Samferðafólk
Samferðafólk
Ýmsir sem þekkja til leyndarbréfamálins og haft hafa samband við höfundinn, hafa látið í ljós, að vonlítið væri að aðgerðir hans sem einyrkja bæru árangur gegn heilu kerfi valdhafa. Þetta er rangt. Höfundur er ekki einyrki í réttarkerfinu og valdakerfi samfélagsins er ekki heilt í afstöðu sinni til leyndarbréfanna, raunar svo óheilt að það treystir sér ekki til að fjalla um þau. Til upplýsinga skal greint frá þremur nýlegum tilvikum sem stefna í sömu átt og aðgerðir höfundar.
Hæstaréttardómur 24. nóvember 1994 í málinu nr. 385/1992
Í þessu máli er Jóhanna Tryggvadóttir, sem áður er vikið að í Skýrslunni í sambandi við dóma í Hæstarétti Íslands, upp kveðna 29. apríl og 18. maí 1994, að bera hönd fyrir höfuð sér. En hún var í málinu svipt þeim grunnrétti að flytja mál sitt fyrir Hæstarétti Íslands, þótt héraðsdómari í viðkomandi máli hefði ekki ýjað að því að hún væri vanhæf.
Í dómi Hæstaréttar frá 24. nóvember 1994 kemur ekki fram hvað er talið hafa farið úrskeiðis í málatilbúnaði Jóhönnu áfrýjanda. Heldur ekki hvaða málsástæður eru óljósar eða á reiki, né heldur hvaða lagasjónarmiðum hefði ekki verið gerð skil. Ekkert lá fyrir í dómnum um að læknisfræðilegra gagna hefði verið atlað um hæfi eða meint vanhæfi áfrýjanda og heldur ekkert getið um það að áfrýjandi hefði gert ítarlegar tilraunir til að fá sér lögmann. Hins vegar var vísað í fyrri dóm Hæstaréttar frá 18. maí 1994 sem einnig var án gagna eða efnislegra raka um meint vanhæfi áfrýjanda. En sá dómur fjallaði auk annars um meint gróf lögbrot Hæstaréttar Íslands sem Skýrslan frá 20. október 1994 greinir frá.
Niðurstaða Hæstaréttar 24. nóvember 1994 var eins og áður segir sú, að líta svo á, að áfrýjandi væri ekki hæfur til að tlytja mál sitt og var málið dæmt eins og áfrýjandi hefði ekki mætt í Réttinum, sem var alrangt. Það var vissulega þungur dómur fyrir áfrýjanda, en þó laufléttur fyrir hann miðað við þyngslin sem hljóta að hvíla á dómendum Hæstaréttar Íslands, vegna málsins.
Sævar Ciesielski
Sævar Ciesielski, sá, sem hvað þyngstan dóm hefur hlotið í réttarkerfinu á þessari öld, sautján ára fangelsisdóm, hefur óskað endurupptöku málsins. Er beiðni hans nú til athugunar hjá saksóknara sem sérstaklega var skipaður til að athuga máls hans.
Eins og fram kemur í Skýrslunni eru aðferðir réttarkerfisins varhugaverðar svo ekki sé meira sagt. Það, auk annars, styður endurupptöku máls Sævars.
Ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri Heilbrigðisráðuneytsins
Á haustmánuðum 1994 og fram á árið 1995 var minnisleysi ráðneytisstjóra og skrifstofustjóra Heilbrigðisráðuneytisins talsvert til umræðu. Minnisleysi þeirra var sem betur fer ekki almennt, heldur varðaði einn meintan fund í Ráðuneytinu á haustdögum 1993 um starfslok fyrrum tryggingayfirlæknis. Fyrrverandi ríkislögmaður og starfandi hæstaréttardómari gekk að því er virðist að beiðni Ríkisendurskoðunar einkum fram í því að hressa upp á minni stjóranna úr Ráðuneytinu. Hann hafði verið einn af fundarmönnunum. Sú niðurstaða sem fyrir lá í málinu í janúar 1995 og ekki hefur verið haggað er sú afstaða heilbrigðisráðherra að ekkert hafi náðst fram í málinu sem skerpti minni stjóranna og verði því að telja málinu lokið.
Höfundur hefur að sjálfsögðu engar forsendur til að segja um hvað gerðist á meintum fundi í Heilbrigðisráðuneytinu á haustdögum 1993 og þar af leiðandi heldur ekki möguleika til að draga ályktanir af því.
En aðferð Ríkisendurskoðunar og starfandi hæstaréttardómara við upplýsingu málsins er löglaus og vítaverð. Ríkisendurskoðun ætti að geta gengið að sýnilegum sönnunargögnum um málið hjá opinberum aðilum, en ætti ella að krefjast opinberrar rannsóknar, telji hún tilefni til eftirmála. Fyrrverandi ríkislögmaður ætti ekki að koma nálægt rannsókn á máli sem hann sjálfur tengist og það því síður þar sem hann er starfandi hæstaréttardómari.
Ástæða er til að fagna því þegar ekki tekst að misnota réttarkerfismenn til að ganga ranglega í skrokk á mönnum. Vonandi átta stjórar Heilbrigðisráðuneytisins sig á því eftir hakkavélarmeðferð réttarkerfis og fjölmiðla, að slíkt réttarkerfi getur verið hættulegt heilsu margra annarra manna.
Skýrsluhöfundur bindur að sjálfsögðu vonir við að aðgerðir samferðafólks í dómsmálum opni augu valdamanna fyrir því að atorku Íslendinga og hæfileikum má ekki sóa í lélegt réttarkerfi. Er aldrei að vita hvenær vagn okkar slaka réttarkerfis kemur að þeirri hundaþúfunni sem veltir honum. En öruggasti og traustasti bandamaður skýrsluhöfundar í því að upplýsa um bresti réttarkerfisins er kerfið sjálft. Verði veruleg umbrot í því eru líkur á að það verði fyrir aðgerðir og þó fremur aðgerðaleysi réttarkerfismannanna sjálfra. Að því kemur að þeir nenna ekki að vinna við slæmar starfsaðstæður og krefjast umbóta. Þá gætu stjórnmálamenn einnig verið að vakna. Þau tíðindi hafa gerst sem er nýlunda í íslenskri stjórnmálasögu að ráðherra hefur sagt af sér vegna ásakana um mistök í starfi og fram ! er komin tillaga á Alþingi um skipun rannsóknarnefndar vegna starfa annars ráðherra. Síðustu tíðindi eru þau að nokkru eftir miðjan febrúar 1995, lagði dómsmálaráðherrann fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um að fella úr gildi ákvæði 108. gr. almennra hegningarf, laga nr. 19/1940 sem kveða á um sérstakar refsingar fyrir að segja sannleikann um opinbera starfsmenn á ótilhlýðilegan hátt.