VI. Dómar Hæstaréttar og áhrif
VI. Dómar Hæstaréttar og áhrif
Heimkoma
Við heimkomu úr Ítalíuferð eftir páskana 1994 var strax athugað, hvort Hæstiréttur hefði kveðið upp dóm í kærumálinu. Og þakklátur var ég fyrir að dómar Hæstaréttar skyldu vera tveir í sama málinu, báðir dags. 29. mars 1994. Ágreiningi mínum við Hæstarétt vegna "svarta listans" var ekki blandað saman við efnislegan ágreining umbjóðanda míns í Byggungmálinu.
Í fyrri dómnum var hafnað kröfu minni um að hæstaréttardómarar vikju sæti. Í síðari dómnum var staðfest niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kaerð hafði verið. Dómarnir eru birtir á bls. 127 og 131.
Ekki skal því haldið fram að niðurstöður Hæstaréttar hafi komið sérstaklega á óvart. Reynsla fyrri ára var að maður aetti ekki að gefa sér lausnir Hæstaréttar fyrir fram. Þó er ástæða til að nefna tvennt. Ekki var farið að eindregnum og ítrekuðum óskum af hálfu umbjóðanda míns að honum gæfist tækifæri á að skipta um lögmann, yrði ekki fallist á kröfur um að dómararnir vikju sæti. Hygg ég að það sé leitun á dómstóli, sem virðir ekki eindregnar óskir lögmanns um að hætta störfum í dómsmáli. Það var auðvelt fyrir Hæstarétt að verða við þessum óskum úr því að hann kvað upp sérdóm um þennan þátt málsins. Er mér óskiljanlegt hvers vegna Rétturinn virti hvorki mig eða umbjóðanda minn viðlits hvað þetta varðaði.
Hitt sem kom á óvart var að Hæstiréttur skyldi fjalla um ódagsetta leyndarbréfið í báðum greindum dómum sínum og taka upp katla úr því eins og það væri sjálfsagður hlutur að hafa skrifað og sent bréfið. En þetta sama bréf hefur Rétturinn enn ekki, 20. okt. 1994, fengist til að afhenda skýrsluhöfundi og greina frá forsendum fyrir bréfinu og samþykktum Hæstaréttar þar um þrátt fyrir ítrekaðar óskir.
En samt er þetta fyrsta og ódagsetta leyndarbréf nógu góð heimild til að nota að hluta til orðrétt í dómi Hæstaréttar Íslands þrátt fyrir að lögmenn hefðu ekki staðfest endurrit af skjalinu til að leggja fram í Hæstarétti.
Í fyrri dómi Hæstaréttar, þeim sem fjallaði um, að hæstaréttardómarar vikju sæti, var enginn málskostnaður dæmdur. Mat ég það þannig, að Hæstiréttur vildi gera heldur minna en meira úr skarki mínu út af ódagsetta leyndarbréfinu. Hins vegar var ég ósáttur við að umbjóðandi minn skyldi dæmdur til að greiða málskostnað þar sem honum var ekki gefinn kostur á að fá nýjan lögmann, sem hann óskaði eftir, eða hætta við málið.
Eftir þennan dóm og að óbreyttum aðstæðum var málflutningsstörfum mínum fyrir Hæstarétti Íslands lokið.
En dómar Hæstaréttar frá 29. mars 1994 snerta ekki aðeins mig og umbjóðanda minn. Heldur hljóta þeir einnig að teljast meðal eftirtektarverðustu dóma sem Hæstiréttur hefur kveðið upp vegna leyndarbréfsins, sem vikið er að í þeim. Með því var einstæð og ný réttarheimild komin til sögu.
Með dómauppkvaðningunum var lokað auðveldustu leiðunum til nauðsynlegra leiðréttinga vegna ódagsetta leyndarbréfsins, sem fyrst og síðast vörðuðu hæstaréttardómarana sjálfa.
Vald fjölmiðla
Frá því fyrsta bréf mitt tengt ódagsetta leyndarbréfinu var sent, þann 18. febrúar 1994, var ljóst að umtjöllun íslenskra fjölmiðla um málið skipti miklu. Var ef til vill eitt úrslitaatriðanna. Ekki þurfti annað en að líta til "Watergatemálsins" í Bandaríkjunum til að sjá, að fjölmiðlar skiptu miklu þegar að því kom að upplýsa um meint lögbrot valdhafa, vinna að skoðanamótun i almennings og skapa þann tilfinningalega og félagslega þrýsting, sem jafnvel æðstu valdamenn þyldu ekki.
Því viðhorfi skal hér skotið inn, að svo veigamikill sem þáttur fjölmiðla í Bandaríkjunum var við að upplýsa "Watergatemálið" á sínum tíma og leiða það til lykta, voru fjölmiðlar ef til vill ekki mestu áhrifavaldar málsins. Það var réttarkerfi og dómstólar Bandaríkjanna ásamt því grundvallarviðhorfi almennings, að það sem gerði Bandaríkjamenn að þjóð, væri að þeir lytu allir sömu lögum. Forseti Bandaríkjanna væri ekki undanskilinn. Þessi valda mesti maður heims, sem réði umsvifamesta framkvæmdavaldinu og tæknivæddasta og ógurlegasta her, sem sögur fóru af, varð að beygja sig undir þetta. Ég veit auðvitað ekki hvort Nixon, forseta Bandaríkjanna, hefur nokkru sinni komið til hugar að beita framkvæmda eða hervaldi Bandaríkjanna til að þagga niður í fjölmiðlum. En hafi það einhvern tíma verið hugleitt var Ijóst að einnig hefði þurft að brjóta niður vald réttarkerfis og dómstóla og þá hefði mikið verið gert.
Ekki er því að neita að "Iran-Contramál" Bandaríkjamanna, sem er miklu yngra mál en "Watergatemálð" vekur ýmsar hugrenningar í þessu sambandi.
Í "Watergatemálinu" voru upplýsingar um aðgerðir bandaríska réttarkerfisins í málum, tengdum forsetanum, það fóður og sprengiefni, sem bandarískir fjölmiðlar notuðu til að upplýsa bandarísku þjóðina, móta skoðanir hennar og rökstyðja þær og jafnframt hafa áhrif á valdamenn og samstarfsmenn forsetans. En þær aðgerðir og úrskurðir óþekktra saksóknara og dómara hljóta að hafa takmarkað mjög virkni þeirra, sem sóttu vald sitt til forsetans eða þurftu að vinna með honum. Engir venjulegir menn vilja nota rauðglóandi verkfæri með berum höndum.
Þögn íslenskra fjölmiðla
Krafa mín um að allir dómarar Hæstaréttar Íslands vikju sæti hefði víða orðið allstór frétt í tjölmiðlum og merkileg, að minnsta kosti vegna meintrar "vitleysu" lögmannsins. Og einhverjir ábyrgir fjölmiðlar hefðu vegna fréttar DV 22. febrúar 1994, sem höfð var eftir hæstaréttarritaranum, þess efnis, að forseti Hæstaréttar væri farinn að skrifa persónuleg leyndarbréf til héraðsdómstólanna, spurst rækilega fyrir og reynt að komast að kjarna málsins.
En áhugi fjölmiðla á leyndarbréfunum reyndist stopull og í raun svo lítill að það fékk nánast enga umfjöllun. Og Hæstiréttur naut nú þess áhugaleysis, jafnvel þótt hann hefði gert sitt til að halda málinu vakandi með því að víkja verulega að einu leyndarbréfanna og taka hluta af því upp í dóm sinn 29. mars 1994. Af þessu dró ég þá ályktun að áhrifamenn hefðu um það leyti, sem dómur féll í Hæstarétti, verið búnir að undirbúa jarðveginn, hafa samband við fjölmiðla og sjá til þess að þeir þegðu að mestu og hefðu ekki uppi harðar og óvægilegar spurningar til valdhafa. Eitthvað þessu líkt hlaut að hafa gerst og gömul saga, sem mér var sögð af valdhöfum og fjölmiðlum, rifjaðist upp.
Sagan fjallar ekki um stjórn æðstu valdamanna þjóðarinnar á fjölmiðlum, sem þeir hafa þó ýmis tæki til, svo sem auglýsingakaup og blaðakaup auk beinna fjárveitinga og sérleyfa þegar kemur að ljósvakafjölmiðlum.
Gamla sagan um stjórn á fjölmiðlum var um nauðvörn lögreglumannanna gagnvart ágengum blaðamönnum.
Sagan var þannig, að þegar upp komu alvarleg sakamál hér áður, fyrir daga Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem rannsóknarmönnum tókst ekki að upplýsa tiltölulega fljótt, var óhjákvæmilegt að gefa út fréttatilkynningar um gang rannsóknarinnar, sem stundum þóttu ansi rýrar. Svo rýrar að fjölmiðlamenn gáfu rannsóknarmönnum engin grið, hringdu í þá í tíma og ótíma, svo að vinnufriður var lítill. úrræði rannsóknaraðilanna var þá stundum að gefa fjölmiðlamönnunum talsvert ítarlegri upplýsingnar um stöðu málsins, en þeir höfðu áður gert, með þeim ummælum að þessar viðbótarupplýsingar mætti alls ekki birta. Og það virtu fjölmiðlamenn, gáfu rannsóknarlögreglunni vinnufrið og fjölmiðlar þögðu.
Fordæmi fyrir stjórn á þögn fjölmiðla var því til staðar.
Hvað leyndarbréfamál Hæstaréttar varðaði höfðu fjölmiðlar fengið gögn um málið, fyrsta og ódagsetta leyndarbréfið, auk annars auk þess sem nokkrir öflugir fjölmiðlar höfðu greint frá þeim.