Næstum eins öruggt og þyngdarlögmálið
Næstum eins öruggt og þyngdarlögmálið
Mat skýrsluhöfundar á líkum á að leyndarbréfamálið verði brotið upp er að það sé næstum eins öruggt og tilvist þyngdarlögmálsins. Spurningarnar sem því tengjast varða fremur hvenær það gerist og með hvaða hætti. Því veldur ekki aðeins eðli hinna meintu lögbrota heldur einnig tenging þeirra við æðstu valdamenn.
Opnun leyndarbréfamálsins snýst ekki aðeins um sýnileg sönnunargögn og lögfræði þótt þekking á lögfræði geti nýst til að benda á meint lögbrot tengd leyndarbréfunum. Fleira kemur til, svo sem almenn þjóðfélagsþekking og þekking á þeim Òkerfum" og stofnunum sem telja má uppistöðukerfi og stofnanir í samfélaginu. Síðast en ekki síst þarf til að koma þekking á manninum. Eiginleikar manna eru svo samofnir persónum okkar að við gerum okkur ekki grein fyrir þeim mörgu lögmálum sem við lútum. Tiltölulega nýleg , starfaskipting og sérhæfing hefur þrengt sýn manna og mótað afstöðu þeirra til þess hvað þeir láta til sín taka eða öllu heldur leiða hjá sér. En í öllum samfélögum hefur maðurinn verið lögmálsvera. Hann hefur almennt talið nauðsyn að fylgja ákveðnum boðum og bönnum.
Alþjóðlegur sjóður réttarfarsreglna og annarra lagareglna, venja og boðorða frá elstu samfélögum, sem verið hefur uppistaða í löggjöf Íslendinga, byggir á mannlegum eiginleikum. Eðli málsins samkvæmt geta leynireglur og leyndarbréf ekki verið hluti af þeim sjóði nema stefnt sé að skiptingu þjóðfélagsins í hópa. Annars vegar þann hluta sem semur og sendir eða veitir viðtöku og varðveitir leyndarskjöl og hins vegar þann hluta sem ekkert á að fá að vita um leyndarskjölin.
Forvitni mannsins er góð röksemd fyrir opnun leyndarbréfamálsins en að auki má nefna skipulag samfélagsins og tækni sem er hluti daglegs lífs Íslendinga. Þótt Hæstiréttur Íslands hafi síðasta orðið um hvert skipulag samfélagsins er, verður staða hans ekki aðeins örðug ef gera þarf grein fyrir leyndarskjölum, heldur óviðunandi. Neitun dómara Hæstaréttar á að upplýsa þá sem hlut eiga að máli um leyndarskjöl gerir þá ekki aðeins vanhæfa gagnvart þeim sem beint eiga hlut að máli, heldur veldur almennu vanhæfi þeirra samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum grundvallarreglum. Sama á við um leyndarskjöl og héraðsdómara og ýmsa aðra réttarkerfismenn.
Þá er einkenni samfélagsins að allur almenningur þarf auk stjórnvalda að nota fjölda skráa og gagna í störfum sínum. Almenn tölvunotkun hefur stóraukið þennan upplýsingasjóð og margfaldað not af honum. Íslendingar geta ekki látið dómstólana halda mis I munandi meiðandi leyndarskjöl um lögmenn sína eða haft leyni legar sérreglur um lagaframkvæmd fyrir einstaka þjóðfélagshópa og jafnframt nýtt sér nútíma upplýsingatækni. Eigi leyndarskjöl, sem til dæmis stafa frá Hæstarétti, að hafa almenna þýðingu í héraðsdómstólunum, hlýtur hún að tengjast þeim hagsmunum sem fjallað er um í dómsmálunum. Sjálfar persónur lögmannanna eru þar sjaldnast til umfjöllunar, heldur margvíslegir hagsmunir umbjóðenda þeirra. Áhrif leyndarbréfa að því leyti sem þau eiga að vera virk fyrir dómstólunum verða því jafnan að taka til hagsmuna. Almenn not af tölvutækninni krefst þess að möguleg áhrif leyndarbréfa á einstakar eignir eða hagsmuni séu skráð eins og áhrif af gildum réttarreglum, til dæmis eignarréttarákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Er vandalítið fyrir nútímamann að velja milli tölvunotkunar og leyndarbréfa.
Íslenskir valdhafar hafa sem almennir borgarar sem betur fer margþætt frelsi. Hafi þeir áráttur til að beina kröftum sínum gegn lögmálum, sem lög styðjast jafnan við, gætu þeir til að mynda farið að iðka joga. Kæmi það til skal ekki útilokað að einhverjir þeirra ættu sem fakírar eftir að sýna almenningi á Lækjartorgi hvernig unnt er að yfirvinna þyngdarlögmálið og liggja láréttir í lausu lofti.
Möguleg töfrabrögð æðstu embættismanna ættu að vera óháð embættum þeirra, en leyndarbréf embættismanns Hæstaréttar Íslands rituð í nafni Hæstaréttar eru það ekki. Starfsemi opinberra aðila, sérstaklega réttarkerfisstofnana, er lögbundin. Allir sem tengjast íslensku réttarfari eiga að geta verið með í því, þótt þeir leggi ekki í að reyna að brjóta lög og yfirvinna grundvallarlögmál.
Í ævintýri gátu loddarar fengið hagsmunasamfélag til að sameinast í vitleysu eins og að dást að nýjum fötum Keisarans, sem voru engin föt. En börn hagsmunasamfélagsins létu ekki blekkjast og því síður þeir sem utan þess stóðu.
Meðan leyndarbréfamálið hefur ekki verið réttilega upplýst opinberlega hefur það örugglega áhrif á viðhorf Íslendinga og margvíslegar aðgerðir. Þeir gætnari fara sennilega enn varlegar og þeir ófyrirleitnari ef til vill glannalegar en ella. En margir munu skemmta sér við þetta stórbrotna ævintýri sem leyndarbréfamálið er og það stuðlar að upplýsingu þess.