Þannig er goðsögnum um 11. september lætt að fólki
Þannig er goðsögnum [um 11. september] lætt að fólki:
(slúður merktur með grænu, fullyrðingar með rauðu)
Bandarískir embættismenn sögðu að svo virtist sem tveimur flugvélum á leið frá Boston til Los Angeles, sem fóru á loft með 15 mínútna millibili, hefði verið rænt og þeim flogið hvorri á sinn turn World Trade Center…Árásin fór þannig fram að farþegaþotum í innanlandsflugi í Bandaríkjunum var rænt og þeim flogið á World Trade Center-bygginguna í New York og Pentagon, höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins í Washington. Mbl. 12. september 2001
Hugsanlegt er talið að flugmaðurinn hafi steypt flugvélinni til jarðar fremur en að fara að fyrirskipun hryðjuverkamannanna. Mbl. 12. september 2001
Tveir háttsettir bandarískir embættismenn [ótilgreindir] sögðu að Bandaríkjastjórn grunaði að sádi-arabíski hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden stæði að baki árásinni á Bandaríkin. Mbl. 12. september 2001
Annar embættismaður [ótilgreindur] sagði “Við höfum vísbendingar um að menn tengdir Bin Laden og al Qaeda-samtökunum kunni að hafa staðið á bak við árásina.” Mbl. 12. september 2001
Bandarískir embættismenn [ótilgreindir] sögðu hins vegar að það hefði verið síðarnefnd vél American Airlines, Flug 77, sem flogið hefði verið á byggingu varnarmálaráðuneytisins. Mbl. 12. september 2001
Þúsundir Palestínumanna í borginni Nablus á Vesturbakka Jórdanar fögnuðu árásinni, söngluðu Guð er mikill og dreifðu sælgæti til vegfarenda. (þetta reyndist lygafrétt) Mbl. 12. september 2001
Talið er að Osama Bin Laden, sem grunaður er um að standa að baki hryðjuverkunum í Bandaríkjunum, sé með hryðjuverkahópa í 34 ríkjum. Mbl. 14. september 2001
Hugsanlegt er að flugræningjarnir hafi notað dulnöfn. Mbl. 15. september 2001
Þá er talið að nokkrir hinna grunuðu hafi nýtt sér almenningsbókasöfn í Flórída til að halda uppi tölvusamskiptum við samverkamenn sína. Mbl. 19. september 2001
Óstaðfestar fregnir herma að hermandarmennirnir kunni að hafa lagt á ráðin um að gera árásir á morgun, laugardag. Mbl. 21. september 2001
Alríkislögreglan er m.a. sögð að hafa fengið upplýsingar um að hermdarverkamenn hafi ætlað að ræna þotu, sem átti að fara frá Boston 25 mínútum eftir flugtak vélarinnar sem flogið var fyrst á World Trade Center. Farþegaþotan fór hins vegar ekki í loftið vegna bilunar. Mbl. 21. september 2001
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að yfirvöld teldu að hermdarverkamennirnir hefðu ætlað að ræna alls sex farþegaþotum í vikunni sem leið. Mbl. 21. september 2001
Nafn al-Midhars var á farþegaskrá þotunnar…og á lista FBI yfir flugræningjana nítján. Fregnir hermdu þó í gær að óljóst væri hvort hann hefði verið í þotunni eða hvort hann væri enn á lífi. Mbl. 21. september 2001