Skiptir upplýsing máli ?
Skiptir upplýsing máli ?
Árangursleysi skýrsluhöfundar við að fá aðgerðir embættismanna og svör, jákvæð eða neikvæð, um leyndarbréfamálið, vekur þá spurningu hvort upplýsing skipti máli. Íslenskir valdhafar virðast býsna ónæmir fyrir upplýsingum sem eru óþægilegar valdakerfinu og þeir virðast hafa þau tök á réttarkerfinu að það bregst seint við.
En máttur upplýsinga getur verið mikill. Tvö erlend dæmi skulu nefnd og ég leyfi mér að vitna í Morgunblaðið.
Í grein Kristjáns Jónssonar frá 23. des. 1994 sem heitir: ÒBræður berjast í Róm", er sagt frá baráttu Silvio Berlusconi, sem varð forsætisráðherra Ítalíu vorið 1994, við að halda völdum. Margt var nýja forsætisráðherranum hagstætt, svo sem góður þingmeirihluti við upphaf stjórnarsetu, 7% vöxtur þjóðarframleiðslu á árinu 1994 og eitt hundrað þúsund ný störf. En annað var forsætisráðherranum mótdrægt eins og fall lírunnar og afhroð nýja flokksins hans í sveitarstjórnarkosningum. Nokkru eftir að grein Kristjáns birtist, milli jóla og nýárs 1994, baðst Berlusconi lausnar sem forsætisráðherra og ekki horfir vel um stjórnmálaferil hans. Leiðinleg skattamál fyrirtækis hans er það eina sem kemst í heimsfréttirnar.
Mitt mat er að eiginleg stjórnmálastörf Berlusconi eigi lítinn þátt í óförum hans. Heldur hafi neikvæðar upplýsingar um menn tengda honum valdið fylgishruni hans og óstöðugleika í efnahagsmálum. Starfsmenn Fininvest, fyrirtækis Berlusconi, þar á meðal bróðir forsætisráðherrans, Paolo Berlusconi, hafa verið sakaðir um að greiða skatteftirlitsmönnum mútur, vegna fyrirtækisins. Forsætisráðherrann taldi að ákærur saksóknara vegna þessara meintu mútugreiðslna væru ofsóknir vegna stjórnmálaafskipta hans og sagði að þær mundu ekki hrót7a við honum. Þá reyndust forsætisráðherranum tengsl hans við Bettino Craxi, fyrrum forsætisráðherra Ítalinu, honum ekki til framdráttar. Craxi, sem var vinur Berlusconi og guðfaðir eins barna hans, hafði hlotið refsidóm fyrir mútuþægni.
Þannig urðu þjóðhagslega lítilvægar upplýsingar úr réttarkerfinu og ósannaðar hvað varðaði meintar og mögulegar sakir forsætisráðherrans sjálfs til þess að hrekja hann frá völdum. Og ekki dugði Berlusconi að eiga eitt mesta risaveldi fjölmiðla í Evrópu. Upplýsingin sjálf skipti máli en ekki fjölmiðlakerfið.
Ef til vill voru áhrif nýju tölvutækninnar að skila sér við að rjúfa vítahring valdhafa, það er yfirráð þeirra yfir fjölmiðlum, skoðanamyndun almennings og kjörfylgi valdhafa. Tölvutæknin hafði örugglega reynst saksóknurum Ítalíu notadrjúg í störfum þeirra. Ef til vill voru tímar stóru fjölmiðlanna, eins og útvarpsins á Hitlerstíma Þýskalands, sem höfðu ráðið svo miklu um framvindu mála, búnir að lifa sitt blómaskeið. Ef til vill eru þegnar þjóða heims að stíga inn í nýja upplýsingaöld þar sem þeir leita sjálfir og finna sjálfir. Þá væri hrapallegt ef valdhafar gætu í krafti vopna, mis notkunar á upplýsingum eða hlýðni embættismanna við smákónga ‘ svipt menn rétti til að lifa sem jafningjar.
Hin Morgunblaðsgreinin sem ég vil vitna til er frá 13. janúar 1995. Hún heitir "Áhrif af himnum ofan", er byggð á The Daily Telegraph, og fjallar um viðbrögð gamalla trúar- og menningar I samfélaga við vestrænni menningu, sem flæðir yfir með nýrri tækni og tækjum. Í fyrirsögn segir að gervihnattasjónvarpið hafi valdið byltingu í þróunarríkjum. Einræðisstjórnir reyni að spyrna við fótum en ekkert virðist duga gegn tækniframförunum. Sagt er frá banni klerkastjórnarinnar í Íran við að eiga myndbandstökuvélar, myndbandstæki og gervihnattadiska til að koma í veg fyrir áhrif sjónvarpsefnis á alménna borgara. Hafa leitarflugvélar flogið yfir Teheran til að hafa upp á gervihnattadiskum. Þá segir í greininni að stjórnvöld einræðisríkja hafi getað lokað á umferð og innflutning á landamærum, lokað fyrir símtöl til útlanda, brennt bækur og komið i veg fyrir dreifingu erlendra dagblaða. Hms vegar se nær ómögulegt að trufla útsendingar um gervihnött þar sem tíðnisvið og útsendinganna séu svo mörg.
En valdhafar einræðisríkja eiga fleiri möguleika. Til dæmis geta Kínverjar hugsanlega samið við fjölmiðlakóng eins og Rubert Murdoch um einkarétt áskriftasjónvarpskerfis gegn því að hafa áhrif á hvaða efni verður birt. En þessi sami Murdoch segir: ÒÞegar allt kemur til alls mun tæknin bera sigurorð af stjórnmálamönnum og reglugerðum. Það gerðist í Bandaríkjunum og Bretlandi. Við munum sjá það eiga sér stað um allan heim."
Áskriftarsjónvarp er aðeins einn möguleiki. Gervihnettirnir geta verið margir og nú er farið að senda ritað efni, hljóð og myndir með símalínum. Einræðisherrar virðast eiga um tvennt að velja. Að reyna að halda völdum með því að loka þjóðir sínar af og neita þeim um aðgang að upplýsingatækni og efnalegum framförum, sem er ólíklegt að takist. Hinn kosturinn er að leyfa afnot af upplýsingatækninni og sjá spádóm Ruberts Murdoch um minni áhrif stjórnmálamanna rætast. Ljóst er að upplýsing getur skipt máli og vonandi verður upplýsingin sjálf sem flestum tæki og vald.