Jón Baldvin Hannibalsson og Palestínumálið
Úrdráttur úr viðtali við Elías í MANNLÍFI, Febrúar 1989:
Fyrir nokkru sendi Elías Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkisráðherra, boð um að fara til Palestínu til að kynna sér af eigin raun aðstæður manna á herteknu svæðunum og mannréttindabrotin sem þar eru stunduð af stjórnvöldum Ísraelsríkisins. Jón hafði þá nýlega neitað að fordæma Ísraelsmenn fyrir hryðjuverk sín á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Hann var eini jafnaðarmaðurinn sem greiddi þannig atkvæði.
Utanríkisráðherra var ekkert að hafa fyrir því að svara Elíasi og þakka boðið, heldur kaus að kalla boð Elíasar "aulafyndni" í viðtali við eitt af dagblöðunum.
Jón Baldvin sagði við blaðamanninn "Segðu Elíasi frá mér að mig undri stórum að gyðingur, sem uppi er á þessari öld, með þessa reynslu sinnar þjóðar, skuli ekki skilja að viðurkenning á tilverurétti Ísraelsríkis er að minnsta kosti jafngildur málstaður og krafan um sjálfsákvörðunarrétt Palestínumanna...Mér þykir miður að hann skuli hafa svo alvarlegt mál í flimtingum með aulafyndni."
Aðspurður hvort hann myndi þá ekki þiggja Palestínuferðina, sagði Jón Baldvin: "Ég hef ekki fleira að segja."
"Ummæli Jóns Baldvins eru ósanngjörn og ekki laus við fyrirlitningu í garð gyðinga. Af orðum hans átti ég víst að skilja að menn af mínum uppruna ættu helst að þegja á meðan Ísraelar drepa börn og konur, rústa hús og traðka á öllum hugsanlegum mannréttindum. Eru þetta hlutskiptin sem hann ætlar gyðingum í dag ? Hefur hann aldrei hlustað á þann merka gyðing og jafnaðarmann, Rudolf Kreisky, fyrrum kanslara Austurríkis, sem hefur megna óbeit á Ísraelsríki og styður heilshugar PLO ? Veit Jón Baldvin ekki að ófáir Ísraelsmenn, gyðingar, sitja í fangelsi fyrir það að styðja frelsisbaráttu Palestínumanna ? Vel má vera að ég misskilji afstöðu hans. En þá vil ég að hann tali við mig eins og maður við mann, virði reynslu og þekkingu mína á þessu sviði og sýni mér þá kurteisi, sem hann ætlast til að aðrir sýni honum. Þótt ég hafi nú afturkallað boð mitt til hans um að heimsækja ókeypis helvítið í Palestínu, þá er ég áfram reiðubúinn að aðstoða hann við að heimsækja góðgerðarfélög, menntastofnanir og sjúkrahús Palestínumanna á herteknu svæðunum, ræða við gott fólk á svæðinu og kynna sér ástandið af eigin rammleik eins og utanríkisráðherrar annarra ríkja hafa þegar gert."
Lokaorð: