Útifundur Átaks gegn stríði
Föstudaginn 11. janúar, 1991 – Morgunblaðið
Útifundur Átaks gegn stríði:
Ríkisstjórnin lýsi yfir andstöðu við styrjaldaraðgerðir Lítið sem við getum gert, segir forsætisráðherra SAMTÖKIN Átak gegn stríði héldu útifund á Lækjartorgi síðdegis í gær til að undirstrika kröfur um að ríkisstjórnin lýsi ótvírætt yfir andstöðu við
Útifundur Átaks gegn stríði:
Ríkisstjórnin lýsi yfir andstöðu við styrjaldaraðgerðir
Lítið sem við getum gert, segir forsætisráðherra
SAMTÖKIN Átak gegn stríði héldu útifund á Lækjartorgi síðdegis í gær til að undirstrika kröfur um að ríkisstjórnin lýsi ótvírætt yfir andstöðu við styrjaldaraðgerðir í Mið-Austurlöndum, að sögn Heimis Pálssonar, fundarstjóra. Við það tækifæri voru Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra afhentar undirskriftir hart nær 4.000 einstaklinga með sömu kröfum. Steingrímur sagðist ætla að leggja áskorunina fram á ríkisstjórnarfundi í dag. Að fundi loknum gengu fundarmenn að bandaríska sendiráðinu og afhentu áskorun til forseta Bandaríkjanna.
Á útifundinum fluttu Sigríður Kristinsdóttir formaður Starfs mannafélags stjórnarráðsins og Arnþór Helgason formaður Ör yrkjabandalags Íslands ávörp.
Steingrímur Hermannsson sagði þegar hann tók við undirskriftalist unum á tröppum stjórnarráðshúss ins að hann myndi leggja áskorun ina fram á ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður í dag. Hann sagði við Morgunblaðið að hann hefði sagt að ef ríkisstjórnin gæti gert eitthvað til að leysa Persaflóadeil una væri hún vissulega fús til þess, en það væri þó líklega heldur lítið sem hún gæti gert. "Ég sagði að ef ég væri utan ríkisstjórnar hefði ég verið tilbúinn að skrifa undir slíka áskorun því sannarlega hefði ég sömu von og þau, að þarna verði ekki ófriður. Hins vegar væri þess líka að gæta að yfirgangur Sadd ams Husseins væri illþolanlegur og benti á að við hefðum haft svipað dæmi þegar Hitler tók land eftir land og undan honum var látið. Menn yrðu því að gæta þess hvað eftir gæti fylgt ef undan honum væri látið," sagði forsætisráðherra.
Eftir fundinn var gengið að bandaríska sendiráðinu og afhent bréf til bandaríkjaforseta þar sem hann var beðinn "að beita sér fyrir friðsamlegri lausn, heildarlausn á málefnum Mið-Austurlanda, í stað þess að kalla yfir okkur þá skelf ingu sem við blasir", að sögn Heim is Pálssonar. Kröfur fundarins voru lesnar fyrir fulltrúa sendiráðsins.
Í dag og næstu daga stendur Átak gegn stríði fyrir mótmæla stöðu við stjórnarráðið, klukkan 9-12, til að leggja áherslu á kröfur útifundarins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg Nokkur hundruð manns voru á Lækjartorgi í gær á útifundi Átaks gegn stríði.
Steingrímur Hermannsson sagði nokkur orð þegar hann tók við undirskriftalistum Átaks gegn stríði.