Áskorun vegna þátttöku íslenskra ráðherra í alþjóðaglæpum, 1.1.1999
Áskorun vegna þátttöku íslenskra ráðherra í alþjóðaglæpum
(fram til 1. janúar 1999 hafa um 190 Íslendingar undirritað eftirfarandi áskorun) |
||||||
Samkvæmt skýrslum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa 576 þúsund börn í Írak látist af völdum hins alþjóðlega viðskiptabanns sem hefur staðið yfir frá því í ágúst 1990. Slíkt tilræði gegn saklausum börnum, framið í nafni Sameinuðu þjóðanna og með stuðningi lýðræðisríkja, er fordæmislaust.
Alþjóðasamningar sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað og heitið að virða, banna alfarið og undantekningalaust atlögu gegn óbreyttum borgurum. Ein meginregla í réttarfari okkar ætti að vera að refsa ekki saklausum mönnum. Að beita óbreytta borgara annarra landa kúgun til að etja þeim gegn eigin stjórnvöldum er skilgreint sem alþjóðlegt hryðjuverk. Að svelta almenna borgara í stríði er skilgreint sem stríðsglæpur. Samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirritað ber að lögsækja og refsa fyrir þátttöku í slíkum glæpum. Íslensk stjórnvöld styðja þessar refsiaðgerðir gegn almenningi í Írak og njóta enn þegjandi samþykkis Alþingis og fjölmiðla í þessu máli. Þar sem Jón Baldvin Hannibalsson hafi með undirritun sinni (Stjórnartíðindi 28 apríl 1992) lögfest þátttöku Íslands að viðskiptabanninu gegn írösku þjóðinni og þar sem Halldór Ásgrímsson tryggði áframhaldandi þátttöku Íslands að þessu glæpsamlegu athæfi, krefjumst við undirrituð 1. Að íslensk stjórnvöld bindi tafarlaust enda á aðild Íslands að hinum villimannlegu refsiaðgerðum gegn almenningi í Írak og beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að þessum aðgerðum verði hætt nú þegar, svo Írakar geti lifað eðlilegu mannlífi, menntað börn sín, hlynnt að sjúkum og stundað atvinnu. 2. Að íslensk stjórnvöld leggi til að stofnaður verði alþjóðlegur skaðabótasjóður í þágu hinna saklausu fórnarlamba refsiaðgerðanna. 3. Að ríkissaksóknari ákæri Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, fyrir stuðning við alþjóðleg hryðjuverk, stríðsglæpi og þjóðarmorð. 4. Að Alþingi láti hefja opinbera rannsókn vegna stuðnings Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, við alþjóðleg hryðjuverk, stríðsglæpi og þjóðarmorð. Við skorum á alla einstaklinga með eðlilega réttlætiskennd að styðja þessar kröfur og standa þannig vörð um siðferðis- og réttarfarsarfleið vorrar þjóðar. Meðal þeirra sem hafa undirritað ofangreinda áskorun eru: |
||||||
|
- Color