Ályktun landsfundar VG um stuðning ráðherra við heimild til manndrápa
[Ályktuninni var vísað til þingflokks Vinstri-Græna en þar situr hún pikkföst þegar þetta er ritað, 20. mars 2006]
Landsfundur VG 2005, haldinn í Reykjavík dagana 21-23. október skorar á þingflokk VG að beita sér fyrir opinberri rannsókn vegna aðildar fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherranna Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, að ákvörðun leiðtogafundar NATÓ, sem haldinn var 23. apríl 1999 í höfuðborg Bandaríkjanna, að mæla með loftárásum á fjölmiðla í Serbíu. Kanna skal hvort heimilt sé í stríði að drepa starfsmenn fjölmiðla. Einnig skal rannsaka hvort ráðherrarnir hafi veitt samþykki sitt fyrir loftárás NATÓ á sjónvarpsstöðina RTS í Belgrad fáum klukkustundum fyrir fundinn 23. apríl 1999, með þeim afleiðingum að 16 starfsmenn stöðvarinnar létust og ef ekki, hvort þeir hafi formlega mótmælt þessum árásum. Loks skal kanna hver bótaskylda Íslands sé gagnvart fjölskyldum fórnarlambanna.
Athugasemdir
1. Samkvæmt fréttatilkynningu nr. 23 frá Utanríkisráðuneytisins dags. 23. apríl 1999 (http://utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/1611) sátu Davíð Oddsson og Halldórsson, leiðtogafund NATÓ í Washington í tilefni 50 ára afmæli bandalagsins.
2. Samkvæmt fréttatilkynningu frá bandaríska Varnarmálaráðuneytinu frá 14. október 1999 (http://www.defenselink.mil/releases/1999/b10141999_bt478-99.html) greindu William S. Cohen, Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Henry H. Shelton, yfirmaður allra herja, frá efni leiðtogafundarins NATÓ við bandaríska þingnefnd. Hér er úrdráttur af þeim kafla:
At the NATO Summit in Washington on April 23, 1999, alliance leaders decided to further intensify the air campaign [against Serbia] by expanding the target set to include military-industrial infrastructure, media, and other strategic targets and announcing the deployment of additional aircraft.
3. Þess ber að undirstrika að árásin á sjónvarpsstöðina í Belgrad var gerð til að þagga í áróður þessarar stöðvar en ekki vegna hernaðargildis hennar. Þetta kemur fram í yfirlýsingum herforingja NATÓ sem birtast í skýrslu Amnesty International um þessa árás (sjá http://www.sw2.euv-frankfurt-o.de/caces/caces2000_anatomy_reader#ar)
At the Brussels meeting with Amnesty International, NATO officials clarified that this reference to relay stations and transmitters was to other attacks on RTS infrastructure and not this particular attack on the RTS headquarters. They insisted that the attack was carried out because RTS was a propaganda organ and that propaganda is direct support for military action. The fact that NATO explains its decision to attack RTS solely on the basis that it was a source of propaganda is repeated in the US Defence Department’s review of the air campaign, which justifies the bombing by characterizing the RTS studios as "a facility used for propaganda purposes." No mention is made of any relay station.
4. Samkvæmt 20. grein alþjóðlegs sáttmála um stjórnmálaleg og borgaraleg réttindi (sem Ísland hefur samþykkt), ber aðildarríkjunum að banna stríðsáróður (http://www.althingi.is/lagas/131b/1979010.2c3.html) Fulltrúar Íslands gerðu fyrirvara við þetta ákvæði á þeim forsendum að Ísland gæti ekki bannað stríðsáróður vegna tjáningarfrelsis! Samkvæmt fjórðu skýrslu Íslands um framkvæmd sáttmálans frá apríl 2004 (Dómsmálaráðuneytið), (http://eng.domsmalaraduneyti.is/media/Skyrslur/ICCPRofficial.pdf)
er ekki í bígerð að afturkalla fyrirvarann um þetta ákvæði.