VIII. Svör dómstjóranna, meint rangt embættisvottorð og stöðumat
VIII. Svör dómstjóranna, meint rangt embættisvottorð og stöðumat
Þótt sending leyndarskjals ein og sér geti verið athugunarefni getur það einnig átt við viðtöku þess, sérstaklega þegar í hlut á opinber dómstóll og efni skjalsins varðar þá lögmenn, sem eru að leggja mál fyrir viðkomandi dómstól.
Með ítrekunarbréfi Hæstaréttar Íslands, sem mér barst 25. febrúar 1994, lágu fyrir tvö svör Hæstaréttar þess efnis, að Hæstiréttur mundi ekki svara mér um fyrsta og ódagsetta leyndarbréfið heldur vísa mér á Lögmannafélag Íslands. Strax þennan dag voru héraðsdómstólunum því send bréf og óskað upplýsinga um ódagsetta leyndarbréfð og síðar voru fleiri bréf send. Spurningarnar eru á bls. 42 en svörin voru í meginatriðum þessi:
Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness svaraði fljótt og er bréf Héraðsdómsins dags. 25. febrúar 1994. Þar var upplýst að bréf Hrafns Bragasonar, forseta Hæstaréttar, sem varðaði kærumál til Hæstaréttar hefði borist Héraðsdómi Reykjaness 4. febrúar 1994 og verið skráð í bréfabók embættisins þann dag. Héraðsdómurinn leit svo á að bréfið kæmi frá Haestarétti. Fyrirspurn minni: "Hvaða starfsmenn Héraðsdómstólsins fengu afrit af bréfinu eða voru einhverjir starfsmenn sem fengu það ekki?" var svarað "Nei". Fyrirspurnum mínum, nr. 4 og 5, um það hvort Hrafn Bragason eða Haestiréttur hefði sent leiðréttingu eða gert athugasemd við ódagsetta bréfið eða sent önnur bréf þar sem nafn skýrsluhöfundar væri nefnt var svarað neitandi.
Héraðsdómur Vesturlands
Héraðsdómarinn á Vesturlandi upplýsti með bréfi sínu, dags. 4. mars 1994, að ódagsetta bréfið hefði borist 3. febrúar 1994, en sérstakar bréfabækur tíðkuðust ekki hjá embættinu. Bréfið var sagt vera undirritað af Hrafni Bragasyni f.h. Hæstaréttar Íslands. Síðan sagði í bréfinu:
- "Varðandi spurningar yðar í 4 - 6 tölulið vil ég geta þess, að öll önnur bréf frá Hæstarétti Íslands varðandi kærumál og varðað geta yður og eða lögmenn almennt mun rétturinn jafnframt hafa sent Lögmannafélagi Íslands og munið þér væntanlega geta fengið allar upplýsingar varðandi þau þar."
Héraðsdómur Vestfjarða
Héraðsdómur Vestfjarða fékk bréfið í hendur 3. febrúar 1994 og var það fært undir númerinu 62 í bréfabók embættisins þann dag. Sendandi var talinn Hæstiréttur Íslands og þess getið að bréfið varðaði kærumál. Héraðsdómari fékk einn eintak af bréfinu og ekki höfðu verið mótteknar 2. mars 1994 leiðréttingar eða athugasemdir frá sendanda og ekki höfðu önnur bréf verið móttekin þar sem nafn skýrsluhöfundar bar á góma.
Héraðsdómur Norðurlands vestra
Hið ódagsetta bréf var talið hafa borist 3. til 5. febrúar 1994 og verið lagt upp í bréfabók með öðrum bréfum sem borist höfðu dómnum. Þar sem aðsend bréf voru ekki sérstaklega skráð var ekki tekin afstaða til þess hver var sendandi bréfsins. Afrit af bréfinu hafði ekki verið afhent til nokkurs manns. Hinn 1. mars barst Héraðsdóminum afrit af bréfi Hrafns Bragasonar, forseta Hæstaréttar til stjórnar Lögmannafélagsins og var vísað til Lögmannafélagsins um innihald þess. Þá sagði í bréfi Héraðsdóms Norðurlands vestra, dags. 3. mars 1994:
- "6. Dóminum hefur ekki borist annað bréf frá Hæstarétti eða forseta réttarins þar sem fjallað er sérstaklega um yður eða almennt um störf lögmanna. Dóminum barst þó í júlí 1992 tilkynning frá Hæstarétti þess efnis að ákveðið hafi verið að einungis hæstaréttarlögmenn geti kært og skilað greinargerðum í kærumálum til réttarins."
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Í bréfi Héraðsdómsins frá 8. mars 1994 segir:
- "Ég vísa til bréfa yðar dags. 25. febrúar og 7. mars sl. Ódagsett "bréf `, er þér nefnið, barst þessu embætti í byrjun febrúar s.l. og var ekki fært inn í bréfabók. Litið var svo á að um væri að ræða skýrslu um kærumál sem send væri með óformlegum hætti til fróðleiks. Dómarar embættisins hafa kynnt sér efni skýrslunnar. Embættinu hafa ekki borist önnur bréf frá Hæstarétti eða Hrafni Bragasyni varðandi mál þetta utan afrits af bréfi er forseti Hæstaréttar hefur ritað félagi yðar, Lögmannafélagi Íslands. Varðandi það bréf svo og frekari svör við spurningum yðar í bréfi dags. 25. febrúar s.l. vísa ég yður til framan greinds félags yðar."
Héraðsdómur Austurlands
Bréf Héraðsdómsins, dags. 2. mars 1994 var svohljóðandi:
- "Svör við sex tölusettum spurningum yðar, hr. lögmaður í bréfi til dómsins dagsettu 25. þessa mánaðar eru:
- 1. Umrætt bréf eða samantekt barst Héraðsdómi Austurlands í byrjun febrúar sl., sennilega þann fjórða.
- 2 og 3. Erindið var ekki fært í móttökubók bréfa til Héraðsdóms Austurlands og engin sérstök afstaða tekin til þess hvort bréfið væri frá Hæstarétti Íslands eða persónulega frá Hrafni Bragasyni.
- 4. Enginn fékk afrit bréfsins, en dómara þótti rétt að löglærður fulltrúi hans læsi bréfið.
- 5. Dóminum barst í gær frá forseta Hæstaréttar afrit af bréfi hans, dags. 28. febrúar sl., til stjórnar Lögmannafélags Íslands, þar sem hann m.a. skýrir frekar tilurð hugleiðinga sinna varðandi meðferð kærumála.
- 6. Rétt er að nefna að dómurinn hefur fengið tilkynningu um það frá Hæstarétti Íslands, að á fundi dómara Hæstaréttar 23. júlí 1992 hafi verið ákveðið "að einungis hæstaréttarlögmenn geti kært og skilað til Hæstaréttar greinargerðum í kærumálum", eins og segir í tilkynningunni."
Héraðsdómur Suðurlands
Bréf Héraðsdómsins er dagsett 3. mars 1994 og svörin voru þessi:
- "1. Skjal það sem þér vitnið til, barst réttinum um miðjan febrúar.
2. Skjalið var ekki fært inn í bréfabók dómstólsins.
3. Skjalið var móttekið án þess lagt væri á það sérstakt mat.
4. Dómurum við dómstólinn var kynnt skjalið, en þeim var og er í sjálfsvald sett hvort þeir taka af skjalinu ljósrit.
5. Dómnum hefur nú borist ljósrit af bréfi forseta Hæstaréttar til Lögmannafélags Íslands, dags. 28. febr. s.l. þar sem fjallað er um fyrrgreint skjal.
6. Nei."
Héraðsdómur Reykjavíkur
Dómstjórinn í Reykjavík svarar bréfi til Héraðsdómsins með bréfi, dags. 28. febrúar 1994:
- "Hefi móttekið símbréf frá yður dags. 25. þ.m. Ég tek skýrt fram að það hefur ekki tíðkast að lögmönnum séu gefnar upplýsingar um það hvaða bréf berast Héraðsdómi Reykjavíkur og hvers efnis þau eru, nema þau snerti sérstaklega dómsmál, sem þeir fara með fyrir dómstólnum. Þar sem svo hagar til að yðar er sérstaklega getið í umræddu bréfi geri ég undantekningu á framan greindri reglu. Svör mín fara hér á eftir í sömu töluröð og spurningar yðar.
- 1. Bréfið fékk ég í hendur 10. febrúar sl.
2. og 3. Sérstök bréfabók er ekki færð í Héraðsdómi Reykjavíkur.
4. Allir löglærðir starfsmenn Héraðsdóms Reykjavíkur hafa nú fengið bréfið í hendur.
5. og 6. Nei."
Gerðar voru nokkrar frekari tilraunir til að fá þau bréf í hendur sem héraðsdómstólunum höfðu verið send úr Hæstarétti, en án árangurs þegar undan er skilinn Héraðsdómur Vestfjarða.
Einnig var leitað sérstaklega eftir því við Héraðsdóm Austurlands að fá endurrit tilkynningar Hæstaréttar frá 23. júlí 1992, sem fól í sér ákvörðun um niðurfellingu réttinda héraðsdómslögmanna til að kæra mál til Hæstaréttar, en án árangurs.
Meint röng embættisyfirlýsing dómstjórans í Reykjavík
Vegna kæru á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur upp kveðnum 18. febrúar 1994 til Hæstaréttar, Byggungmáli, þótti mér miklu skipta hvenær dómsformaðurinn Hjördís Hákonardóttir hefði fyrst séð ódagsetta leyndarbréfið. Spurðist ég fyrir um það í bréfi mínu til Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 3. mars 1994 og taldi mögulegt að gögn sem staðfestu að bréfið hefði verið athent dómsformanninum fyrir 18. febrúar kynnu að hafa haft áhrif við úrskurðun í Byggungmálinu.
Þykir skýrsluhöfundi ástæða til að upplýsa um meint rangt embættisvottorð dómsstjórans í Reykjavík.
Í bréfi dómstjórans til mín, dags. 14. mars 1994, sem birt er á bls. 136 segir:
- "Ódagsettu bréf Hrafns Bragasonar forseta Hæstaréttar var dreift til dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur 22. og 23. febrúar og fyrir þann tíma hafði enginn dómaranna séð framan greint bréf til héraðsdómsins."
Þessi embættisyfirlýsing dómstjórans var undarleg. Hún upplýsti ekki aðeins hvað var talið hafa gerst, heldur voru í henni upplýsingar um hvað ekki hefði gerst. Fannst mér hún stemma illa við aðrar upplýsingar, sem ég hafði fengið. Flestir aðrir héraðsdómstólar höfðu fengið ódagsetta bréfið snemma í febrúar, þeir sem fyrst fengu það samkvæmt bréfabókum embættanna, fengu það 3. og 4. febrúar. En nú kom dómstjórinn í Reykjavík, sem enga bréfabók hélt og fullyrti að enginn dómaranna við Héraðsdóm Reykjavíkur hefði séð bréfið fyrr en 22. og 23. febrúar.
Ég hafði í höndum orðsendingu löglærðs skrifstofustjóra Héraðsdómsins, símsenda mér 18. febrúar en af henni mátti glögglega ráða að skrifstofustjórinn vissi um ódagsetta bréfið þann dag, 18. febrúar. Ég hafði einnig í höndum bréf Dómarafélags Íslands, dags. 28. febrúar 1994, undirritað af Valtý Sigurðssyni formanni Dómarafélagsins sem jafnframt er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Í bréfi sínu upplýsir Valtýr, að það hafi ekki verið skráð á ódagsetta bréfið, hvenær Dómarafélagið fékk bréfið, en ætla verði að það hafi borist stjórninni um eða rétt fyrir miðjan febrúar 1994.
Þá hafði ég gengið á fund Sverris Einarssonar, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, 25. febrúar 1994, og spurt hann hvort hann hefði fengið þetta ódagsetta bréf og hann svaraði að hann hefði fengið bréfið að minnsta kosti tvisvar. Í seinna skiptið nokkrum dögum fyrir 25. febrúar en í fyrra skiptið allnokkru fyrr.
Nokkur bréfaskipti urðu milli skýrsluhöfundar og dómstjórans út af þessu atriði, en í bréfi dómstjórans til mín, dags. 22. apríl 1994, sem birt er á bls. 137 segir:
- "Við fyrri bréf mín, sem samin eru eftir bestu vitund, hef ég ! engu að bæta, en get þó tekið fram það sem má ligg,ja í augum uppi, að ég get ekki af eðlilegum ástæðum ábyrgst að einhverjir dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur kunni ekki að hafa frá IIi öðrum séð eða fengið afrit af fyrra bréfi forseta Hæstaréttar fyrir 22. febrúar sl., en ítreka það að fyrr var afriti af bréfi því sem barst Héraðsdómi Reykjavíkur ekki dreift til dómaranna."
Fyrir lágu skrifleg gögn að minnsta kosti tveggja löglærðra aðila við Héraðsdóminn og munnlegar upplýsingar eins héraðs dómara, sem voru ósamhljóða yfirlýsingu dómstjórans í bréfi hans I frá 14. mars 1994 og nú lá fyrir að sú yfirlýsing var samin eftir bestu vitund dómstjórans, en ekki eftir embættislegum gögnum.
Fyrirspurn mín frá 3. mars 1994 miðaði að því að fá yfirlýsingu frá Héraðsdómi Reykjavíkur, sem byggð var á embættislegum , gögnum en ekki eftir bestu vitund dómstjórans, sem augljóslega var ekki traust heimild. Og ég vil bæta því við, að mér var ekki kunnugt um, að opinberar stofnanir gæfu aðrar embættisyfirlýsingar en þær sem byggðust á embættisgögnum. Minnist ég þess ekki, að hafa séð fyrr embættisyfirlýsingu út gefna eftir bestu vitund embættismanns enda eru störf opinberra stofnana jafnan lögbundin.
Stöðumat
Staðan í leyndarbréfamálinu var í grófum dráttum sú um miðjan apríl 1994, að ég hafði í höndum tvö leyndarbréf tengd Hæstarétti Íslands og send héraðsdómstólunum, sem hvorki Hæstiréttur né héraðsdómstólarnir, að undanskildum Héraðsdómi Vestfjarða, fengust til að láta staðfest endurrit af. Hæstiréttur Íslands fékkst ekki til að gefa nokkrar upplýsingar um leyndarbréfin, lagalega tilurð þeirra og forsendur, heldur vísaði á Lögmannafélag Íslands til upplýsinga.
Lögmannafélagið hafði sent mér fyrsta og ódagsetta leyndarbréfið vegna óska skrifstofustjóra Héraðsdóms Reykjavíkur en Lögmannafélagið lýsti yfir í bréfi til mín, dags. 7. mars 1994, að það mundi virða óskir forseta Hæstaréttar Íslands og mundi ekki afhenda mér endurrit af öðru leyndarbréfinu.
Álit þeirra úr vina- og kunningjahópnum sem skorinorðast töluðu var eitthvað á þessa leið: Leyndarbréfaskrif forseta Hæstaréttar standast ekki. Þau eru ekki réttmæt og forsvaranleg og réttarkerfismenn geta ekki varið þau. Því var bætt við, að lögmenn yrðu að leiða þessi leyndarbréf hjá sér og reyna að vinna að málum sínum og umbótum innan kerfisins. Og skýrsluhöfundur var sérstaklega upplýstur um að hann skyldi ekki láta sig dreyma um að hann gæti nokkuð gert í málinu. Kerfið stæði allt með Hæstarétti og það gæti ekkert hreyft sig þótt það vildi. Ef hreyft yrði við einum háttsettum manni, væri viðbúið að margt annað færi af stað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Flestum komu leyndarbréfaskrif Hæstaréttar á óvart. Margir voru undrandi og ráðþrota. Einstöku menn ræddu um að koma erindi á framfæri við alþingismenn. Aðrir sögðu að almenningur hefði engan áhuga á svona málum.