Ísland greiðir atkvæði gegn friðlýsingu og kjarnorkuafvopnun
Úr skýrslu Utanríkisráðuneytisins um störf Íslands hjá S.Þ. árið 2001:
http://209.85.129.104/search?q=cache:DpXte0wAvPkJ:brunnur.stjr.is/embassy/newyork.nsf/Files/56allsherjarthing_UN2001/%24file/heildarskyrsla-56-Lokautgafaprentun.doc+new+york+times+nato+2+october+2001+documents&hl=is&ct=clnk&cd=4&gl=is)
"Ísland greiddi atkvæði gegn fimm ályktunartillögum; tillögu Indlands um hlutverk vísinda og tækni í tengslum við alþjóðaöryggi og afvopnun (56/20), tillögu Indlands um takmörkun hættu af völdum kjarnavopna (56/24 C); tillögu Mjanmar um kjarnaafvopnun (56/24 R); tillögu Malasíu um eftirleik ráðgefandi álits alþjóðadómstólsins um lögmæti þess að beita eða hóta að beita kjarnavopnum (56/24 S) og tillögu Indlands um samninginn um bann við notkun kjarnavopna (56/25 B).
Ísland sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjórar ályktunartillögur: tillögu Suður-Afríku um framkvæmd yfirlýsingarinnar um Indlandshaf sem friðarsvæði (56/16); tillögu Pakistan um alþjóðlegar ráðstafanir til að tryggja kjarnavopnalaus ríki gegn beitingu eða hótunum um beitingu kjarnavopna (56/22); tillögu Rússlands um varðveislu og eftirfylgni við samninginn um takmörkun gagneldflaugakerfa (ABM) (56/24 A) og tillögu Írans um flugskeyti (56/24 B)."