Þessi vefsíða er helguð baráttu fyrir réttlæti, friði og lýðræði.  Hún inniheldur aðallega efni sem ætla má að standist tímans tönn.  Helstu efnisflokkar eru:

  • Áleitnar spurningar um eðli íslensks samfélags
  • Upplýsingar um meinta aðild íslenskra ráðamanna í alþjóðlegum glæpum
  • Kaflar um helför fólksins í Írak, sem hefur mátt þola stríð, efnahagsþvinganir og nú borgarastyrjöld
  • Upplýsingar um sögu Palestínu og baráttu Palestínumanna fyrir mannréttindum
  • Vangaveltur um tjáningarfrelsi og hlutverk fjölmiðla

Ábyrgðarmaður vefsíðunnar er Elías Davíðsson, sem er fæddur árið 1941 í Palestínu og settist að á Íslandi árið 1962.  Hann vann í 22 ár á Íslandi sem tölvusérfræðingur, fyrst hjá IBM en síðan í Borgarspítalanum. Eftir 3-ára fjarveru í Sviss, sneri hann aftur til Íslands og starfaði sem skólastjóri Tónlistarskólans og organisti í Ólafsvík og síðar sem tónlistarkennari og tónskáld í Reykjavík. Tónverk hans – einkum til kennslu – eru birt á vefsíðunni tonar-og-steinar.com.  Frá því um 1975 birtust eftir Elías margar ritsmíðar um íslensk þjóðarmálefni og alþjóðamál, sem snerust einkum um varðveislu efnahagslegs og stjórnmálalegs sjálfstæðis Íslands. Hann var einn af stofnendum Félagsins Ísland-Palestína og beitti sér bæði til stuðnings baráttu Palestínumanna fyrir réttindum sínum og gegn þeim árásum sem Ísland studdi erlendis á aðrar þjóðir (Írak, Serbía). Hann kærði íslenska ráðamenn vegna meints stuðnings þeirra við stríðsglæpi. Árið 2002 hóf hann rannsóknir um atburðina 11. september 2001. Árangur þeirra rannsókna liggja m.a. fyrir í stuttum greinum en aðallega í formi bókar sem birtist í Bandaríkjunum árið 2013 (“Hijaking America’s Mind on 9/11”, Algora Publishers, New York). Elías flutti úr landi ásamt fjölskyldu sinni árið 2008 og settist að í Þýskalandi.   Hann vinnur nú að öðrum ritsmíðum er varða sviðsett hryðjuverk (sem leyniþjónustur skipuleggja).