Snemma þann 23 April 1999 var ráðist úr flugvélum NATÓ-herja á sjónvarpsstöðina Radio Televizija Srbija (RTS) í Belgrad með þeim afleiðingum að 16 manns týndu lífið. Árásin var með því markmiði að eyðileggja þessa stöð og þagga í fréttaflutning hennar sem var NATÓ ekki að skapi. Sama dag og árásin var gerð, þ.e. 23. apríl 1999, var haldinn leiðtogafundur NATÓ-ríkja í Washington, D.C. en fundinn sátu Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Á þeim fundi var sú ákvörðun tekin samhljóða eins og venjan er á leiðtogafundum NATÓ – að heimila herjum NATÓ að hefja árásir á fjölmiðla í fyrrverandi Júgóslavíu.
Lesa meira . . .