Morgunblaðið viðheldur ritbanninu á Elías Davíðsson
12 júni 1997
Hr. ritstjóri
Morgunblaðið
Reykjavík
Hér með fylgir grein sem mér þætti vænt að Morgunblaðið myndi birta, ef unnt er, seinni part þessa mánaðar. Ég yrði yður þakklátur að láta mig fljótlega vita hvort úr birtingu þessarar greinar verði, svo ég hafi ráðrúm til að leita annarra ráða ef þér hafnið birtingu hennar.
Verði eftirfarandi grein birt í Morgunblaðinu, mun ég líta svo á, að "ritbann" Morgunblaðsins gegn mér heyrir sögunni til.
Virðingarfylst,
Elías Davíðsson
EKKERT SVAR
Þann 23. júní 1997 ritar Elías Davíðsson annað bréf til ritstjóra Morgunblaðsins:
Hr. ritstjóri
Morgunblaðið
Reykjavík
Þann 12. júní s.l. sendi ég yður grein til birtingar sem bar titilinn "Það er refsivert að valda dauða 600.000 barna". Í bréfi sem fylgdi greininni bað ég sérstaklega um að ég yrði látinn vita hvort úr birtingu greinarinnar verði, þar sem ég vildi fá hana birta seinni part júnímánaðar.
Þar sem ég hef ekki enn fengið svar frá yður og vil gjarnan gera aðrar ráðstafanir með greininni, mun ég bíða einn sólarhring til viðbótar eftir svari yðar. Komi ekkert svar frá yður, mun ég líta svo á, að Morgunblaðið hafnar birtingu þessarar greinar, í samræmi við skjalfesta stefnu Morgunblaðsins að neita að birta aðsendar greinar eftir mig.
Virðingarfyllst,
Elías Davíðsson
EKKERT SVAR