Áskorun 2300 Íslendinga til Davíðs Oddssonar, 20. júní 2002
Bréf afhent forsætisrherra, Davíð Oddssyni, 20. júní 2002
Hr. Davíð Oddsson, forsætisráðherra
Stjórnarráðinu
150 Reykjavík
Við undirrituð skrifum þér í nafni 2.300 landsmanna sem hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjórnar Íslands vegna málefna Palestínu. Áskorunin fylgir hér með.
Við óskum hér með að hitta þig að máli við fyrsta tækifæri til að fara sameiginlega yfir efnisatriði áskorunarinnar. Við teljum okkur bera skyldu til þess gagnvar þeim sem hafa borið traust til okkar, að greina frá viðbrögðum þínum í þessu brýna máli.
Í von um skjótt svar.
Virðingarfyllst,
Sveinn Aðalsteinsson, Bergstaðastræti 7, 101 R
Arnþór Helgason, Tjarnarbóli 14, 170 Seltjarnarnesi
Elías Davíðsson, Hörpugata 14, 101 R.
[Forsætisráðherra staðfesti ekki móttöku bréfsins]
Áskorunin
Frá Landinu helga berast neyðaróp til allra þjóða. Ísraelsherinn fremur fjöldamorð á Palestínumönnum, skýtur á sjúkrahúsin, sveltir almenna borgara, meinar fréttamönnum að fylgjast með framferði sínu og ræðst jafnvel á friðsamlega mótmælendur. Aðgerðir Ísraels bera keim þjóðarmorðs. Alþjóða samfélagið getur ekki horft aðgerðalaust á slíka glæpi gegn almennum borgurum.
Íslensk stjórnvöld eru fulltrúa fullvalda þjóðar. Þau geta og eiga að tjá vanþóknun íslensku þjóðarinnar á þessu framferði. Þau geta og eiga krafist þess að Ísrael virði samþykktir Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalög. Þau geta og eiga að beita lögmætum aðgerðum gegn ríkjum sem niðurlægja Sameinuðu þjóðirnar og senda alþjóða samfélagi langt nef, eins og Ísrael hefur gert í hálfa öld.
Við undirrituð skorum á íslensku ríkisstjórnina að hún
(a) fordæmi afdráttarlaust brot Ísraelsstjórnar á alþjóða mannúðarlögum, s.s. aftökur án dóms og laga, pyntingar og hóprefsingar;
(b) skori á Ísraelsstjórn að virða og framfylgja ályktunum Sameinuðu þjóðanna um stofnun sjálfstæðis Palestínuríkis og um réttindi palestínskra flóttamanna;
(c) árétti samhljóða ályktun Alþingis frá árinu 1989 um málefni Palestínu;
(d) slíti stjórnmálasambandi við Ísrael meðan það neitar að draga herlið sitt frá borgum, bæjum og flóttamannabúðum Palestínumanna;
(e) beiti sér fyrir alþjóðlegri rannsókn á meintum stríðsglæpum Aríels Sharons og annarra ísraelskra ráðamanna;
(f) veiti Palestínumönnum brýna mannúðaraðstoð;
(g) styðji tillögu á alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um að sendar verði alþjóðlegar friðarsveitir á vegum samtakanna til verndar lífi og limum Palestínumanna.