sendiráðin eða aðalræðismennirnir hafa aðsetur.
- Hef ég í huga að senda þessum opinberu fulltrúum erlendu ríkjanna ofan greint rit mitt til upplýsinga um réttarfar í landinu. Meginniðurstöður þess eru þær, að forseti Hæstaréttar Íslands hefur skrifað þrjú leyndarbréf til héraðsdómstólanna í landinu, Dómsmálaráðuneytisins, Ríkisútvarpsins, og Lögmannafélags Íslands. Í þessum leyndarbréfum er farið niðrandi orðum um lögmenn og fyrsta leyndarbréfinu fylgdi listi, sem flokkaði lögmenn eftir fjölda kærumála þeirra til Hæstaréttar Íslands árið 1993. Jafnframt voru í fyrsta bréfínu fullyrðíngar um meintar óréttmætar aðgerðir lögmanna í tengslum við kærumál fyrir Hæstarétti Íslands.
- Viðbrögð opinberra íslenskra aðila við þessum leyndarbréfaskrifum forseta Hæstaréttar Íslands hafa til þessa verið þögn og aðgerðaleysi.
- Tel ég mikilsvert að sendiráð og aðalræðismenn erlendu ríkjanna nér á landi fái að vita um þessi leyndarbréf, tengd Hæstarétti Íslands, sem ekki er kunnugt um að tíðkist í réttarríkjum. Gætí það auðveldað ráðgjöf þeirra til erlendra aðila, sem eiga viðskipti við íslenska aðila eða þurfa að sæta málsókn hér á landi."
Þögn og aðgerðaleysi Utanríkisráðuneytisins var líklegasta svarið að mati höfundar.
Aðrir opinberir aðilar, þeir sem fengu afritið af bréfinu, voru nú líklegri til aðgerða, því sending af þessu tagi kom verr við þá en jafnvel Utanríkisráðuneytið. En þá gerðist hið óvænta. Svar barst frá Ráðuneytinu. Það var fylgibréf, dagsett 9. nóvember 1994, sent með skírskotun til bréfs höfundar frá l. nóvember 1994. Málefni fylgibréfsins var:
"Diplomatic List and List of Honorary Consuls in Iceland". Og því fylgdi diplómatalisti Utanríksráðuneytísins með margvíslegum upplýsingum um utanríkisþjónustuna, meðal annars þær sem höfundur hafði beðíð um.
Hinn 14. nóvember 1994 ritaði höfundur sendiráðum Kína, Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Noregs, Rússlands, Svíþjóðar, Stóra – Bretlands og Bandaríkjanna svohljóðandi bréf og sendi hverju þeirra ásamt eintaki af Skýrslunni. Afrit fylgdu til Hæstaréttar Íslands, Dómsmálaráðuneytís, Forsætisráðuneytis, Utanríkisráðuneytis og Lögmannafélags Íslands:
- "Virðulegu erlendu sendiráð á Íslandi.
"Ég undirritaður, sem hef starfað sem lögmaður í Reykjavík tæp tuttugu og fimm ár og sem hæstaréttarlögmaður síðan 1980, tel mér skylt að upplýsa erlend sendiráð á Íslandi um meint alvarleg lögbrot, sem ég tel hafa átt sér stað í íslenska réttarkerfinu og tengjast æðstu stofnunum þess. Þessi meintu lögbrot, sem ég tel vera, felast í því að forseti Hæstaréttar Íslands hefur skrifað þrjú leyndarbréf til héraðsdómstólanna í landinu, Dómsmálaráðuneytisins, Ríkisútvarpsins og Lögmannafélags Íslands. Í þessum leyndarbréfum er farið niðrandi orðum um lögmenn og fyrsta leyndarbréfinu fylgdi listi, sem flokkaði lögmenn eftir fjölda kærumála þeirra árið 1993. Jafnframt voru í fyrsta leyndarbréfinu fullyrðingar um meintar óréttmætar aðgerðir lögmanna í tengslum við kærumál fyrir Hæstarétti Íslands. Ég hef ítrekað reynt að kynna íslenskum embættismönnum og stjórnmálamönnum að með ritun leyndarbréfanna, sendingu þeirra og móttöku, hafi verið brotnar grundvallarreglur og hef ítrekað óskað opinberrar rannsóknar á leyndarbréfaskrifunum. Viðbrögð opinberra íslenskra aðila við leyndarbréfaskrifum forseta Hæstaréttar Íslands hafa til þessa verið þögn og aðgerðaleysi.Vegna hagsmuna erlendra aðila hér á landi, sem geta verið mjög mikilsverðir og viðkvæmir, svo og af öðrum ástæðum, tel ég mér skylt að upplýsa sendiráð erlendra ríkja á Íslandi um ritun og sendingu leyndarbréfanna. Sendi ég því hjálagt rit mitt um leyndarbréfin: Skýrsla um samfélag, útgefið 20. október 1994, til ykkar, virðulegu sendiráð.
Íslenskir fjölmiðlar hafa alloft upplýst um leyndarbréfin, en ekki upplýst um skýringar viðkomandi opinberra íslenskra embættismanna á þeim. Bréf þetta sendi ég í framhaldi af bréfi mínu til Utanríkisráðuneytisins, dags. 1. nóvember 1994, og fylgibréfi Ráðuneytisins, dags. 9. nóv. 1994, til mín en því fylgdi diplómatalisti Ráðuneytisins frá febrúar 1994."
Eftir á að hyggja hlýtur þögn og aðgerðaleysi þeirra opinberu aðila sem fengu afrit af bréfi mínu frá 1. nóvember 1994 að hafa ýmsum verið þungbær. Íslensk stjórnvöld hafa oft tækifæri til að leiðrétta mál gagnvart Íslendingum, en það á síður við þegar erlendir aðilar eiga í hlut. Svo er eftir viðfangsefni íslenskra embættismanna að eiga skipti við og reyna að halda til haga íslenskum hagsmunum gagnvart fulltrúum erlendra ríkja sem gátu haft upplýsingar úr Skýrslunni.
Höfundi er enn fast í hendi það haldreipi að óformlegt þægilegt spjall diplómata geti verið og hafi ef til vill verið jákvæður áhrifavaldur í íslensku réttarfari og þjóðlífi og það er ekki bundið við mál James Grayson. Hitt er líka mögulegt að óformlegt þægilegt spjall norskra og kanadískra diplómata um vandræðamál á Íslandi og réttindi tengd Svalbarða hafi orðið þess valdandi að Íslendingar voru ekki virtir þess viðlits að fá upplýsingar um Svalbarðamál fyrr en eftir að þau voru til lykta leidd í byrjun árs 1995.
Forystumenn stjórnmálahreyfinga ungs fólks
Fundur sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur að kvöldi l. nóvember 1994 og var sjónvarpað í Ríkissjónvarpinu var tilefni til aðgerða höfundar. Á fundinum komu fram forsvarsmenn fimm þingflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Einnig fimm ungir menn sem áttu frumkvæði að boðun fundarins og tluttu þar framsögu, þau Ása Richardsdóttir, Ægir Karl Ægisson, Sif Friðleifsdóttir, Eiríkur Bergmann Eiriksson og Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Þetta unga fólk varð að upplýsa með því að senda Skýrsluna og svohljóðandi bréf, dags. 3. nóvember 1994, hvers afrit voru send Hæstarétti Íslands og Dómsmálaráðuneytinu:
- "Ágætu forystumenn stjórnmálahreyfinga ungs fólks. Ég vísa til fundar sem þið, ungu stjórnmálamenn, áttuð hlut að boðun á í Ráðhúsi Reykjavíkur, í fyrrakvöld, um jöfnun atkvæðisréttar kjósenda við kosningar til Alþingis.
- Vil ég þakka frumkvæði ykkar og óska ykkur allrar farsældar í því máli sem öðrum.
Erindi mitt við ykkur varðar ekki setningu laga, heldur lagaframkvæmd, það er starfshætti dómstólanna í landinu, sérstaklega starfshætti Hæstaréttar Íslands. Hann hefur síðasta orðið um öll mál sem til hans er skotið og þar með er hann mjög ráðandi um alla lagaframkvæmd í landinu. Leyfi ég mér að upplýsa í þessu sambandi að hér á Íslandi hafa mál þróast á allt annan veg en í nágrannalöndum okkar, þegar Færeyjar eru undan skildar. Efnahagskreppan hefur þó einnig verið í öðrum löndum. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, upplýsti á síðast liðnu sumri, að þjóðartekjur á mann á Íslandi hefðu minnkað um 20 % á síðustu árum. Erindi mitt við ykkur um starfshætti Hæstaréttar Íslands varðar meint lögbrot starfandi hæstaréttardómara, sérstaklega forseta Hæstaréttar Íslands, sem í réttarríkjum mundu vera talin mjög alvarleg. Tengist Dómsmálaráðuneyti, héraðsdómstólar lýðveldisins og Lögmannafélagið, auk annarra, meintum lögbrotum. Hjálagt sendist rit mitt: "Skýrsla um samfélag", dags. 20. október 1994, til upplýsinga. En það fjallar einkum um þrjú leyndarbréf, frá febrúar 1994, rituð af forseta Hæstaréttar Íslands. Viðbrögð embættismanna réttarkerfisíns í landinu og stjórnmálamanna ( allir alþingismenn þjóðarinnar hafa fengið skýrsluna ) eru þögn og aðgerðaleysi.
Ég leyfi mér að óska þess að þið, ungu stjórnmálamenn, kynnið ykkur efni Skýrslunnar og leitist við að upplýsa félaga ykkar í stjórnmálahreyfingum ungs fólks um málið. Þá er á þessu stigi ákaflega mikilsvert að forystumenn réttarkerfisins, t.d. dómsmálaráðherrann eða aðrir æðstu embættismenn réttarkerfisins, gefí upplýsingar um leyndarbréfin. Svo sem á hvaða lagaákvæðum ritun þeirra er byggð, hvaða samþykktir Hæstiréttur Islands hefur gert varðandi leyndarbréfin og annað sem máli skiptir."
Umboðsmaður barna
Líklega eru fá málefni sem opna eins auðveldlega huga fólks fyrir sjálfsásökunum vegna eigin mistaka og mál sem tengjast börnum. Málefni barna eru með þeim mikilsverðustu og viðkvæmustu sem opinberir aðilar fjalla um. Lögmannsstörfin höfðu sannfært mig um alvarlega galla á skipan og framkvæmd þessara mála hér á landi og ýmislegt annað hneig í sömu átt. Ég þarf ekki að efast um góðan hug manna sem að þessum málum hafa unnið, en það er lítil von til að göngumaður rati réttan veg ef hann hefur vitlaust kort og fær ranga leiðsögn til að fara eftir. Til útskýringa vil ég upplýsa að ég tel foreldri og aðra í stöðu villugjarns ferðalangs þegar þeir eru er ekki glögglega upplýstir um fyrir fram að úrskurður stjórnvalds, Dómsmálaráðuneytis, í forræðismálum, hefur ekki meðal annarra þjóða sama gildi og ákvörðun sem tekin hefði verið í dómi. Er óvarlegt að láta stjórnvaldsúrskurði í forræðismálum vera aðalaðferð í stað dómsmeðferðar á tímum mikilla samskipta fólks af ólíku þjóðerni. Og ég tel það ranga leiðsögn til þeirra sem starfa að barnaverndarmálum að halda leyndum gagnvart hlutaðeigandi mikilsverðum upplýsingum sem jafnvel forræðissvipting kann að vera byggð á. Jafnvel aðeins hugmyndin um sviptingu forræðis barns er alvarleg og getur veríð skaðleg gagnvart foreldri. Foreldrið sjálft og þeir sem kvaddir eru til ráðgjafar, til dæmis aðstandendur foreldris, vinir eða lögmenn, verða að fá í hendur traustar upplýsingar um meintar sakir til að geta rökstutt gagnvart foreldrinu að rétt sé að samþykkja sviptingu.
Sú röksemd sem helst heyrist nefnd fyrir því að halda upplýsingum leyndum gagnvart foreldri er sú að upplýsingagjöfin sé líkleg til að valda barni eða aðstandendum tjóni. Er það þá byggt á því foreldrið sé líklegt til að hefna sín á þeim sem upplýsingarnar gaf, barni eða öðrum nánum aðstandanda. Þessi skýring getur átt við en aðeins í samfélagi sem býr við slakt stjórn- og réttarkerfi og það er bara ein hlið af mörgum. Oft gerist það að menn sjá villur síns vegar og breyta samkvæmt því og svo er hitt líka til, hafi upplýsingar verið rangar, að menn fyrirgefa jafnvel alvarlegustu misgerðir. Er það forsvaranlegt að svipta foreldri forræði barns og byggja það á leynilegum upplýsingum vegna þess að stjórn- og réttarkerfinu sem í hlut á er ekki treyst til að taka réttilega á málum síðar?
Starfsaðstæður umboðsmanns barna, þær sem að framan er lýst, eru ekki álitlegar og réttarkerfið og stjórnkerfið að öðru leyti er illa búið til að taka farsællega á þessum málum.
Skipun Þórhildar Líndal, lögfræðings og þáverandi starfsmanns Forsætisráðuneytis, í nýtt embætti umboðsmanns barna um mánaðamótin október / nóvember 1994 var tilefni bréfs til hennar, en afrit þess voru send Hæstarétti Íslands og Dómsmálaráðuneytinu. Bréfið, sem er dags. 3. nóvember 1994, var svohljóðandi:
- "Ég leyfi mér að óska þér til hamingju með skipun þína sem fyrsta umboðsmanns barna og óska þér jafnframt allrar farsældar. Erindi mitt við þig varðar starfið sem þú hefur verið skipuð til að gegna, en ég vil ekki draga að upplýsa þig um meint alvarleg lögbrot sem ég tel að framin hafi verið með ritun þriggja leýndarbréfa, í febrúar 1994, og tengd eru Hæstarétti Íslands. Tvö leyndarbréfanna voru send héraðsdómstólunum, en þau tengjast að auki Dómsmálaráðuneytinu, Lögmannafélagi Íslands, Dómarafélagi Íslands og Ríkisútvarpinu. Leyndarbréfin eru öll undirrituð af Hrafni Bragasyni, forseta Hæstaréttar Íslands. Tel ég mér skylt að upplýsa þig, skipaður umboðsmaður barna, um þessi meintu lögbrot með því að senda þér rit mitt: "Skýrsla um samfélag", útgefið 20. okt. 1994, þar sem dómstólar lýðveldisins, bæði Hæstiréttur Íslands og héraðsdómstólarnir, svo og Dómsmálaráðuneytið, eru veigamestu úrskurðaraðilar um réttindi tengd börnum. Leyfi ég mér jafnframt að skora á þig að kynna þér þetta mál hjá opinberum aðilum, sem um það hafa að segja, svo sem hjá dómsmálaráðherra og öðrum æðstu embættismönnum réttarkerfisins. Málefni barna krefjast "hreins borðs" umboðsmanns barna þegar hinn l. janúar 1995.
Þar sem ráðgert er að gefa út bók um leyndarbréfin þrjú væru vel þegnar upplýsingar um viðbrögð umboðsmanns barna við þessu erindi mínu við fyrsta tækifæri og mun ég þá leitast við að greina frá þeim í bókinni."
Háskólaráð Háskóla Íslands
Meðal þeirra sem helst létu í sér heyra á haustmánuðum um niðurskurð fjárveitinga og samdrátt, vafalaust með réttu, voru háskólamenn. Höfundi fannst einnig að fáir menn væru eins illa misnotaðir í glans- og blekkimyndagerð valdhafa og sumir úr hópi háskólamanna. Þetta ásamt fleiru var tilefni til að rita Háskólaráði bréf hinn 7. nóvember 1994, sem var sent háskólarektor ásamt Skýrslunni, en afrit voru send Hæstarétti Íslands og Dómsmálaráðuneytinu. Eftir inngang um meint alvarleg lögbrot æðstu embættismanna lýðveldisins og þögn þeirra, var seinni hluti bréfsins svohljóðandi:
- "Ástæður þess að ég sný mér til Háskólaráðs með erindi þetta eru þær að Lagadeild og Félagsvísindadeild Háskólans hafa ekki látið neitt í sér heyra um þessa alvarlegu þróun stjórnarhátta æðstu embætta lýðveldisins. Virðist mér þær þó hafa lögbundnar skyldur til að gera það, auk þess sem fjárskort sem heftir starfsemi Háskólans og margra fleiri, má rekja til slaks réttarfars í landinu. Lagadeildin og Félagsvísindadeildin hafa þó verið að fá gögn um þessi leyndarbréf síðan í maí 1994.
Virðist mér að fjárskortur Háskólans hafi leitt til þess að starfsmenn hans hafa í nafni Háskólans tekið að sér að semja lögfræðileg álit og önnur álit fyrir valdhafana í landinu og jafnframt að gera skoðanakannanir um fylgi almennings við ríkjandi stjórnmálaöfl. Hefur mér komið til hugar að það gæti verið skýringin á þögn Lagadeildarinnar og Félagsvísindadeildarinnar.
Þar sem leyndarbréfin og viðbrögð opinberra embætta við þeim varða grundvallaratriði í stjórnarháttum lýðveldisins leyfi ég mér að óska eftir að Háskólaráð hlutist til um að þær stofnanir Háskólans, sem hlut eiga að málinu, kanni leyndarbréfamálið og geri viðeigandi ráðstafanir svo að almenningur verði var við."
Ríkisendurskoðun
Fáar opinberar stofnanir hafa eins margvísleg störf á hendi og eins mikil völd í samfélaginu um þessar mundir og Ríkisendurskoðun. Tilefni var því til að senda stofnuninni Skýrsluna ásamt bréfi hinn 7. nóv. 1994. Afrit voru send Hæstarétti Íslands og Dómsmálaráðuneytinu. Eftir inngang um leyndarbréfin og meint lögbrot æðstu embættismanna svo og þögn fjölmiðla, var bréfið svohljóðandi:
- "Ástæður þess að ég vil upplýsa Ríkisendurskoðunina um leyndarbréfin og mál þeim tengd, sem koma fram í riti mínu eru þær, að ég tel nauðsynlegt að Ríkisendurskoðunin viti af þessum frávikum frá lögbundinni og venjubundinni lagaframkvæmd og stjórnsýslu og geri ráðstafanir til að kanna þessi máli og upplýsa. Tel ég að Ríkisendurskoðuninni sé skylt að greina endurskoðunarmönnum ríkisreikningsins formlega og sannanlega frá þessum leyndarbréfum og geta um þau í ársskýrslu, sem fylgir ríkisreikningi, svo að alþingismenn og allur almenningur geti fengið upplýsingar um leyndarbréfin frá Ríkisendurskoðun. Enda hafi málið ekki verið rannsakað opinberlega af öðrum og almenningi gerð grein fyrir því. Ég hlýt einnig að benda á að upplýsingar um meint alvarleg lögbrot æðstu embættismanna í störfum þeirra, sem ekki hefur verið hnekkt, kalla á miklu víðtækari og nákvæmari endurskoðunaraðgerðir af hálfu Ríkisendurskoðunar en almennt mundu vera taldar duga.
Vil að lokum benda á að frávikin frá lögbundinni og venjubundinni stjórnarframkvæmd opinberra aðila virðist vera víðar en almennt má gera ráð fyrir. Beiðni formanns Alþýðuflokksins til Ríkisendurskoðunar um sérstaka athugun á stjórnaraðgerðum Guðmundar Árna Stefánssonar, núverandi félagsmálaráðherra, en áður heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra, bendir til þess. En ekki síður það að Ríkisendurskoðunin virðist hafa ljáð máls á því að framkvæma slíka sérstaka athugun."
Forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytis
Þar sem viðbrögð eða svör opinberra stofnana voru í minna lagi taldi höfundur nauðsynlegt að senda starfsmönnum réttarkerfisstofnana erindi vegna leyndarbréfamálsins. Var byrjað á að senda forsvarsmönnum Dómsmálaráðuneytisins þeim Þorsteini Geirssyni, Ara Edwald, Ólafi W. Stefánssyni, Jóni Thors, Þorsteini Jónssyni, Drífu Pálsdóttur og Hjalta Zophóníassyni, hverju um sig, bréf, dags. 22. nóvember 1994, ásamt Skýrslunni. Afrit var sent Hæstarétti Íslands. Eftir inngang bréfsins segir:
- "Tel ég að ritun og sending og móttaka leyndarbréfanna ásamt leynd þeirra eigi enga stoð í grundvallarlögum lýðveldisins og feli því í sér alvarleg lögbrot.
- Þá kemur fram í Skýrslunni að meint önnur lögbrot hafi átt sér stað í Héraðsdómi Reykjavíkur, þ.e. rangt embættisvottorð dómstjórans við Héraðsdóm Reykjavíkur og röng og óréttmæt framkvæmd þinghalds fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 20. apríl 1994, en í því þinghaldi var Valtýr Sigurðsson héraðsdómari.
Þá verður að vísa sérstaklega til hæstaréttardóma í málunum nr. 172/1994 og nr. 185/1994, sem dæmt var í 29. apríl og 18. maí 1994, sem vikið er að í Skýrslunni. Í báðum þessum málum var bent á alvarleg atvik, sem gátu varðað vanhæfi hæstaréttardómaranna, sem dæmdu í málunum. Eru í dómunum ekki gerðar tilraunir til að hnekkja efnislega þeim alvarlegu sökum sem fram koma í skjölum málsins og hæstaréttardómararnir eru bornir. Í síðari dóminum er jafnframt yfirlýst um vanhæfi annars málflytjandans til að tlytja mál fyrir Hæstarétti Íslands, ekki aðeins í því máli, sem verið var að dæma í heldur einnig í fjórum öðrum hæstaréttarmálum, sem áður hafði verið dæmt í.
Ekki voru lögð fram nokkur gögn eða sett fram rök, svo vitað sé, um meint vanhæfi þess máltlytjanda, sem í hlut átti. Dæmt var í málinu nr. 185/1994 eins og hæfur málflytjandi hefði flutt málið og ekkert þeirra mála, sem Hæstiréttur kvað á um að áður hefðu verið flutt af vanhæfum málflytjanda, hefur verið endurupptekið og endurflutt.
Leyfi ég mér að skora á ykkur, virðulegu forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytis, að þið hlutist til um að fram fari opinber rannsókn á þeim meintu lögbrotum, sem Skýrslan fjallar um."
Forystumenn Þjóðvaka
Laugardaginn 26. nóvember 1994 var haldinn í Reykjavík fundur til undirbúnings stofnunar nýs stjórnmálaafls, Þjóðvaka. Fréttir af þessum fundi voru tilefni til að skrifa hinn 28. nóvember 1994 ræðumönnum á fundinum og senda þeim eintak af Skýrslunni. Þeir voru auk Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismanns, sem áður hafði fengið erindi út af málinu, Þorsteinn Hjartarson, Ásta B. Þorsteinsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Runólfur Ágústsson og Sigurður Pétursson.
Niðurlag bréfsins, hvers afrit var sent Hæstarétti Íslands, Dómsmálaráðuneyti og Jóhönnu Sigurðardóttur, alþm., var svo hljóðandi:
- "Virðulegu forystumenn Þjóðvaka. Ég skora á ykkur að kynna ykkur Skýrsluna og önnur þau gögn sem ykkur eru tiltæk um mjög alvarleg mistök og eða lögbrot í réttarkerfi landsmanna. Og ég skora á ykkur að hvetja alþingismann ykkar, frú Jóhönnu Sigurðardóttur, og aðra alþingismenn, sem þið kunnið að eiga aðgang að, að spyrjast fyrir um þetta mál á Alþingi og gera ráðstafanir til að leiðrétta það sem miður kann að hafa farið. Barátta Þjóðvaka fyrir mannréttindum og að Íslendingar sem þjóð njóti mannauðs síns og rísi úr kreppu hlýtur að byggjast á því að dómstólar lýðveldisins skrifi ekki og geymi ekki leyndarbréf og fylgi grundvallarreglum réttarríkja."
Saksóknarar
Næsti hópur manna sem ástæða var talin til að senda erindi vegna Skýrslunnar voru saksóknarar. Sérstakt eintak af Skýrslunni var ekki sent hverjum og einum, þar sem upplagið var nú að mestu uppurið, enda átti Skýrslan og fleiri skjöl, tengd leyndarbréfamálinu, að liggja fyrir hjá embætti þeirra, Ríkissaksóknaraembættinu.
Bréfið til þeirra er dagsett 30. nóvember 1994 og það er stílað til Braga Steinarssonar, Björns Helgasonar, Egils Stephensen og Sigríðar Jósefsdóttur. Afrit af því var sent Hæstarétti Íslands, Dómsmálaráðuneytinu, Hallvarði Einvarðssyni, ríkissaksóknara, formanni Lögmannafélagi Íslands, Ragnari Aðalsteinssyni og forseta Lagadeildar Háskóla Íslands, Gunnari G. Schram. Eftir inngang segir svo í bréfinu:
- "Ég vil einnig að fram komi, að mér virðist ekki stætt á því lagalega og af öðrum almennum ástæðum að ákæra aðeins í málum sem varða almenna borgara, en láta vera að rannsaka mál, sem varða meint lögbrot æðstu embættismanna lýðveldisins. Slík brot eru víðast hvar með þeim refsinæmustu og hafa oft í för með sér margvísleg önnur lögbrot og misrétti. Þá tel ég einnig að lagalegar forsendur fyrir störfum saksóknara gagnvart þeim sem kunna að hafa brotið gegn refsiákvæðum laga séu þær, að þau úrræði sem ætluð eru til að tryggja borgurunum heiðarlega og lagalega rétta málsmeðferð hjá rannsóknaraðilum og fyrir dómi séu til staðar og séu ætíð virk. Tel ég að verulega skorti á að svo sé og vil nefna þessi atriði.
l. Rannsókn flestra opinberra mála fer fram í lokaðri lögreglustofnun, Rannsóknarlögreglu ríkisins, jafnan án þess sérstakur fulltrúi Ríkissaksóknara sé viðstaddur og oft án þess réttargæslumenn grunaðra manna séu til staðar og án þess að réttargæslumennirnir eða sakborningarnir hafi yfirsýn og upplýsingar um einstakar rannsóknaraðgerðir og geti borið hönd fyrir höfuð sér í tæka tíð. Er löng reynsla fyrir því að oft verða upplýsingar um að því er virðist smávægileg aukaatriði til að breyta eðli máls gagnvarr grunuðum manni. Hættan á að slík meint lítilvæg aukaatriði skili sér ekki réttilega til sýknu og refsilækkunar er veruleg, m.a. vegna þess að rannsóknarlögreglumennirnir sem vinna að skýrslutökum og margvíslegri annarri veigamestu gagnaöflun í opinberum málum eru jafnan ólöglærðir. Í þessari ábendingu er ekki verið að gefa til kynna að rannsóknarlögreglumennirnir vilji halla réttu máli eða gegni störfum sínum ekki af samviskusemi, þótt auðvitað sé ekki unnt að útloka að það geti gerst. Hér er fyrst og fremst átt við að mistök geta alls staðar gerst.
2. Fyrir liggur að dómarar Hæstaréttar Íslands hafa látið leyndarbréfaskrif forseta Hæstaréttar viðgangast, án aðgerða. Héraðsdómstólarnir hafa móttekið þessi leyndarbréf og allir, utan Héraðsdómur Vestfjarða, hafa haldið þessum bréfum leyndum, a.m.k. gagnvart mér og að því er ég best veit gagnvart öðrum lögmönnum. Hér liggja því fyrir með þessum leyndarskjölum sýnileg sönnunargögn um leynileg sambönd milli dómstóla sem eiga að starfa sjálfstætt og af óhlutdrægni. Kann að vera ómögulegt, bæði fyrir fulltrúa ákæruvaldsins og eins verjendur sakborninga eða sakborninga sjálfa að ná fram löglegri og heiðarlegri málsmeðferð af þessum sökum.
3. Með vísun til fullyrðinga Hæstaréttar Íslands í ódagsettu leyndarbréfi til héraðsdómstólanna og fleiri, um störf lögmanna að kærumálum til Hæstaréttar, vil ég láta í ljós þá skoðun að veruleg hætta er á að lögmenn sem taka að sér varnir í opinberum málum treysti sér ekki til að bera fram athugasemdir og mótmæli, sem þeir kunna að óttast að séu dómurum eða öðrum embættismönnum ekki þóknanlegar. Efni hins ódagsetta leyndarbréfs Hæstaréttar gefur gild tilefni til að óttast slík viðbrögð en að auki vil ég nefna að forseti Hæstaréttar Íslands hefur á sameiginlegum fundi Lögmannafélags Íslands og Dómarafélags Íslands, á Þingvöllum, í lok maí 1994, fjallað um sjúkan og eða sjúka lögmenn eins og fram kemur í Skýrslunni.
Ég tek fram, að ég fékk frá Hrafni Bragasyni sérstakt afsökunarbréf þar sem hann upplýsti að hann hefði ekki átt við mig sem sjúkan lögmann en ekki liggur fyrir við hvaða lögmann eða lögmenn hann átti á Þingvallafundinum sem sjúka lögmenn. En ljóst má vera að lögmenn hljóta að forðast ágreining við æðstu embættismenn réttarkerfisins, þegar þeir eiga svona meðferð á hættu, sem getur verið eyðileggjandi fyrir orðspor og starfsferil þeirra sem lögmanna.
Mannréttindi lögmanna er kapítuli fyrir sig í réttarkerfinu. En hætt er við að réttindum sakborninga sé verulega hætt fyrir rannsóknaraðilum og dómstólum, þegar lögmenn hafa veigamiklar ástæður til að óttast um starfsöryggi sitt.
Allt þetta, sem að framan er rakið, er þess eðlis að líklegt er að aðgerðir saksóknara gagnvart sökuðum mönnum fái ekki þau lagalegu mótmæli, rök og athugasemdir, sem réttarkerfi réttarríkja og ákvæði alþjóðlegra mannréttindasáttmála gera ráð fyrir. Þessar starfsaðstæður eru að sjálfsögðu óréttmætar gagnvart sökuðum mönnum, en þær eru einnig óréttmætar gagnvart ykkur, virðulegu saksóknarar, og í reynd algerlega óviðunandi.
Eins og áður er nefnt fylgir allri starfsemi einhver hætta á mistökum. Rekstri opinberra mála fylgja miklar hættur á mistökum og röngum niðurstöðum vegna viðleitni brotamanna til að leyna því sem gerst hefur. Hafi mistök orðið við rekstur opinbers máls hafa helstu varnir embættismanna jafnan verið þær að þeir hafi ætíð leitast við að fylgja lögum sem hafi átt að tryggja rétta málsmeðferð og jafnframt að ætíð hafi án tafa verið athuguð og leiðrétt meint mistök. Tíminn til að hefja athugun á þeim meintu mistökum og lögbrotum sem felast í leyndarbréfum forseta Hæstaréttar er kominn á áttunda mánuð að því er Ríkissaksóknaraembættið varðar. Mér er ekki kunnugt um nokkrar rannsóknaraðgerðir þess enn þá. Ég óttast að ritun leyndarbréfanna og viðbragðaleysi opinberra aðila við þeim meintu lögbrotum sem þeim tengjast verði metin á þann hátt að jafnvel afsakanleg mistök í opinberum málum verði ekki tekin gild sem slík. Slíkar aðstæður hafa margvíslegar hættur í för með sér bæði fyrir sakborninga, starfsmenn réttarkerfisins og samfélagið."
Mannréttindaskrifstofan
Hinn 1. desember 1994 var Mannréttindaskrifstofunni, Grettis
götu 94, Reykjavík, sent svo hljóðandi bréf ásamt eintaki af Skýrslunni:
- "Ég fékk í gær fundarboð frá Lögmannafélagi Íslands um fyrirhugaðan útvarpsfund Lögmannafélagsins, Mannréttindaskrifstofunnar og fleiri aðila um mannréttindakatla stjórnarskrárinnar, sem ráðgert er að halda í Súlnasal Hótel Sögu í dag, 1. desember 1994.
Af þessu tilefni leyfi ég mér að senda Mannréttindaskrifstofunni rit mitt: Skýrsla um samfélag, útg. 20. okt. 1994, sem fjallar einkum um þrjú leyndarbréf, undirrituð af forseta Hæstaréttar Íslands, en bréfin voru rituð í febrúar 1994. Aðilar sem tengdust leyndarbréfunum sem viðtakendur voru héraðsdómstólarnir í landinu, Dómarafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands, Dómsmálaráðuneytið og Ríkisútvarpið.
Ég læt einnig fylgja með afrit af bréfi mínu til tjögurra saksóknara, dags. í gær, sem lýsir meginviðhorfum mínum til þess hve rannsóknir opinberra mála hér á landi geta verið háskalegar, vegna slaks réttarkerfis."
Dómarar lýðveldisins
Hinn 14. desember 1994 var allflestum dómurum lýðveldisins sent erindi um leyndarbréfamálið. Miðað var við félagaskrá Dómarafélags Íslands með þeirri breytingu að æðstu mönnum dómstóla, svo sem dómstjórum var sleppt, enda talið að þeir hefðu áður fengið erindi um sama mál og Skýrsluna. Því miður voru ekki tiltæk eintök af Skýrslunni til að senda hverjum og einum, en þess í stað var vísað til þess að Hæstarétti Íslands, héraðsdómstólunum og ýmsum fleiri réttarkerfisstofnunum hefði verið send Skýrslan. Afrit af bréfinu voru send Hæstarétti Íslands, Dómsmálaráðuneytinu, Ríkissaksóknaraembættinu, Umboðsmanni Alþingis, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, Lögmannafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands. Dómararnir sem bréfið var sent voru:
Allan Vagn Magnússon, Arngrímur Ísberg, Ásgeir Pétur Ásgeirsson, Auður Þorbergsdóttir, Eggert Óskarsson, Finnbogi Alexandersson, Finnur Torfi Hjörleifsson, Garðar Gíslason, Guðmundur L. Jóhannesson, Guðjón Marteinsson, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar Aðalsteinsson, Gunnlaugur Claessen, Halla Backmann Ólafsdóttir, Haraldur Henrýsson, Helgi I. Jónsson, Hjördís Hákonardóttir, Hjörtur Aðalsteinsson, Hjörtur Torfason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Jón L. Arnalds, Jón Finnbjörnsson, Jón Ragnar Þorsteinsson, Kristjana Jónsdóttir, Markús Sigurbjörnsson, Már Pétursson, Ólafur Ólafsson, Páll Þorsteinsson, Pétur Guðgeirsson, Pétur Kr. Hafstein, Ragnheiður Bragadóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður T. Magnússon, Sigurður Hallur Stefánsson, Skúli J. Pálmason, Steingrímur Gautur Kristjánsson, Sveinn Sigurkarlsson, Sverrir Einarsson, Valtýr Sigurðsson, Þorgerður Erlendsdóttir og Þorgeir Ingi Njálsson
Efni bréfsins var þetta:
- "Virðulegu dómarar.
Vegna réttaröryggis í landinu tel ég mér skylt að vekja athygli ykkar, virðulegu dómarar, á alvarlegum brotalömum sem ég tel vera í réttarframkvæmd lýðveldisins. Til upplýsinga þar um vísast til rits míns, Skýrsla um samfélag, útg. 20. október 1994, sem sent hefur verið Hæstarétti Íslands og ,öllum héraðsdómstólunum og ýmsum fleiri réttarkerfisstofnunum. I ritinu og ýmsum fleiri skjölum sem ég hef verið að senda Ríkissaksóknaraembættinu síðan í apríl 1994 hafa fylgt sýnileg sönnunargögn, sem ég tel staðfesta meint alvarleg lögbrot æðstu embættismanna réttarkerfisins. Ég á hér einkum við meint lögbrot tengd Hæstarétti Íslands, þ.e. þrjú leyndarbréf, undirrituð af forseta Hæstaréttar í febrúar 1994. En tvö þessara leyndarbréfa hafa verið móttekin af öllum héraðsdómstólunum og hefur þeim í mörgum tilvikum verið dreift til löglærðra starfsmanna dómstólanna. Ég tel einnig staðfest að dómstjórinn við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi gefið út rangt embættisvottorð og að frá f7eiri rannsóknarverðum meintum lögbrotum hátt settra embættismanna sé greint í Skýrslunni.Gagnasendingar mínar og upplýsingagjafir hafa ekki, þrátt fyrir að komið sé á áttunda mánuð frá því fyrstu gögn voru send, leitt til viðbragða af hálfu þeirra sem með yfirstjórn dómsmála fara í landinu. Það tel ég að geti ekki staðist í réttarríki. Ef maður, svo ekki sé talað um mann með lögmannsréttindi, ber aðra aðila sökum um meint refsiverð brot ber að rannsaka réttmæti þeirra sakargifta. Niðurstöður gætu verið tvenns konar í meginatriðum. Annað hvort eru sakargiftir réttar eða rangar. En krafa um viðurlög eða refsingu ætti undir öllum kringumstæðum að koma fram, annað hvort gagnvart þeim sem sakir eru á bornar eða þeim sem ber fram óréttmætar sakargiftir, sé svo, nema hvoru tveggja væri rétt að einhverju leyti.
Þetta mál getur varðað ykkur, virðulegu dómarar, hvern og einn persónulega, því að fram koma í gögnunum upplýsingar um að allir héraðsdómstólar landsins hafa tekið við leyndarbréfunum og allir, utan Héraðsdómur Vestfjarða, hafa haldið bréfum frá Hæstarétti Íslands, sem varða mig og fleiri lögmenn, leyndum. Og það hefur einnig komið fram í gögnum frá nokkrum héraðsdómstólanna að þessum leyndarbréfum Hæstaréttar Íslands hefur verið dreift til flestra ykkar, virðulegu dómarar. Vil ég lýsa því áliti mínu að það samrýmist ekki störfum ykkar sem sjálfstæðra og óhlutdrægra dómara að taka við leyndarbréfum um lögmenn eða önnur málefni frá nokkrum utan að komandi aðila, en allra síst frá Hæstarétti Íslands. Tel ég að rit mitt Skýrsla um samfélag geymi upplýsingar sem mögulega varpa skugga á starfstöðu margra starfandi dómara við dómstóla landsins og það sé brýnt að kanna með opinberri rannsókn hvað er hæft í þeim sakargiftum sem felast í upplýsingum í riti mínu.
Þá vil ég einnig benda á hve háskalega aðstöðu sakaðir menn í opinberum málum búa við og ykkur virðulegu dómarar er gert að dæma. Vil ég nefna þessi atriði:
1. Upplýsingaöflun í alvarlegri opinberum málum fer að jafnaði fram hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem er lokuð lögreglustofnun, án þess fulltrúi ákæruvalds sé viðstaddur og oft án þess að réttargæslumaður sakbornings sé til staðar, gagnstætt því sem kveðið er á um í mannréttindasáttmála Evrópuráðsins. Af því leiðir að sakborningur eða réttargæslumaður hans hefur oft litla yfirsýn yfir rannsóknaraðgerðir og hefur jafnan lítið um þær að segja fyrr en löngu síðar. En þá getur verið vonlítið að hnekkja vafasömum eða jafnvel óréttmætum rannsóknaraðgerðum. Viðurkennt er að oft geta lítilvægar aukaupplýsingar gjörbreytt stöðu manna í opinberum málum sem öðrum.
Og svo er hitt að viðurkennt er af fræðimönnum að áreiðanleiki skýrslna, jafnvel játningar sakborninga sjálfra, í opinberum málum, um meinta sekt þeirra, má stundum draga í efa, sbr. frétt í Morgunblaðinu 2. des. 1994, um doktor Gísla Guðjónsson í London og rannsóknir hans. Eru skýrslugjafar oft taldir hafa verulega tilhneigingu til að haga skýrslugjöf sinni í samræmi við ímynduð viðhorf valdhafa, rannsóknaraðila í þessu tilviki. Er einfalt fyrir skýrslugjafa að álykta sem svo að rannsóknaraðili hafi rannsóknaraðgerðir ekki í frammi að ástæðulausu.
2. Fyrir liggur að hæstaréttardómarar hafa látið leyndarbréfaskrif forseta Hæstaréttar viðgangast að því er varðar þau þrjú leyndarbréf, sem skýrslan greinir frá. En Hæstiréttur eða hæstaréttardómararnir hafa ekki fengist til að upplýsa á hvaða lagaheimildum og gögnum ritun leyndarbréfanna er byggð.
Með viðtöku héraðsdómstólanna og leynd þeirra allra, nema Héraðsdóms Vestfjarða, á þeim, er ekki með rétti unnt að halda því fram að þeir séu almennt sjálfstæðir og óhlutdrægir eins og vera ber. Þá eru í Skýrslunni nefnd fleiri atriði sem gefa vísbendingar um leyndarsambönd milli Hæstaréttar Íslands og einstakra starfsmanna héraðsdómstólanna utan laga og réttar. Sé svo hefur verið svipt burt meginforsendu fyrir löglegum og réttmætum störfum þeirra og jafnframt forsendu fyrir trausti almennings á störfum dómstólanna.
3. Hæstiréttur Íslands hefur í ódagsetta leyndarbréfinu, sem birt er með Skýrslunni, veist á óréttmætan og ólöglegan hátt að lögmönnum og því bréfi fylgdi listi sem flokkaði lögmenn. Varð ódagsetta leyndarbréfið og listinn yfir lögmenn sem því fylgdi ekki skilinn á annan veg en þann að hér væri um að ræða meinta misgjörðatlokkun.
Þá hefur Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands gengist fyrir fundi um réttarfar á Þingvöllum í lok maí 1994. Helstu fjölmiðlafréttir af þeim fundi voru ummæli forseta Hæstaréttar um sjúkan eða sjúka lögmenn. Fyrir liggur bréf Hrafns Bragasonar, dags. 2. júní 1994, sem fylgir Skýrslunni, til mín, Tómasar Gunnarssonar, og Lögmannafélagsins þar sem Hrafn .upplýsir mig og Lögmannafélagið um að hann hafi ekki átt við mig á Þingvallafundinum. Lögmannafélagið hefur ekki gengið fast og formlega eftir því við hverja forseti Hæstaréttar Íslands átti í þessu tilviki, svo ég viti. Og Dómarafélag Íslands virðist ekki láta það sig nokkru skipta við hvaða lögmenn var átt eða á hvaða forsendum ummælin voru byggð.
Þessi og önnur framganga dómara gagnvart lögmönnum, svo sem dómar um vítur og refsimálskostnað lögmanna, í málum annarra málsaðila, valda því að hætt er við að hagsmunir sakborninga og þeirra, sem flytja mál gegn valdhöfum verði fyrir borð bornir í dómsmálum.
4. Eins og áður hefur fram komið hafa réttarkertisstofnanir ekki sinnt erindum mínum, tengdum leyndarbréfamálinu og Umboðsmaður Alþingis hefur tekið sig til og hefur í krafti rangfærslu tekið til varna fyrir Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Ef til vill er óvarlegt að draga víðtækar ályktanir af þessum dæmum, án undan genginnar rannsóknar. En hitt er Ijóst að dómarar geta ekki gert ráð fyrir hinu gagnstæða, því að menn almennt nái upplýsingum og gögnum hjá opinberum aðilum til að verja hagsmuni sína.
Í þessu sambandi leyfi ég mér að upplýsa að tveir nýskipaðir hæstaréttardómarar, Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen, hafa ekki, þrátt fyrir ítrekuð erindi mín frá byrjun september 1994, um leyndarbréf forseta Hæstaréttar Íslands, svarað mér. Þá vil ég benda á fréttir í fjölmiðlum nýlega, sbr. Morgunblaðið 17. nóv. 1994, þess efnis, að Gunnlaugur Claessen, hæstaréttardómari, hafi gengist í að kanna meint mistaka- og eða gleymskumál ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins í tengslum við athugun Ríkisendurskoðunarinnar á starfslokum Björns Önundarsonar, fyrrum tryggingayfirlæknis. Virðast mér þau störf hæstaréttardómara í tengslum við athuganir Ríkisendurskoðunar að bera embættismenn sökum, vegna meintra gamalla misgjörða eða mistaka, ekki samrýmast starfsskyldum hans sem óhlutdrægs og sjálfstæðs dómara.
Virðulegu dómarar. Ég skora á ykkur að kynna ykkur álitaefni í þessu bréfi mínu og efni rits míns, Skýrslu um samfélag, sem sent hefur verið embættum ykkar og gera ráðstafanir til að upplýsa leyndarbréfamálið og gera niðurstöður þess opinberar almenningi. Mér virðist það ekki samrýmast embættisskyldum sjálfstæðra og óhlutdrægra dómara að staðreyna ekki að starfshættir dómstólsins, sem viðkomandi dómari starfar við, séu í samræmi við grundvallarreglur laga og ótvíræð lagaákvæði, komi fram gögn um hið gagnstæða."
Prófessorar Lagadeildar Háskóla Íslands
Hinn 14. des. 1994 var athygli prófessora Lagadeildar Háskóla Íslands vakin á leyndarbréfamálinu og vísað til að Skýrslan hafði áður verið send Lagadeildinni. Prófessorarnir sem erindið var sent voru: Arnljótur Björnsson, Björn Þ. Guðmundsson, Gunnar G. Schram, Jónatan Þórmundsson, Páll Sigurðsson, Stefán M. Stefánsson og Þorgeir Örlygsson. 174
Lögmannafélag Íslands
Við lok hátíðarárs vegna fimmtíu ára afmælisins lýðveldisins var kominn tími til að huga að framtíðinni. Skylduaðild að Lögmannafélagi Íslands var naumast til staðar lengur þar sem höfundur var hættur málflutningi. Auðvitað gat aðildin verið nytsamleg þrátt fyrir það, vegna annarra lögfræðistarfa. En tilætlunarsemi höfundar og stolt leyfði ekki lengri aðild. Honum fannst ótækt að vera í félagi, hvers forsvarsmenn tækju við meiðandi leyndarbréfum um félagana og færu á bak við þá með leyndarsamböndum.
Einhverjum kann að þykja ég hafa verið fullharðorður við félaga mína í stjórn Lögmannafélagsins. Það er erfitt að vinna skylduverk sem stjórnarmaður í félagi, ef skylduverkið veldur því að stjórnarmaðurinn eyðileggur starfsferil sinn. Kann að vera að stjórnarmennirnir hafi litið svo á mál. En ég var annarrar skoðunar. Var sannfærður um að stjórn Lögmannafélagsins hefði komið fram ógildingu leyndarbréfanna hefði hún beitt sér og er það raunar enn. Svo var einnig sú leið til að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjórn félagsins fyrr á árinu 1994 eða segja af sér.
Bréf höfundar til Lögmannafélagsins er dagsett 29. des. 1994. Það var sent í afritum til Hæstaréttar Íslands og Dómsmálaráðuneytisins og er svo hljóðandi:
- "Vísa til aðildar minnar að Lögmannafélagi Íslands og til þeirrar ákvörðunar minnar fyrr á þessu ári að hætta að flytja mál fyrir almennum héraðsdómstólum og Hæstarétti Íslands og tilkynni hér með úrsögn mína úr Lögmannafélaginu og óska eftir að nafn mitt verði ekki skráð í félagatal Lögmannafélagsins.
Ég hef ástæðu til að þakka margvísleg skipti á liðnum árum við skrifstofu og stjórn Lögmannafélagsins og geri það hér með. En ég vil heldur ekki leyna því að ég tel að slök framganga forsvarsmanna Lögmannafélagsins, (stjórnar og framkvæmdastjóra), á árinu sem er að líða sé veigamikil forsenda þess ég ta(di rétt að hætta málflutningi. Er ég þeirrar skoðunar að hörð og eindregin mótmæli forsvarsmanna Lögmannafélagsins og aðrar sjálfsagðar aðgerðir af hálfu félagsins tengdar meintum lögbrotum dómstóla landsins hefðu dugað til upplýsingar á málum og jafnframt stöðvað meintan lögbrotaferil, einkum tengdan Hæstarétti Islands, sem enn hefur ekki verið bundinn endir á. Tel ég þessi atriði í framgöngu forsvarsmanna Lögmannafélagins ámælisverð:
1. Að taka við ódagsettu bréfi og listum frá Hæstarétti Íslands, sem lagt var fram á fundi stjórnar Lögmannafélagsins 16. febrúar 1994 án þess að krefjast af Hæstarétti Íslands staðfestra gagna, bæði hvað varðar lagaákvæði og meintar sakir sem bornar voru á lögmenn, sem talin voru eiga við.
2. Að taka við bréfi frá forseta Hæstaréttar Íslands, dags. 28. febrúar 1994, sem varðaði m. a. meintar sakir tveggja nafngreindra lögmanna, sem báðir voru félagar í Lögmannafélaginu, án þess að láta viðkomandi lögmenn vita af bréfinu og að efni þess varðaði þessa nafngreindu lögmenn sérstaklega.
3. Að taka við afriti af "trúnaðarmálabréfi" Hrafns Bragasonar, hæstaréttardómara, dags. 22. febrúar 1994, til útvarpsráðs og Heimis Steinssonar, útvarpsstjóra, en í því er leitast forseti Hæstaréttar Íslands við að þagga niður tlutning frétta Ríkisútvarpsins af máli tengdu ódagsettu leyndarbréfi Hæstaréttar Íslands og mér, Tómasi Gunnarssyni. Virðist mér ámælisvert af stjórn Lögmannafélagsins að taka við afriti af bréfinu án þess upplýsa lögmenn og almenning glögglega um það.
4. Þá er þinghald á Þingvöllum í lok maí 1994 í nafni Lögmannafélags Íslands þar sem forseti Hæstaréttar Íslands fjallaði um meinta sjúka lögmenn eða meintan sjúkan lögmann enn athugunarefni. Mitt nafn, Tómas Gunnarsson, kom sérstaklega til umfjöllunar í þessu sambandi í fjölmiðlum, en Hrafn Bragason upplýsti sérstaklega í bréfi til mín og Lögmannafélagsins, dags. 2. júní 1994, að ekki hefði verið átt við mig;Tel ég ámælisvert að stjórn og framkvæmdastjóri Lögmannafélags Islands skuli líða án gildra skýringa að nafn félagsins og fundur skyldi notaður á þennan hátt og ónafngreindir lögmenn vanvirtir. Þá hefði einnig verið ástæða til þess fyrir stjórn Lögmannafélagsins af þessu tilefni að upplýsa almenning um að ekki tíðkaðist í réttarríkjum að lögfræðingar færðu sig yfir á svið sálfræði og eða geðlæknisfræði og afgreiddu mál með því að lögmenn væru sjúkir. Það kæmi aðeins til þegar fyrir lægju glögg vottorð sérfróðra lækna þar um.
Mér hefur verið tíðrætt um nokkur atriði, sem tengjast Lögmannafélaginu og mér persónulega og réttlæta úrsögn mína úr Lögmannafélaginu.
En önnur atriði, sem varða meint lögbrot æðstu starfsmanna réttarkerfisins og Lögmannafélagið hefur ekkert látið til sín taka, eru í reynd miklu alvarlegri mál. Vísast í þessu sambandi til bréfa minna til Lögmannafélagsins, dags. 21. apríl, 2. maí, 9. maí og 18. maí 1994. Einnig vísast til rits míns, Skýrslu um samfélag, útg. 20. okt. 1994, en í því koma fram upplýsingar um meint alvarleg lögbrot Hæstaréttar Íslands tengd hæstaréttarmálunum nr. 172/1994 og 185/1994, auk ýmissa annarra meintra alvarlegra brota.
Loks er bent á sérstakar rannsóknaraðgerðir Gunnlaugs Claessen, hæstaréttardómara, í tengslum við Ríkisendurskoðun, sem greint er frá í Morgunblaðinu 17. nóvember 1994 og var ráðgert að beindust að störfum skrifstofustjóra Heilbrigðisráðuneytisins. Benda framan greind atriði til þess að hæstaréttardómarar telji sér fært að hafa sem embættismenn afskipti af málum á allt öðrum sviðum en þeim sem varða störf þeirra sem dómara. Hlutur Lögmannafélagsins er eftir því sem ég sé best að leyna þessum meintu lögbrotum fyrir lögmönnum og almenningi og "hlaða undir" þá hæstaréttardómara, sem lengst virðast hafa gengið í meintum lögbrotum. Ég á hér við Hrafn Bragason og Magnús Thoroddsen."