Hvert varð framhald Skýrslunnar? Yfirlýst markmið
Hvert varð framhald Skýrslunnar?
Í síðasta kafla fyrri hluta Skýrslunnar frá 20. október 1994 ráðgerði höfundur að fjölfalda hana og senda helstu embættum tengdum réttarkerimu, alþingismönnum og fleirum. Einnig var ráðgert að koma henni út í bók. Opinberu aðilarnir, sem Skýrslan frá 20. október 1994 var send, verða taldir upp hér á eftir og greint frá viðbrögðum þeirra.
Markmið með Skýrslunni var að gera grein fyrir athugunarverðum gögnum sem einkum vörðuðu starfsháttu Hæstaréttar Íslands og viðbrögðum opinberra aðila við þeim fram til 20. október 1994. Þann dag og raunar fyrr taldi höfundur, að skjölin sem fylgdu Skýrslunni og hann hafði fjallað um sem leyndarskjöl opinberra aðila væru það í reynd. Gild rök eða góðar skýringar fyrir gerð og útsendingu þeirra hefðu ekki verið til staðar. Þögn og aðgerðaleysi opinberra stofnana við ásökunum um meint lögbrot, sérstaklega Ríkissaksóknaraembættisins, en einnig afstaða stjórnar Lögmannafélags Íslands sem frá er greint á bls. 87 [Afstaða Lögmannafélags Íslands til kæruaðgerða skýrsluhöfundar] studdi, að það sem skýrsluhöfundur hafði bent á, væri í raun athugunarvert. Rílcissaksóknaraembættið svarar kærum jafnan nokkuð fljótt þegar svarið er þess efnis að ekki sé talið tilefni til að taka kæru gilda. En þá hefði rannsókn átt að beinast að röngum ásökunum skýsluhöfundar á hendur opinberum aðilum, ef um þær hefði verið að ræða.
Leyndarbréfin voru því vissulega vísbending um alvarlega brotalöm í réttarfari og stjórnarháttum lýðveldisins. En æðstu yfirmönnum réttarkerfis og lýðveldis hefði ekki átt að bregða svo vegna þessa, að þeir gætu ekkert sagt eða gert. Daglega berast inn á borð þeirra erindi vegna brotalama sem bæta þarf úr og stundum henda stórslys. Eftir á skoðað virðist hafa verið auðvelt að að kippa leyndarbréfamálinu í liðinn á fyrstu stigum þess. Leyndarbréfin þrjú voru öll undirrituð af einum og sama manninum og best hefði farið á að hann hefði afturkallað þau og sagt ritun þeirra mistök, sem beðist væri afsökunar á.
Af ástæðu, sem höfundur kann ekki að greina frá, var önnur leið valin. Sú að láta efni leyndarbréfanna standa og eiga á hættu að skark af hálfu höfundar og sennilega annarra vegna ritunar þeirra og sendingar. Auðvitað er glæsilegt að hugsa til þess að persóna skýrsluhöfundar hefði verið ástæðan. Hann hefði verið réttarkerfinu slíkur ógn- og áhrifavaldur að miklu þyrfti að hætta til að koma honum á annað kné um stund. Það er ólíkleg skýring. Yfirleitt hafa kerfi ekki mikinn áhuga á einstaklingum, nema helst einstaklingum innan kerfisins. En jafnvel þeir mega gæta sín. Veðrabrigði eru stundum skjót. Það veit Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar Íslands. Hann hefði léttilega beðið afsökunar á ódagsetta leyndarbréfinu og öðrum leyndarbréfum ef kerfið hefði rétt upp litla fingur í þá áttina. Afsökunarbréf hans til mín vegna Þingvallafundarins frá 2. júní 1994 staðfestir það. Þar var hann að afsaka það sem hann taldi sig ekki hafa gert. Sennilegast er, að kerfinu sjálfu hafi ekki verið talið hollt að viðurkenna mistök, vegna alvarlegra eftirmála, sem þá hefðu átt að fylgja.
Höfundur telur ljóst að það hafi verið sameiginleg ákvörðun æðstu manna réttarkerfisins, nánast yfirlýst markmið, að afturkalla ekki leyndarbréfin en láta efni þeirra standa óhaggað. Sú tilgáta gæti reyndar verið í góðu samræmi við upphaflega ritun og sendingu ódagsetta leyndarbréfsins. Það varðar alla héraðsdómstólana, Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands. Er ólíklegt að til sendingar þess hefði nokkru sinni komið nema fyrir hefði legið samþykki æðstu manna réttarkerfisins þar um og jafnframt um viðtöku héraðsdómstólanna. Vera kann að forseti Hæstaréttar Íslands hafi að einhverju leyti verið þvingaður til að rita ódagsetta leyndarbréfið og hann þannig sætt réttarbroti eins og skýrsluhöfundur telur sig hafa sætt með ritun þess. Ýmsar ástæður geta bent til þess svo og það hve háskaleg ritun leyndarbréfa getur verið sérstaklega fyrir forseta Hæstaréttar.
Tilefni er því til að spyrja spurningar sem oft hefur verið borin fram opinberlega, en aldrei svarað skilmerkilega: "Hverjir eiga Ísland?" Eiga Íslendingar Ísland og ráða þjóðkjörnir alþingismenn þeirra málum eða eru það einhverjir aðrir? Þögn og aðgerðaleysi alþingismanna, réttarkerfismanna og ýmissa annarra æðstu embættismanna lýðveldisins við erindum tengdum leyndarbréfunum bendir til að einhverjir aðrir en þeir ráði málum þjóðarinnar til lykta. Hvaða opinberir aðilar hafa ráðið í leyndarbréfamálinu? Eða eru það einhverjir aðrir? Því miður getur skýrsluhöfundur ekki svarað spurningunni og hann getur heldur ekki bent á fjölskyldurnar fjórtán, Smokkfiskinn eða Kolkrabbann eða nokkurn annan sérstaklega greindan valdaaðila sem sökudólg. En fullyrða má, hver sem valdaaðilinn er, að honum hefur tekist óhönduglega, ekki aðeins í leyndarbréfamálinu, heldur fjölmörgum öðrum þjóðmálum. Sennilegast er að sökudólgurinn sé víðtækur slappleiki í stjórnarháttum og réttarfari og heiti mörgum öðrum nöfnum og sé víða á kreiki í samfélaginu. Almenningur þekki nokkuð til hans, hér og þar, og nefni hann spillingu.
Sé svo, er komið að alvarlegri þætti Skýrslunnar. Ökumanni sem yrði á að aka utan í gangandi ferðalang væri skylt að athuga möguleg meiðsli hans og aðstoða hann. Og því fremur ef það gerðist á fáförnum fjallaslóða. Færist það fyrir og einnig hjá forystumönnum ferðamála, sem síðar ættu leið um fjallaslóðann og hirtu heldur ekkert um manninn, ringlaðan og utangátta, brygðust þeir einnig borgaralegum skyldum sínum. Sú skýring að fararstjóri forystumannanna hefði verið að segja eitthvað merkilegt þegar þeir óku hjá ferðamanninum dugar ekki og heldur ekki sú skýring að þeir hafi verið á hraðferð og átt langt í næturstað. Þögn og aðgerðaleysi hvers og eins í hópnum yrði talin ámælisverð mistök ef og þegar fyrir lægi síðar að erlends ferðamanns væri saknað. Möguleg skýring, að aðrir en bílstjóri og fararstjóri hefðu ekki ráðið ferðinni og hópferðabílinn hefði borið hratt fram hjá, á ekki við. Skyldan til að gefa upplýsingar um atvik og bregðast við eftir á getur verið brýn og afdráttarlaus.
Alvarlegu þættirnir í Skýrslunni eru ekki leyndarbréfin, að hafa skipt með sér brennivíni eða jafnvel brotið illa á mönnum og getur það þó verið nógu slæmt. Alvara og hrikaleiki málsins er sá að réttarkerfi, framkvæmdavald og lög~jafarvald skuli ekki bregðast við meintum alvarlegum lögbrotum æðstu embættismanna sinna. Telji sig ekki þurfa að kanna mál þrátt fyrir að sýnileg sönnunargögn um meint brot liggi fyrir eða yfirhöfuð gera nokkuð til að leiðrétta hluti og koma í veg fyrir möguleg frekari lögbrot.
Frá sjónarhóli einstaklings sem hefur sótt um lausa stöðu dómara við Hæstarétt er leitt ef vandræðamál þar valda röngum stjórnunaraðferðum sem útiloka hæfa umsækjendur. Frá sjónarhóli samfélags sem við eigum öll er ekki viðunandi að brotið skuli gegn grunnreglum og markmiðum samfélagins og þeim fórnað. Ástæða er til að spyrja: Hvaða reglur og markmið standa óhögguð í slíku samfélagi ef þau samrýmast ekki skammtímahagsmunum valdhafa?
Sú afstaða og aðgerð að láta efni leyndarbréfanna standa óhaggað og kanna málið ekki, geymir ekki aðeins lausn á leyndarbréfamálinu einu sér. Embættismenn réttarkerfisins eru ekki eins frjálsir og menn jafnan eru, sem koma úr fjallaferð. Ferðamenn geta oftast sagt. "Þessari ferð er best að gleyma og ég ætla aldrei aftur í svona ferð." Þagnar- og aðgerðaleysisaðferðin virðist hins vegar geta verið bindandi fyrir þá opinberu aðila sem tengjast henni í störfum sínum. Bindandi á þann hátt að menn verða að reyna að ríghalda í leyndina jafnvel í áratugi því að alvarlegar ólöglegar aðgerðir og athafnaleysi fyrnist seint og gleymist enn síðar. Er leyndarbréfamálið ef til vill á sömu leið og afdrif Reynistaðabræðra og samferðamanna þeirra á hálendinu fyrir rúmum tvö hundruð árum? Í þjóðfræðunum eru þau enn ráðgáta, sveipuð dulúð og óhugnaði.