Nokkrar áleitnar spurningar til forsætisráðherra 12.2.1998
12 febr. 1998
A
1. Getur forsætisráðherra Íslands axlað, fyrir hönd Íslendinga, þá samábyrgð sem kynni að skapast vegna líklegra afleiðinga loftárása á óbreytta borgara í Írak, þ.m.t. dauða margra saklausra borgara ?
2. Er rétt að hervaldi verði beitt gegn þeim ríkjum sem neita að framfylgja ályktunum Öryggissráðs Sameinuðu þjóðanna og/eða búa yfir tortímingarvopnum ?
3. Telur þú viðeigandi fyrir þá sem vilja engu fórna, að hvetja aðra til að fórna lífi sínu í baráttunni fyrir frelsi ?
4. Telur þú að Bandaríkjastjórninni sé heimilt að meta sjálf, án samráðs og heimildar Sameinuðu þjóðanna, hvenær og undir hvaða kringumstæðum henni sé heimilt að ráðast með vopnavaldi á Írak eða á önnur ríki, s.s. Panama, Grenada, Libýu, ofl. ?
B
1. Hvaða ríki í Miðausturlöndum býr yfir kjarnorkuvopnum ?
2. Hvaða ríki í Miðausturlöndum neitar að undirrita alþjóðasáttmálann gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna (Non-Proliferation Treaty) og leyfir ekkert alþjóðlegt eftirlit með vígbúnaði sínum ?
3. Hvaða ríki í Miðausturlöndum hefur hernumið landssvæði annarra ríkja með vopnavaldi og neitar að skila svæðunum í trássi við ályktanir Öryggisráðs S.Þ. ?
4. Hvaða ríki í Miðausturlöndum ræðst reglulega með loftárásum, herskipum og stórskotaliði á nágrannaríki sitt ?
5. Hvaða ríki í Miðausturlöndum hefur gert árás á bandarískt herskip í alþjóðlegri siglingaleið með þeim afleiðingum að 33 bandarískir hermenn létu lífið og 177 særðust?
6. Hvaða ríki í Miðausturlöndum hefur hundsað 69 ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna án þess að sæta nokkurra eftirkasta af hálfu ráðsins?
7. Hvaða ríki í Miðausturlöndum hefur skapað 750.000 flóttamenn og neitar þeim að snúa aftur til heimkynna sinna ?
8. Hvaða ríki í Miðausturlöndum neitar að greiða fólki sem það hefur svipt landi og eigum sínum skaðabætur ?
9. Í hvaða ríki í Miðausturlöndum hefur maður sem skipulagði morð á háttsettum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna orðið forsætisráðherra ?
10. Hvaða þjóð í Miðausturlöndum er verið að ógna með loftárásum þessa dagana í nafni Sameinuðu þjóðanna ?
Elías Davíðsson tók saman. 12 febr. 1998
Svör sendist i pósthólf 1760, 121 Reykjavík, merkt Hands Off Iraq