Snubbótt svar Ríkissaksóknara við ákæru á hendur JBH
Ríkissaksóknari
HE/aeg Reykjavík, 19. júní 1996
M. 712/96
Elías Davíðsson,
Öldugötu 50,
101 R.
Með bréfi yðar, dagsettu 14. f.m., fóruð þér fram á það við ríkissaksóknara, að höfðað yrði opinbert mál gegn fyrrverandi utanríkisráðherra Jóni Baldvin Hannibalssyni, ,,fyrir stuðning við alþjóðaaðgerðir gegn óbreyttum borgurum í Írak, sem fela í sér manndráp, alþjóðleg hryðjuverk og stríðsglæpi. Efnisatriði málsins og lagalegur rökstuðningur var sagður finnast í greinargerð er fylgdi bréfinu og fylgiskjölum.
Á grundvelli erindis yðar verður eigi aðhafst af hálfu ákæruvalds.
e.u.
(ólæsileg undirskrift)
Afrit: Jón Baldvin Hannibalsson