Jólasálmur Palestínumanna
Jólasálmur Palestínumanna
Samið fyrir alla þá "pílagríma", sem ætla til Betlehem um jólin
Beygur yfir Betlehem
blundar hernámsstjarna
Stjarna oks og stormsveita
stjarna myrtra barna.
Var hún lengi Vestrænum
vegarljósið sanna.
Píslarljóð nú pyndar oss
Palestínumanna.
2.
Víða höfðu Vestrænir
vegi kannað hljóðir,
fundið sínum ferðum á
fjöldamargar þjóðir.
Berast nú frá Betlehem
bænakviður hljóðar.
Pílagrím !! Á píslarslóð
Palestínuþjóðar !
3.
Börnum napalm báru gjöf,
blésu í horn og sungu.
Lemstruðu með leikföngum,
lágu í kjöltu og sprungu.
Bjart mun senn í Betlehem,
blikar frelsisstjarna.
Stjarna mín og stjarna þín,
stjarna allra barna.
Kristnir menn sem fara til Landsins helga ættu að kynna sér krossfestingu Palestínuþjóðarinnar á altari heimskunnar og kynþáttafordóma, áður en þeir leggja land undir fót því Ísraelar hafa reynt eftir megni að þurrka út öll summerki palestínskrar sögu og fyrri palestínskra byggða í landinu.
Elías Davíðsson
á aðventu 1987
Intifada I