Stutt saga bandarískra samskipta við Panama
Panama: Nokkrar grundvallar dagsetningar
1856-1989: Að minnsta kosti sextán bandarískar hernaðaríhlutanir í Panama. Frá 1903 bandarísk herseta.
1903: Bandaríkin og franskur fésýslumaður (sem er fulltrúi Panama) undirrita samning um byggingu Panamaskurðarins.
1914: Panamaskurðurinn opnaður. Kynþáttaaðskilnaður milli hvítra og annarra í gildi á svæði Panamaskurðarins.
1959: Mótmæli Panamabúa gegn yfirráðum Bandaríkjanna yfir Panamaskurðinum. Bandaríski herinn ber mótmælin niður.
1964: Mótmæli Panamabúa. Bandarískir hermenn drepa 20 Panamabúa og særa fleiri en 300. Panama slítur stjórnmálasamband við Bandaríkin. Samskipti endurnýjuð aðeins eftir að Bandaríkin samþykkja að ræða um nýjan samning.
1968: Stjórnarbylting. Omar Torrijos tekur við stjórn þjóðernissinnaðra. Ýmsar endurbætur gerðar á sviði mennta, félags og heilbrigðismála. Í fyrsta skipti eru blakkir, indjánar og mestizos skipaðir í stjórnarembættum. Noriega er skipaður yfirmaður herjanna.
1972: Kosningar staðfesta stjórnina.
1973: Samningur tekst milli Carter og Torrijos um að árið 2000 verði allar herstöðvar Bandaríkjanna og Panamaskurðurinn sett undir stjórn Panama. Jafnframt verði viðvera bandarískra hermanna háð takmörkum.
1979: Samningurinn tekur gildi,. Um 65% af svæði Panamaskurðarins afhent Panama.
1980: Reagan í kosningabaráttu berst m.a. fyrir því að samningurinn verði ekki virtur.
1981: Leiðtogi Panama, Torrijos, ferst í flugslysi.
1985: Samskipti Panama og Bandaríkjanna versna eftir að Panama neitar tilmælum Bandaríkjanna að aðstoða við að berjast gegn Sandínistum í Níkaragúa.
1986: Bandaríkin bjóðast til að afhenda skurðinn 1990 ef þau fengju að hafa herstöðvar til ársins 2015.
24. sept. 1987: Bandaríska þing (Senate) gerir ályktun þar sem segir að Panamabúar verði að skipta um stjórn landsins, ella verði öll efnahagsaðstoð hætt.
11. mars 1988: Stjórn Reagan skipar viðskiptahömlum á Panama.
April 1988: Auknar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna á Panama. Bandarískum fyrirtækjum bannað að flytja fé til Panama. Fé Panamabúa í bandarískum bönkum fryst. Bandaríkin senda 2000 hermenn til Panama í trássi við samninga. Bandaríkin gefa stjórnarandstöðunni í Panama milljónir dollara í kosningasjóð.
7. mái 1989: Bush stjórnin sendir 2000 hermenn til viðbótar til Panama. Bandaríski herinn í Panama byrjar reglulegar hernaðaræfingar á panamísku landi í trássi við samninga. Panama biður Sameinuðu þjóðirnar um eftirlitsmenn og aðstoð til að stöðva bandaríska íhlutun.
11. maí 1989: Bandaríkin senda 1700 hermenn til viðbótar til Panama.
Júni 1989: Bandaríska dómsmálaráðuneytið úrskurðar að Bandaríkin geti framkvæmt handtökur í erlendum ríkjum án samþykkis viðkomandi yfirvalds.
12. sept. 1989: Viðskiptahömlur á Panama auknar. Fjölda panamískra fyrirtækja og einstaklinga er bannað að eiga viðskipti við bandaríska ríkisborgara.
3. okt. 1989: Noriega brýtur á bak aftur stjórnarbyltingu sem Bandaríkin styðja.
17. okt. 1989: Bushstjórnin styður aukið hlutverk CIA í því að steypa Noriega úr stóli.
Nóvember 1989: Bandaríkin tilkynna að þau munu frá og með 31. janúar 1990 neita skipum með panamísku flaggi hafnaraðstöðu í bandarískum höfnum. Þessi ákvörðun er tekin til að þrýsta á fjölmörg ríki, þar sem farskip margra ríkja nota panamískt flagg í viðskiptalegum markmiðum.
20. des. 1989: Bandaríski herinn ræðst inn í Panama.
Innrásin:
24.000 hermenn með hátæknibúnaði
Milli 1000 og 4000 íbúar Panama láta lífið
Fleiri þúsund særðir
Yfir 20.000 manns missa heimili sitt
Þessar upplýsingar taldar upplognar í fyrstu. Loks er þetta staðfest í útsendingu CBS-TV þann 30. september 1990.
Handtökur: Þúsundir manna, þ.m.t. verklýðsleiðtogar, háskólakennarar, stjórnmálamenn, embættismenn, blaðamenn og hermenn. Varðhald sumra vikum saman.