Viltu styðja ofbeldisstjórn, Davíð Oddsson ?
Elías Davíðsson
DV, 13 febrúar 1992
Það hefur komið fram íf réttum að þú hafir þegið boð Yitzhaks Shamirs og ætlir því í opinbera heimsókn til Ísraels í næstu viku.
Gerir þú þér fulla grein fyrir því hvaðan boðið kemur? Með heimsókn þinni ætlar þú að heiðra svörustu öfl meðal gyðinga samtímans, aðila sem draga gyðingdóminn í svaðið með hryðjuverkum, landráni og pyntingum. Gestgjafi þinn, Yitzhak Shamir, er skjalfestur hryðjuverka- og undirróðursmaður. Samkvæmt alþjóðasamningi, sem Ísland hefur undirritað, á að handtaka slíka menn hvar sem til þeirra næst og rétta í málum þeirra. Á dagskrá þinni eru einnig fundir með öðrum frammámönnum Ísraels, m.a. forsetanum, Chaim Herzog, einkum ofstækisfyllsta stjórnmálamanni þar í landi, og Símon Peres, formanni Verkamannaflokksins. Þessi hófsemdarmaður hefur m.a. unnið þau afrek í stjórnartíð sinni árið 1985 að láta sprengja í tætlur tugi óbreyttra borgara í fjarlægu landi (Túnis).
Í Ísrael starfar fjöldi fólks gegn hernámi, fyrir fullum mann- og þjóðarréttindum Ísraels- og Palestínumanna og fyrir friðsamlegri sambúð þjóðanna í landinu. Slíkt fólk viltu greinilega ekki hitta.
Í heimsókn þinni er ekki gert ráð fyrir neinum fundum með frammámönnum Palestínumanna sem eru þó hinir raunverulegu húsbændur landsins. Er þetta leiðin til að skapa traust og sýna heilindi Íslendinga?
Viltu stuðla að lögbrotum, Davíð?
Shamir vill taka á móti þér í Jerúsalem en Jerúsalem er hernumin borg. Samkvæmt þjóðarétti á Ísraelsríki ekki tilkall til neins þumlungs af henni. Í ályktun Sameinuðu þjóðanna frá 1947, sem Ísland barðist fyrir, átti Jerúsalem ekki að falla í hlut síonista heldur verða alþjóðleg borg undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Úr þessu varð þó ekki. Árið 1948 náðu hersveitir síonista á sitt vald vesturhluta borgarinnar og árið 1967 tók Ísraelsher austurhlutann. Ísraelsstjórn innlimaði báða borgarhluta í Ísrael og vinnur nú markvisst að því að flæma Palestínumenn, kristna og múslíma, úr borginni. Þess ber að geta að ekkert ríki viðurkennir yfirráð Ísraels yfir Jerúsalem. Í ályktunum _Öryggisráðs Sameinuðu þjóðana er Jerúsalem skilgreint sem hernumið svæði.
Með því að funda með stjórn Ísraels í Jerúsalem munt þú auðvelda henni að fest lögbrot sín í sessi. Auk þess grefur þú undan ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðana og ýtir undir óvild múslíma í garð Íslending. Er þetta virkilega ásetningur þinn?
Bjarnargreiði
Skynsamir Ísraelsmenn vita að eina tryggingin fyrir áframhaldandi tilveru Ísraelsríkis í Austurlöndum nær er að komast að heiðarlegu samkomulagi við Palestínumenn um friðsamlega sambúð í landinu, annaðhvort í einu sameinuðu ríki eða með skiptingu landsins í tvö ríki. Því grátbiðja þeir vini Ísraelsmanna á Vesturlöndum að beita stjórn síns lands virkum þrýstingi svo hún neyðist til að vinna heiðarlega að friði. Stuðningi vestrænna ríkja við Ísrael hefur verið líkt við það að rétta ráðvilltum manni hans eigin snöru. Slík greiðasemi er ekki vottur um vináttu heldur bjarnargreiði, eins og heimsókn þín.
Ríki kynþáttastefnu
Nú standa yfir svonefndar friðarviðræður milli Ísraels og nágranna þeirra. En jafnvel bjartsýnustu Palestínumenn binda litlar vonir við þær. Ísraelk stjórnvld hafa gert það lýðum ljóst að þau sækjast ekki eftir samkomulagi við Palestínumenn byggðu á gagnkvæmri virðingu því sambúð beggja þjóðanna í landinu myndi grafa undan aðskilnaðarstefnu gyðinga, þ.e. hreinleika kynstofnsins og lagalegar skorður gegn blönduðum hjónaböndum. Forseti Ísraels, sem þú hyggst hitta, komst þannig að orði að Palestínumenn og Ísraelsmenn geti ekki deilt landinu með sér. Í orðum hans felst í raun ískyggileg hótun því varla ætlast forsetinn til þess að þjóð yfirgefi sjálfviljug ættjörð sína. Áframhaldandi landnám gyðinga í Palestínu sýnir greinilega hvað fyrir stjórnvöldum Ísraels vakir.
Farðu ekki, forsætisráðherra!
Árið 1936 komu leiðtogar margra ríkja til Þýskalands í tilefni ólympíuleika og stuðluðu að því að rjúfa siðferðilega einangrun Nasísta-Þýskalands. Framhaldið þekkjum við öll. Því bið ég þig vinsamlega að láta af heimsókn þinni til Ísraels, a.m.k. meðan það þverbrýtur alþjóðalög og neitar að framfylgja ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Ég leyfi mér að fullyrða að fjöldamargr vinir mínir í Ísrael, sem þrá friðinn, taka heils hugar undir þessa áskorun.