Símtal við Jón Snorrason (15.8.2006)
Símtal við Jón Snorrason, saksóknara hjá Ríkislögreglustjóra. 15. ágúst 2006-08-29
Eftir margar tilraunir til að ná í Jón, tókst mér loks að ræða við hann í símann um kæru á hendur George HW Bush sem hann er talinn hafa fengið til meðferðar.
Jón játaði að hafa fengið skjalið en sagði ekkert af eigin rammleik um það. Hann svaraði því til að ég fengi skriflegt svar við því hvers vegna hafi ekkert verið aðhafst vegna kærunnar og lofaði að senda þetta innan fárra daga, en ekki seinna en næstu viku. Hann vildi ekki tjáð sig í símanum um málið.
Aðspurður hvort hann hafi rætt kæruna við aðra, vék hann sér undan svari.
Elías Davíðsson