Undirskriftasöfnun gegn stríðsaðgerðum
Laugardaginn 5. janúar, 1991 – Mbl.
Undirskriftasöfnun gegn stríðsaðgerðum
AÐSTANDENDUR "Átaks gegn yfirvofandi tortímingarstríði í Austurlöndum nær skora á almenning um land allt að lýsa opinberlega andstöðu við hinn yfirvofandi óhugnað í þessum heimshluta."
Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra var 19. desember sl. afhent áskorun til ríkisstjórnar Íslands um að lýsa ótvírætt yfir andstöðu við stríðsaðgerðir gegn nokkurri þjóð í Austurlöndum nær. Áskorunin var lögð fram á ríkisstjórnarfundi 21. desember. Íslensk stjórnvöld voru einnig hvött til að beita sér á alþjóða vettvangi fyrir friðsamlegri lausn Persaflóadeilunnar og fyrir því að haldin verði sem fyrst alþjóðleg frið arráðstefna um Austurlönd nær með þátttöku allra deiluaðila, í samræmi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna.
Níutíu einstaklingar skrifuðu undir áskorunina. Nokkrir þeirra ítrekuðu þessa friðarbæn á blaðamannafundi á fimmtudag. Fundarboðendur, aðstandendur "átaks gegn stríði" telja ófriðinn geta náð víða, stríðið verði háð með hryllilegustu vopnum sem mannleg hugvitssemi hafi upp fundið og mannfallið verði óskaplegt.
Fundarboðendur sögðust ekki trúa að deiluefni yrðu leyst með stríði; Gísli Sigurðsson læknir sem var haldið í gíslingu í Kúveit og Írak taldi að þjóðunum í Austurlöndum nær hefði ekki verið gefið tækifæri til að leita til handa sjálfum sér frið samlegra lausna, en það væri ein dreginn friðarvilji meðal almennings í Jórdaníu, Kúveit og Írak. Gísli sagði að þótt ályktanir Sameinuðu Þjóð anna heimiluðu hernaðaraðgerðir bæri ekki að líta á slíkar aðgerðir sem nauðsyn. Þau ríki sem ættu sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð anna bæru einnig þunga ábyrgð, þar sem þau hefðu stutt Saddam Hussein með oddi og egg; með vopnum og tækniþekkingu.
Einstaklingarnir níutíu sem upp haflega undirrituðu áskorunina eru af ýmsum sviðum þjóðlífsins: Alfreð J. Jolson biskup hinnar almennu kaþólsku kirkju á Íslandi, Anna R. Magnúsardóttir húsmóðir, Arnar Jónsson leikari, Arthur Morthens kennari, Árni Bergmann ritstjóri, Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri, Bergljót Jónsdóttir framkvæmda stjóri, Birgir Björn Sigurjónsson framkvæmdastjóri BHMR, Birna Hjaltadóttir ritari, Bragi Guðbrands son félagsmálastjóri, Einar Karl Haraldsson ritstjóri, Elías Davíðsson tónlistarmaður, Frank Ponzi list fræðingur Garðar Sverrisson rithöf undur, Gísli Sigurðsson læknir Guðjón Magnússon læknir, Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri, Guðmundur E. Sigvaldason framkvæmdastjóri, Guðmundur Karl Ágústsson prestur, Guðmundur Steinsson rithöfundur, Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju, Guðrún Agnarsdóttir læknir, Guðrún Ólafsdóttir dósent, Guðrún S. Gísladóttir leikari, Gunnar Kristjánsson prestur, Gunnþór Ingason prestur, Hallmar Sigurðsson leikari, Haraldur Ólafsson dósent, Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Heimir Pálsson kennari, Helga Kress dósent, Helga Þórarinsdóttir þýðandi, Hilmar Ingólfsson skólastjóri, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, Ingibjörg Hjartardóttir bókasafnsfræðingur, Ingvar Gíslason fyrrverandi ráðherra, Jóhanna Þráinsdóttir þýðandi, Jón Ormur Halldórsson lektor, Jón R. Gunnarsson lektor, Karl Grönvold jarðfræðingur, Karl Sigurbjörnsson prestur, Karolína Eiríksdóttir tónskáld, Kári Arnórsson skólastjóri, Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi, Kristján Einar Þor varðarson prestur, Magnús T. Ólafsson fréttaskýrandi, Margrét Guðnadóttir prófessor, María Kristjánsdóttir leikstjóri, Matthías Halldórsson læknir, Ólafur H. Torfason ritstjóri, Ólafur Ólafsson landlæknir, Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi, Óttar Guðmundsson læknir, Páll Halldórsson formaður BHMR, Páll Skúlason prófessor, Ragnar Árnason jarðskjálftafræðingur, Rögnvaldur Finnbogason prestur, Selma Guðmundsdóttir píanóleikari, Sigmundur Stefánsson framkvæmdastjóri BHM, Sigríður Kristinsdóttir formaður SFR, Sigríður S. Rögnvaldsdóttir fulltrúi, Sigurbjörn Einarsson biskup, Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Sigurður Björnsson læknir, Sigurður Harðarson arkitekt, Sigurður Haukur Guðjónsson prestur, Sigurður Pétursson sagnfræðingur, Sigurður R. Gíslason jarðefnafræð ingur, Sigurður Steinþórsson pró fessor, Sigurjón Björnsson prófess or, Siv Friðleifsdóttir sjúkraþjálfari, Stefán Arnórsson prófessor, Svanhildur Kaaber formaður Kennara sambands Íslands, Sveinn Einarsson leikstjóri, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, Sverrir Bergmann læknir, Vilborg Dagbjartsdóttir kennari og rithöfundur, Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur, Þorbjörn Broddason dósent, Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsritari, Þorvaldur Örn Árnason námsstjóri, Þór Jakobsson veðurfræðingur, Þórarinn Sigurjónsson fyrrverandi alþingismaður, Þórunn S. Þorgrímsdóttir leikmyndateiknari, Ævar Kjartansson dagskárgerðarmaður, Ögmundur Jónasson formaður BSRB, Örnólfur Thorlacius rektor, Össur Skarphéðinsson aðstoðarforstjóri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þeir kynntu undirskriftasöfnunina vegna átaks gegn stríði. Frá vinstri: Haraldur Ólafsson dósent, Heimir Pálsson kennari, Matthías Halldórsson læknir, Örnólfur Thorlacius rektor, sr. Gunnar Kristjánsson, Elías Davíðsson tónlistarmaður, Gísli Sigurðsson læknir.