Jerúsalem – hernumin borg
Elías Davíðsson
Mánudaginn 12. október sl. var birt frétt í DV með fyrirsögninni Óeirðir í Jerúsalem. Fréttin gefur mér tilefni til nokkurra athugasemda af því að sumt í henni er óljóst og annað getur valdið misskilningi.
Í fréttinni er sagt að óeirðir hafi verið í arabahverfum í austurhluta Jerúsalemborgar og á Gazasvæðinu. Austurhluti Jerúsalem hefur verið arabískur að meirihluta. Hann var hernuminn af Ísraelsríki árið 1967 og innIimaður gegn vilja íbúanna, í trássi við mótmæli allra aðildarrikja Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t Ísland. Í arabískri borg eru engin arabísk hverfi, á sama hátt og það eru engin íslensk hverfi í Reykjavík.
Annars staðar er sagt frá Ísraels¬manni sem að sögn hefur verið skotinn af skæruliðum Palestínumanna. Í næstu setningu er sagt frá palestínskri stúlku sem einnig lést, en þar kemur ekki fram hver dráp hana, aðein sað hún dó í átökunum. Var enginn ábyrgur fyrir dauða hennar? Var Ísraelsmaðurinn hermaður? Hvað var hann að gera? Hvergi í greininni er minnst einu orði á þá staðreynd að Palestínumenn lifa undir hernámsoki Ísraela. Enginn efaðist um rétt Norðmanna þegar þeir börðust gegn hernámi Þjóðverja. Og með sama hætti verðskuldar frelsisbarátta Palestínumanna samúð og stuðning hvers réttsýns manns.
Síðar í fréttinni er talað um óeirðir á Gazasvæðinu (þar búa 500 þús. Palestínumenn undir drottnun ísra¬elskra hernámsyfirvalda). Samkvæmt fréttinni brutust óeirðirnar út eftir að ,,fjórir byssumenn úr röðum Palestínumanna og ísraelskur leyniþjónustumaður voru skotnir þar í síðustu viku". Voru þetta einhverjir ótíndir bófar (byssumenn) eða frelsishetjur sem berjast gegn hernámsliðinu? Hvernig á maður að skilja slíka frétt?
Síðar meir er vikið að tveim þúsundum Palestínumanna sem hafi safnast saman og kastað grjóti og glerflöskum að lögreglumönnum. Og fréttin endar á vangaveltum forsætisráðherra Ísraels um það hvort innleiða eigi dauðarefsingu.
Brot á alþjóðalögum
Forsætisráðherra Israels, J. Shamir, fyrrverandi foringi í hryðjuverkasamtökum LEHI, þarf ekki að innleiða dauðarefsingu í Ísrael. Ísraelsríkið hefur leitt mörg þúsund Palestínumenn í dauðann án dóms og laga, með loftárásum og með hreinum og beinum fjöldamorðum. En kannski litur það betur út að setja gæðastimpil laganna á ofbeldisstefnuna. Hver veit?
Og hverjir eru svo þessir þrjótar sem virða ekki lög og reglu? Er lögreglan þeirra eða hernámsliðsins?
Yfirráð Ísraela yfir Palestínumönnum eru brot á alþjóðalögum og á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ekkert þjóðríki í heiminum viðurkennir þau, jafnvel ekki Bandaríkin, sem eru þó síðasti bandamaður Ísraelsríkis.
Enn eitt. Í fréttinni er minnst á tvö bænahús Palestínumanna í Jerúsalem. Ef mér skjátlast ekki þá stendur styrinn ekki um einhver bænahús Palestínumanna heldur um eitt helgasta musteri íslamsheimisins, þ.e. musteri, sem tilheyrir einum milljarði manna. Menn gleyma iðulega að Jerúsalem tilheyrir ekki einungis gyðingum. Þar eiga kristnir og íslamskir menn sin allra helgustu vé. Hernám gyðinga á allri Jerúsalem er ögrun við stóran hluta mannkynsins og er því harðlega fordæmt af kristinni kirkju, íslamsheiminum og öllum aðildarrríkjum Sameinuðu þjóðanna.