Kristján Jónsson, blaðamaður, Mbl.
Sæll Kristján Jónsson
Í dag birtist eftir þig stærðar grein í Morgunblaðinu (bls. 18) með fyrirsögninni "Kynslóðabil og hryðjuverk". Megininntak hennar eru vangaveltur um ástæður meintra hryðjuverka í Bretlandi, eins og þær koma fram í hugleiðingum eins bresks blaðamanns. Ég hef lítið að bæta við hugleiðingar sem byggjast á sandi. Þú skrifar þar m.a. "Læknarnir sem stóðu fyrir tilræðunum misheppnuðu um sl. helgi störfuðu..í Bretlandi…" Hvernig veist þú að læknarnir "stóðu fyrir tilræðunum"? Sástu þá að verki? Hefur einhver sannað sök þeirra? Veistu ekki að menn eru saklausir meðan sök þeirra hefur ekki sönnuð fyrir dómi? Eða ertu bara að skýla þig bak við það, að ættingjar þeirra lesa ekki íslensku og munu væntanlega ekki fara í mál við þig?
En það er annað sem ég hjó eftir. Þú skrifar að "þeir sem sem stóðu fyrir árásunum á Bandaríkin 2001 voru flestir vel menntaðir menn úr yfirstétt í landi sínu." Sú staðhæfing er ekki rétt:
– Í fyrsta lagi var engin árás gerð "á" Bandaríkin. Hinir meintu flugræningjar voru farþegar í innanlandsflugi og bjuggu mánuðum eða árum saman í Bandaríkjunum. Þetta voru fjöldamorð framin "í Bandaríkjunum". Hvorki Afganistan, Saúdi Arabía, Írak eða önnur ríki gerðu árás á Bandaríkin þann 11. september 2001. Hins vegar gerðu Bandaríkin árásir á tvö hinna fyrrnefndu ríkja, þó ekki á Saúdi Arabíu, þaðan sem 15 af hinum 19 meintum flugræningum voru ættaðir.
– Í öðru lagi og það sem mestu skiptir er að það er að búið að afsanna fyrir löngu samsæriskenningu Bush og Co. um að múslímar hefðu staðið fyrir fjöldamorðunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Að vísu eru til enn menn sem halda enn dauðahaldi í þessa kenningu en þeim fer fækkandi, ekki síst í Bandaríkjunum sjálfum.
Þar sem þú er vel menntaður býð ég þér að bætast í hóp hinna "frelsuðu", þeirra sem eitt sinn trúðu á sök Osama bin Laden og félaga á fjöldamorðunum 11. september en hafa snúið baki við þessari trúarkenningu. Sá hópur heitir The 9/11 truth movement og fer sístækkandi. Styrkur þessa hóps sést í því að þetta eru flestir heilbrigðir efasemdarmenn sem láta staðreyndir tala máli sínu í stað þess að trúa á sannleik úr munni Bush, CIA og FBI. Mér er ekki kunnugt um neinn sem hefur snúið aftur til fyrri trúar sinnar.
Ef þú kýs hins vegar að verja trú þína, býð ég þér að mæta mér á opinberan kappræðufund þar sem þér verður gert kleift að rökstyðja samsæriskenningu þína um hlutverk Al Qaeda í fjöldamorðunum 11. september. Ég, fyrir mitt leyti, mun leitast eftir að sýna að þessi samsæriskenning er hvorki sönnuð né trúverðug og að um sé að ræða lítið annað en trúarkenning. Norræna húsið, Silfur Egils eða Kastljós væru ákjósanlegir staðir til orðaskipta. Ég vona að þú sjáir þér fært að taka þessu boði, gagnstætt þremur skræfum úr blaðamannastétt sem þorðu ekki að mæta mér og rökstyðja fullyrðingar sínar um 11. september og hryðjuverkaógnina. Nöfn þeirra eru skráð á vefsíðu minni undir flokknum "íslenskar gungur", sem er einskonar skammarkrókur handa fjölmiðlamiðlamönnum.
(sjá: https://www.aldeilis.net/icelandic/index.php?option=com_content&task=category§ionid=10&id=97&Itemid=49).
Virðingarfyllst,
Elías Davíðsson
8. júlí 2007
Kristján kaus að fara í þennan 'skammarkrók' frekan en að verða við áskoruninni. Launin eru víst góð hjá Mbl…