Ritbannsbréf Styrmis Gunnarssonar til E.D.
Hr. Elías Davíðsson
Hábrekku 14
355 Ólafsvík
Vegna bréfa þinna frá 27. janúar og 15. febrúar vil ég taka eftirfarandi fram:
Í ljósi fyrri samskipta þinna og Morgunblaðsins höfum við ekki áhuga á að birta greinar þínar í blaðinu.
Þessi afstaða tengist á engan hátt skoðunum Morgunblaðsins á deilumálum Araba og Ísraelsmanna.
Virðingarfyllst,
Styrmir Gunnarsson
[ritstjóri Morgunblaðsins]
[Ath. bréfið er ódagsett en póststimpillinn var 20. febrúar 1990. Í bréfinu er vísað til bréfa Elíasar Davíðssonar frá 27. janúar og 15. febrúar 1990]
[PS: Þann 3. september 2006 birti Morgunblaðið grein eftir Elías Davíðsson. Ekki er ljóst hvort um stefnubreytingu hafi verið að ræða, eða mistök hjá blaðinu]