Slakt réttarkerfi
Slakt réttarkerfi
Mikið er sagt um samfélag þegar sagt er að réttarkerfi þess sé slakt. Því veldur staða og hlutverk réttarkerfisins í samfélaginu. Staðan er þannig að ekki er raunhæft og tæpast mögulegt að setja upp annað réttarkerfi samhliða hinu gamla og nota bæði.
Réttarkerfi er nútímasamfélagi einstök stofnun sem verður að starfa án staðgengils og er að því leyti eins og hjarta, lifur eða taugakerfi er manni.
Verði vart við veika hlekki í réttarkerfi gilda að mestu sömu viðhorf og aðferðir til lagfæringa á því og um flest önnur viðfangsefni. Fyrsta aðgerð er að kanna og staðreyna þau atriði, sem telja má veikleika kerfisins og upplýsa alla þá sem hlut eiga að máli. Annar áfangi er að safna saman álitlegustu hugmyndum til styrkja kerfið og bæta úr veikleikum þess.
Þriðji og lokaáfangi er að velja þá hugmynd til úrbóta sem álitlegust verður talin og koma henni í framkvæmd. ÒPrufukeyrsla", sem oft er hægt að grípa til og nota þegar um nýmæli eða lagfæringar er að ræða, á tæpast við um nýskipan réttarkerfis. Í íslenska réttarkerfinu, sem leiða á ágreining skipulega og farsællega til lykta, er kreppan slík að menn komast ekki á byrjunarreit. Menn leiða hjá sér ákveðna sérgreinda mögulega veikleika kerfisins og treysta sér ekki til að staðreyna þá. Af því leiðir að ekki er tilefni til að koma með sérstakar hugmyndir til lagfæringa og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta á ekki aðeins við um réttarkerfismennina sjálfa, heldur einnig æðstu framkvæmdavalds og löggjafarvaldshafa. Þrælsóttinn og eða hagsmunagæslan er slík að fjölmiðlar vilja ekki eða þora ekki að spyrja opinberlega þá sem næst leyndarbréfamálinu standa.
Einhver kann að spyrja: Gæti ekki verið að dómarar Hæstaréttar og æðstu menn Dómsmálaráðuneytisins svo og aðrir æðstu menn lýðveldsins hefðu án þess hátt færi viðurkennt veikleika réttarkerfisins meðal annars þá sem höfundur hefur bent á og jafnframt ákveðið til dæmis með áramótaheiti að frá og með l. janúar 1995 skyldi stjórnarskrárákvæðum, réttarfarslögum, og öllum reglum sem lúta að mannréttindum fylgt til hins ítrasta, sem næst því að hvergi yrði blettur eða hrukka?
Auðvitað er það mögulegt en í þeirri aðferð getur ekki falist að réttarríkið góða sé á næsta leiti. Hér á sama við og um ferðalang. Hann verður að vita nokkuð glögglega hvaðan hann kemur, hvar hann er staddur og hvert hann ætlar, til að geta stefnt á áfangastað. En fleira kemur til.
Sé um að ræða alvarleg lögbrot æðstu embættismanna réttarkerfisins eru þeir vanhæfir til embættisstarfa meðan hin meintu lögbrot hafa ekki verið upplýst og fjallað hefur verið réttilega um þau. Meðal æðstu embættismanna réttarkerfisins eru menn um og innan við fertugt. Að öllu eðlilegu gæti verið framundan hjá þeim aldarfjórðungs embættisferill og þar með mögulegt aldarfjórðungsvanhæfi. Hingað til hefur fullt hæfi embættismanns, bæði almennt og sérstakt, verið talin forsenda fyrir gildi embættisverka hans.
Annað höfuðatriði er að almenningur á rétt á því að meint alvarleg lögbrot opinberra starfsmanna fái lögbundna meðferð. Allar aðrar lausnir eru lögbrot og geta aðeins sett fyrri möguleg brot í lakara ljós.
Þriðja atriði vil ég nefna. Það er að vísu persónulegt og lauslegt mat sem ég læt fljóta með. Ég minnist þess sem laganemi og ungur lögfræðingur að ég rakst oft á dóma, sérstaklega dóma Hæstaréttar Íslands, sem mér fannst tilefni til að dást að vegna þess hve vel þeir voru gerðir í alla staði. Ég rakst einnig á aðra dóma Hæstaréttar sem ég hafði efasemdir um að væru réttir að niðurstöðu en það gat verið ástæða til að hneigja sig fyrir þeirri fagmennsku og tækni sem viðhöfð var við samningu þeirra. En ég minnist ekki að hafa á mínum yngri árum rekist á dóma Hæstaréttar þar sem mér fundust grundvallarreglur brotnar og Òsóðalega" að verki verið. Það hefur mér stundum fundist í seinni tíð.
Með þessu lauslega áliti mínu er ég að segja að ég dreg í efa, hvað sem líður formlegu hæfi, til dæmis hæstaréttardómara, að þeir séu faglega eins vel undirbúnir og þjálfaðir og til dæmis þeir sem skipuðu Hæstarétt Íslands fyrir þrjátíu árum. Það eru ýmsar ástæður til að óttast það. Lengi hefur verið talað um, að pólitísk tengsl eða ættartengsl manna gætu skipt höfuðmáli um það hvort þeir hlytu skipun í stöðu hæstaréttardómara. Þekking manna og hæfni skipti minna máli. Atriði eins og þau sem koma fram í fyrri hluta Skýrslunnar, sem ekki hefur verið mótmælt og varða samskipti Hæstaréttar Íslands við Dómsmálaráðuneytið síðasta hálfan annan áratug, metur höfundur sem lögbrot. Dómar Hæstaréttar Íslands frá 29. apríl og 18. maí 1994 og greint er frá í fyrri hluta Skýrslunnar eru faglega og efnislega hrikalegir. Bæði almennri og fræðilegri umfjöllun um dómsmál hefur farið aftur.1 staðinn hefur í seinni tíð komíð fjöldí frétta af dómum Hæstaréttar eíns og tíl að minna á endanlegt vald hans. útvarpsþátturínn: ÒAf vettvangi dómsmála" er löngu aflagður og það heyrir til tíðinda að fjallað sé fræðilega um réttarfar. Umræða á útvarpsfundi l. des. 1994 um nýjan ráðgerðan mannréttindakafla stjórnarskrárinnar er nokkuð dæmigerð. Hún átti sér stað áður en stjórnarskrárfrumvarpið var lagt fram á Alþingi og almenningur vissi því ekki hvað verið var að fjalla um.
Í dómsuppkvaðningum á hið sama við og í öðrum vandasömum verkum. Æfingin skapar meistarann. Fái menn ekki stranga æfingu og geti brotið lög og kveðið upp geðþóttadóma, verða þeir aldrei góðir dómarar.
Þá er áramótaheit eins og það sem lýst er hér að framan ekki það sama og að mál réttarkerfisins séu í góðum farvegi. Margir fleiri en hæstaréttardómarar og æðstu starfsmenn Dómsmálaráðuneytis eiga hlut að réttarkerfinu. Þar koma til dómarar og dómarafulltrúar við héraðsdómstóla, ýmsir aðrir starfsmenn réttarkerfisins, svo sem lögreglumenn, sérstaklega rannsóknarlögreglumenn, saksóknarar, lögmenn og fleiri, jafnvel flestir almennir borgarar geta komið til sem virkir aðilar í réttarkerfinu. Hefðu æðstu menn réttarkerfisins í reynd gert áramótaheit til dæmis um að ógilda leyndarbréfin þyrftu allir sem hlut gætu átt að máli að fá að vita af því.
Ég vil að lokum nefna það sem lengi hafa veríð talín almenn sannindí á flestum svíðum mannlífsins. Að þeír sem sett hafa mál í harðan hnút eru jafnan ólí’klegustu menn til að leysa hann.
Er réttarkerfi Íslendinga slakt? Svarið Iiggur í reynd fyrir. En ágætur félagi úr dómarastétt sagði við mig eftir að Skýrslan kom út, að meginskýringin á málinu væri þessi: ÒÞú ert svo mikill baráttumaður, Tömas." Því miður held ég að þetta sé ekki rétt og heldur ekki að ég sé sérlega fundvís á veika bletti réttarkerfisins sem yrði að vera, ef baráttuhugur ætti að nýtast. Einhvern tíma hefur verið sagt við mig að ég væri Òþverhaus" eða eitthvað í þeim dúr. En það á ekki að skipta máli þegar réttarkerfið á í hlut. Réttarkertið á að leysa mál þverhausa sem annarra. Ef það hikstar á málum þeirra eða vegna einhverra persónulegra eiginleika manna er það slakt.