Kenndi hryðjuverkamönnum flug
Kenndi hryðjuverkamönnum flug
London. AP.
Mbl. 29. sept. 2001
ALSÍRBÚI, sem var handtekinn í London sl. föstudag, kenndi fjórum af flugræningjunum, sem tóku þátt í hryðjuverkaárásum á Bandaríkin, að fljúga. Er talið að þessar upplýsingar geti haft mikil áhrif á rannsókn málsins.
ALSÍRBÚI, sem var handtekinn í London sl. föstudag, kenndi fjórum af flugræningjunum, sem tóku þátt í hryðjuverkaárásum á Bandaríkin, að fljúga. Er talið að þessar upplýsingar geti haft mikil áhrif á rannsókn málsins.
Saksóknarar greindu frá því í gær að Lotfi Raissi, sem er 27 ára, hefði kennt ræningjunum flug. Var þetta upplýst þegar maðurinn kom fyrir rétt í London. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að Raissi verði framseldur.
Saksóknarar segja að Raissi sé eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að hafa gefið rangar upplýsingar í umsókn sinni um flugstjóraskírteini. Hann öðlaðist flugmannsréttindi árið 1997 og sótti sama flugskóla og fjórir flugræningjanna sem tóku þátt í árásunum 11. þessa mánaðar.
Sækjendur segja ennfremur að Raissi hafi aðstoðað flugræningjana. Hann hafi farið í nokkrar ferðir til Bandaríkjanna í sumar og ferðast með einum flugræningjanna frá Las Vegas til Arizona 23. júní.
"Hann var aðalkennari fjögurra af flugræningjunum," sagði breskur saksóknari.
Richard Egan, lögmaður Raissis, segir skjólstæðing sinn lýsa yfir sakleysi sínu.
Raissi var handtekinn á föstudag í liðinni viku, ásamt þremur öðrum, en hann bjó nærri Heathrow-flugvelli.
London. AP.